Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Kristján Valur Skálholtsbiskup

Skálholt er alla daga áhrifastaður en síðasta sunnudag var þar biskupsvígsla Kristjáns Vals Ingólfssonar. Söngurinn í kirkjunni var máttugur og biskupinn nýi var krossaður, skrýddur og blessaður. Staðurinn ljómaði, bænir flugu og erindið um kærleikann var boðað. Jörð og himinn föðmuðust, tími og eilífð kysstust. Fagnaðarerindi, ekki satt?

Bakþankar
Fréttamynd

Dýrtíðartabú

Var ekki einhvern tímann ódýrt að borða fisk? Það er eins og mig rámi í það. Í það minnsta var fiskur mörgum sinnum í viku í matinn hjá flestum sem ég þekki. Jafnvel svo oft að það var sumum til ama. Í dag heitir það fagnaður ef ekki er grísahakk í kvöldmatinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Og munnræpan mun ríkja ein

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa með sameiginlegu átaki náð að þróa nýtt lýðræðislegt gereyðingarvopn: málþóf. Slíkt hefur að vísu lengi verið tíðkað, líka af þeim sem nú fara með stjórnartaumana – og engum til sóma sem það hefur iðkað til að hindra framgang lýðræðisins með slíkri misnotkun á göfugasta ræðustól landsins – en nú á þessu septemberþingi keyrði málþófið um þverbak; röflið ríkti eitt, ofar hverri kröfu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram pólitísk óþægindi

Hvalveiðar Íslendinga hafa áratugum saman verið þyrnir í augum okkar helztu vina- og samstarfsríkja. Enda fór svo um tíma að þeim var hætt vegna pólitísks þrýstings. Þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik 2003 með vísindaveiðum og 2006 hófust aftur hvalveiðar í atvinnuskyni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bókauppskeran

Meðbyr er með íslensku bókmenntalífi þessi dægrin. Reykjavík var á dögunum valin ein af bókmenntaborgum Unesco, en það býður upp á mikla möguleika til grasrótarstarfs; fjöldi merkra rithöfunda lagði leið sína á nýafstaðna Bókmenntahátíð í Reykjavík; fram undan er bókamessan í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur; Gyrðir Elíasson tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember; að ógleymdu hinu árlega jólabókaflóði, en fyrstu bárur þess falla nú þegar að landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tölurnar sem ekki var talað um

Hagtölur eru fáum skemmtiefni. Eigi að síður eru þær nauðsynlegt viðmið fyrir stjórnendur þjóðarbúsins. Um leið eru þær undirstaða pólitískrar umræðu. Eðlilega álykta menn ólíkt eftir því frá hvaða bæjarhellu er horft. Þá getur skipt máli hvaða hagtölur eru valdar til umræðu. Á árunum fyrir hrun krónunnar var helst vitnað í tölur um ríflegan afgang af rekstri ríkissjóðs, tölur um góðan hagvöxt, tölur um vaxandi gildi krónunnar og tölur um stöðuga kaupmáttaraukningu. Þetta voru velsældartölur sem styrktu málflutning þáverandi ríkisstjórnar. Af sjálfu leiddi að stjórnarandstaðan fékk lítið púður í slíkum hagtölum í stríðið gegn ríkisstjórninni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Misbeiting hugmyndafræðinnar

Ég er sósíalisti. Ég tel að allir eigi að hafa jafnan rétt til menntunar og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Ég tel reynsluna hafa sýnt að einkarekstur á grunnþjónustu samfélagsins leiði undantekningalítið til misréttis. Markmið einkafyrirtækja er að skila hagnaði og sumt á að mínum dómi einfaldlega ekki að skila hagnaði.

