Svikin vara? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. september 2011 06:00 Ákvörðun hagfræðideildar Háskóla Íslands um að taka upp inntökupróf er skiljanleg og skynsamleg. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði í Fréttablaðinu í gær að of mikið væri um að til náms kæmu nemendur sem stæðust ekki þær kröfur sem gerðar væru. Hann segir að algengt sé að þriðjungur til helmingur skráðra nemenda sjáist aldrei í tímum og drjúgur hluti falli í lok fyrstu annar. Daði segir hafa verið rætt um aðrar lausnir, eins og að setja lágmarkseinkunn, en þá sé vandinn sá að stúdentspróf séu mismarktæk eftir því í hvaða skóla þau séu tekin. „Það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið,“ segir hann. Sennilega er þetta vandamál ýktara nú en oft áður vegna þess að ýmsir sem ekki ætluðu sér í háskólanám eftir stúdentspróf hafa engu að síður skráð sig í háskóla sökum þess að litla vinnu er að fá. En vandinn er til og hefur lengi verið opinbert leyndarmál; að fólk er einfaldlega mjög misvel undirbúið fyrir akademískt nám eftir því hvaða framhaldsskóla það hefur sótt. Framhaldsskólarnir búa að sjálfsögðu við mismunandi aðstæður. Þeir sem standa á gömlum merg geta fremur valið úr beztu nemendunum en þeir nýrri. Nemendur á svæðum þar sem menntun er mikil og tekjur háar standa sömuleiðis betur að vígi en aðrir, ekki sízt hvað varðar stuðning og hvatningu foreldra til náms. Það breytir ekki því að hvíti kollurinn á að merkja að fólk sé fært um að takast á hendur akademískt nám í háskóla. Í einhverjum tilvikum er stúdentsprófið svikin vara, því að það felur ekki í sér nægilegan undirbúning. Inntökupróf í háskóla eru einföld og réttlát leið til að koma í veg fyrir að nemendur sem ekki standast þær kröfur sem þar eru gerðar taki upp pláss og sói peningum skattgreiðenda með áralöngu gaufi. Þau leysa hins vegar alls ekki þann vanda að sums staðar sé stúdentsprófið ekki marktækt. Fyrsta skrefið í átt til lausnar á þeim vanda er að viðurkenna hann, mæla umfang hans og ræða hann. Mörgum finnst hins vegar að það megi ekki. Í fyrra gerði Háskóli Íslands könnun á meðal stúdenta þar sem fólk var beðið að meta sjálft hversu vel undirbúið það hefði komið í skólann. Að meðaltali sögðust um 70 prósent hafa verið vel undir námið búin en hlutfallið fór niður í 30 prósent meðal nemenda úr einstökum framhaldsskólum og upp undir 100 prósent hjá stúdentum úr öðrum skólum. Þessa könnun átti hvergi að birta fyrr en Fréttablaðið fékk niðurstöðurnar í hendur og sagði frá þeim. Í framhaldinu var ákveðið að kanna árangur stúdenta í HÍ og brottfall úr námi eftir því hvaða framhaldsskóla fólk sótti. Niðurstöðurnar á að sjálfsögðu að gera opinberar, enda eru þær marktækari en viðhorfskönnun á meðal nemenda. Slíkur samanburður, faglega unninn, á að vera sjálfsagðar upplýsingar fyrir nemendur og foreldra þegar tekin er ákvörðun um hvar sótt er um skólavist og sömuleiðis fyrir stjórnendur framhaldsskólanna til að þeir átti sig á hvar þeir standa. Slök útkoma á ekki að þurfa að vera neitt feimnismál, heldur þvert á móti hvatning til að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Ákvörðun hagfræðideildar Háskóla Íslands um að taka upp inntökupróf er skiljanleg og skynsamleg. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði í Fréttablaðinu í gær að of mikið væri um að til náms kæmu nemendur sem stæðust ekki þær kröfur sem gerðar væru. Hann segir að algengt sé að þriðjungur til helmingur skráðra nemenda sjáist aldrei í tímum og drjúgur hluti falli í lok fyrstu annar. Daði segir hafa verið rætt um aðrar lausnir, eins og að setja lágmarkseinkunn, en þá sé vandinn sá að stúdentspróf séu mismarktæk eftir því í hvaða skóla þau séu tekin. „Það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið,“ segir hann. Sennilega er þetta vandamál ýktara nú en oft áður vegna þess að ýmsir sem ekki ætluðu sér í háskólanám eftir stúdentspróf hafa engu að síður skráð sig í háskóla sökum þess að litla vinnu er að fá. En vandinn er til og hefur lengi verið opinbert leyndarmál; að fólk er einfaldlega mjög misvel undirbúið fyrir akademískt nám eftir því hvaða framhaldsskóla það hefur sótt. Framhaldsskólarnir búa að sjálfsögðu við mismunandi aðstæður. Þeir sem standa á gömlum merg geta fremur valið úr beztu nemendunum en þeir nýrri. Nemendur á svæðum þar sem menntun er mikil og tekjur háar standa sömuleiðis betur að vígi en aðrir, ekki sízt hvað varðar stuðning og hvatningu foreldra til