Bakþankar
Fréttamynd

Glamúrviðtöl við gangstera

Foreldrar nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík kvörtuðu réttilega yfir því að í Menntaskólatíðindum skólafélagsins skyldi birtast viðtal við vitgrannt vöðvatröll, sem komið hefur við sögu eiturlyfjasölu og -neyzlu, handrukkana, líkamsmeiðinga og hótana og er grunað um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kalkúnar og fávísar fjölskyldur

Rithöfundurinn og tölfræðingurinn Nassim Taleb setti fram áleitna dæmisögu í bók sinni The Black Swan frá árinu 2007. Setjum okkur í spor kalkúns sem verið er að ala upp til slátrunar. Á hverjum degi kemur til kalkúnsins vingjarnlegur bóndi sem gefur honum að borða. Með hverjum deginum sem líður verður kalkúnninn öruggari með tilveru sína og traust hans á bóndanum vex. Þar til svo bóndinn kemur einn daginn og slátrar kalkúninum. Hver er lexían? Jú, það er varasamt að búast við því að framtíðin verði eins og fortíðin.

Bakþankar
Fréttamynd

Útvarpsreglur í netheimi

Eitt sinn voru jarðir manna taldar ná óendanlega langt upp og niður, frá himnum til heljar. Trjágrein sem óx inn á lóð mátti jarðeigandi höggva. Það sem hann gróf úr jörðu innan lóðarmarka mátti hann eiga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hundsúrar húsmæður

Börnum þykja feður sínir skemmtilegri en mæður sínar. Þetta er niðurstaða danskrar könnunar sem ég las um hér í blaðinu um daginn. Niðurstöðurnar komu mér ekki beinlínis á óvart. Þær eru í samræmi við það lífseiga lögmál að velferð fjölskyldulífsins sé á ábyrgð móðurinnar, og þá gömlu lummu að stúlkur séu ábyrgðarfullar og drengir þurfi þess ekki. Ég hef löngum öfundað stráka af frelsi hins ábyrgðarlausa og það súrnaði í mér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fá, skýr markmið

Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá OECD og fyrrverandi samningamaður í aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið, lýsti í Fréttablaðinu í gær þeirri nálgun sem finnsk stjórnvöld beittu í viðræðunum; að leggja mesta áherzlu á fá og skýr lykilatriði. Þessi aðferðafræði nýttist Finnum vel er samið var um ESB-aðild og hefur raunar gert það áfram; sem aðildarríki ESB hefur Finnland lagt áherzlu á fá en skýrt skilgreind hagsmunamál sín til að nýta vel krafta lítillar stjórnsýslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnarskrá fólksins

Það hafði ýmsa áþreifanlega kosti í för með sér og enga galla að bjóða fólkinu í landinu til samstarfs um samningu frumvarps Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Fyrir lá, að almenningur hafði hug á málinu, því að annars hefðu 522 frambjóðendur varla gefið kost á sér til setu á Stjórnlagaþingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svikin vara?

Ákvörðun hagfræðideildar Háskóla Íslands um að taka upp inntökupróf er skiljanleg og skynsamleg. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði í Fréttablaðinu í gær að of mikið væri um að til náms kæmu nemendur sem stæðust ekki þær kröfur sem gerðar væru. Hann segir að algengt sé að þriðjungur til helmingur skráðra nemenda sjáist aldrei í tímum og drjúgur hluti falli í lok fyrstu annar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Konur eru konum bestar

Snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf. Þetta eru yfirlýst efnistök skemmtiþáttar sem hefur á göngu sína á Skjá einum í næstu viku og ætlaður er konum. Hafa margar konur gagnrýnt stöðina fyrir að láta svo einstrengingslegar staðalhugmyndir um konur og hugðarefni þeirra liggja til grundvallar gerð dagskrár fyrir þær. Í umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið hefur klisjunum um þessar kvenréttindakonur kyngt niður eins og skæðadrífu. Tvennt ber þar hæst. Annars vegar hefur það þótt grafa undan gagnrýni kvennanna að sumar gangi þær með varalit og séu jafnvel „sætar“. Hins vegar hefur rökum þeirra verið mætt með einum óviðfelldnasta frasa íslenskrar tungu: „Konur eru konum verstar.“

Bakþankar
Fréttamynd

Reiðin

Reiðin er skrýtin skrúfa, sem bæði getur hert að og losað um tilfinningastreymi. Til eru þeir sem gefa sig henni á vald þegar hún bærir á sér. Aðrir hleypa henni ekki inn. Gera henni ekki svo hátt undir höfði. Hún nýtur reyndar þeirrar virðingar að vera tengd réttlætinu í vitund mannsins, sem styður sig við þá staðreynd þegar skapsmunir fara úr böndum. Þá er sem sagt verið að þjóna réttlætinu. Munnsöfnuður sem að jafnaði er ekki talinn vitna um gáfur og góða siði er tryggur fylgifiskur reiðinnar. Og geri einhver athugasemd við óheflað tungutak, er því svarað með þótta: "Ég var öskureiður, og ekki að ástæðulausu!" Reiðinni eru þannig gefin þau forréttindi, að ávirðingar, yfirgangur og jafnvel ofbeldi er án ábyrgðar, af því að viðkomandi gaf sig reiðinni á vald. Kaus það. Því að hvað sem hver segir, þá hefur maður alltaf val.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fiðrildaáhrif systralags

Fiðrildavika UN Women er nú haldin í annað sinn. Markmiðið er að vekja athygli á kjörum kvenna í fátækustu löndum heims. Um leið er þess farið á leit við Íslendinga að ganga í systralag með þessum konum með því að láta fé af hendi rakna til baráttunnar gegn ofbeldi og fátækt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn óbreytti heimur

Mikið hefur verið rætt og ritað um árás hryðjuverkamanna á skotmörk í Bandaríkjunum 11. september 2001. Skyldi engan undra; um hræðilega atburði var að ræða sem haft hafa mikil áhrif á heimsbyggðina. Nú, tíu árum síðar, er hins vegar grátlegast að líta yfir farinn veg og sjá þau tækifæri sem glatast hafa til að gera heiminn sem við öll búum í að betri stað. Þeim var fórnað á altari eigin hagsmuna, hefndarþorsta og gamaldags heimsmyndar. Leiðtoga heimsins skorti áræði og þor til að breyta til hins betra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðildarferlið og skynsemin

Á vefnum skynsemi.is er nú efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings því að Alþingi leggi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þar koma fram þrjár meginröksemdir fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Í fyrsta lagi að Evrópusambandið hafi breytzt frá því að sótt var um aðild og óvissa ríki um framtíð þess og myntbandalags Evrópu. Í öðru lagi sé umsóknin dýr og stjórnsýslan eigi fremur að beina kröftunum að "mun brýnni verkefnum“. Loks sýni skoðanakannanir yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu við aðild að ESB.

Fastir pennar
Fréttamynd

Angrið sem fylgir farangri

Í síðustu viku hélt ég til London og hafði með mér níðþunga ferðatösku. Hún hafði að geyma 30 eintök af örþunnri ljóðabók sem tóku furðumikið í. Ég ferðaðist með fargið í lest norður til Wales þar sem mér bauðst ákaflega spartanskt herbergi í ritlistarskóla. Á skólabókasafninu fékk ég lánaðar tvær bækur; A Room with a View eftir E.M. Forster og The Bloody Chamber eftir Angelu Carter. Þá síðarnefndu las ég en bók E.M. Forsters notaði ég til að drepa köngulærnar sem komið höfðu sér fyrir uppi í loftinu í herberginu mínu.

Bakþankar
Fréttamynd

11.09.2001

Snjöll þessi ábending hjá Chomsky: að rifja það upp að hinn ellefta september árið 1973 steyptu Bandaríkjamenn réttkjörnum forseta Chile, sósíalistanum Salvador Allende og leiddu til valda morðóða herforingja sem bjuggu í haginn fyrir taumlausa auðhyggju. Bandaríkjamenn voru á síðustu öld lávarðar heimsins og gerðu það sem þeim sýndist í krafti auðs og valda og þess ósigranlega náðarvalds sem þeir höfðu, og hafa sumpart enn, í menningarlegum efnum. En samt: ég man hvað mér varð mikið um þær fréttir fyrir tíu árum að ráðist hefði verið á Bandaríkin. Það hvarflaði aldrei að mér að þetta hefði verið slys. Ég hélt að það væri komið stríð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Karlar sem mata konur

Mögulega hef ég leitað á röngum stöðum, en mér sýnist við vera að ala upp heilu kynslóðirnar af konum sem kunna ekki að elda. Í gegnum tíðina hef ég þurft að leiða stúlkur að eldavélum, kynna þær fyrir þeim og fullvissa um að það sé ekkert að óttast. Ég hef hlotið standandi lófaklapp fyrir að sjóða pasta og séð aðdáun skína úr augum yngismeyjar eftir að ég hrærði egg, saltaði það og pipraði.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðhöfðinginn

Forseti Íslands hefur vakið athygli að undanförnu með yfirlýsingum í fjölmiðlum heima og erlendis. Mörgum finnst að það sem þjóðhöfðingi landsins hafi fram að færa sé allt með endemum. Svo eru þeir sem telja að hann sé sverð og skjöldur fámennrar þjóðar sem óvinveitt ríki hefðu knésett ef hans nyti ekki við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Helmingur óákveðinn

Innan við helmingur aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö treystir sér til þess að svara því hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Engu að síður er þráspurt í könnuninni til þess að reyna að ná fram svörum frá fleirum en þeim sem eru harðákveðnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nöturlegar tölur um HIV-smit fíkla

Aldrei hafa fleiri greinst með HIV-veiruna á Íslandi en í fyrra þegar 24 greindust. Sautján hafa greinst á þessu ári, þar af þrettán sprautufíklar. Hlutfall sprautufíkla í hópi HIV-greindra er hvergi hærra en hér á landi þar sem 55 af þeim 271 sem greinst hafa með HIV á 26 árum eru sprautufíklar, og hlutur þeirra hefur aldrei verið meiri en síðustu ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt verður gott í áfanga 2

Landspítalasvæðið og raunar borgin öll eru full af óbyggðum seinni tíma áföngum. Sjálf aðalbyggingin er einungis fyrsti áfangi í húsasamstæðu sem öll átti að vera í sama stíl. Húsgaflinn á Læknagarði ber það með sér að menn hafi bara tekið sér pásu, og ætli að klára á eftir. Vestan Suðurgötu stóð svo í mörg ár steyptur grunnur að óbyggðu húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda, uns möl var sturtað yfir hann og hann þannig nýttur undir bílastæði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þunglynd herðatré

Haustið er doppótt. Doppur eru skemmtilegar. Þær lífga upp á umhverfið og eru oft í skemmtilegum litum. Enska orðið yfir doppumynstur er „polka dot", mjög glaðlegt orð. Doppur eru gleði. Ég, viðskiptavinkonan sem hlýtur að eiga að kaupa doppóttu fötin, kaupi það. En á tískusýningunum þar sem doppurnar voru kynntar var gleðin sem fyrr fjarri góðum leiða.

Bakþankar
Fréttamynd

Kynlíf foreldra og áhugaleysi

Maki minn hefur næstum því algerlega misst áhugann á kynlífi. Er svona áhugaleysi tímabundið eða varanlegt? Henni þykir líkamsvessi minn tengdur kynlífi ógeðslegur og það hefur aukist með árunum. Er eðlilegt að konum þyki slíkt ógeðslegt? Hvað veldur?

Fastir pennar
Fréttamynd

Lítið framlag getur skipt sköpum

Þróunarsamvinna ber ávöxt er yfirskrift átaks sem stendur þessa viku á vegum frjálsra félagasamtaka sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Átakið er unnið í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og er markmið þess að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og um leið efla vitund um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tommi og Jenni úti á sjó

Vá, var ekki gaman að vera krakki og búa í svona litlum bæ úti á landi?“ Vinir mínir úr Reykjavík horfðu spenntir á mig þar sem við ókum niður á höfn á Akranesi. "Já, vera úr svona bæ en ekki bara einhverju hverfi!“ héldu þeir áfram með glampa í auga. "Þegar tveir úr svona bæ hittast verður til allt önnur tenging en þegar einhver rekst á annan úr öðru hverfi í Reykjavík og þeir byrja að spjalla. Já, frábært, ertu úr Grafarvoginum?“

Bakþankar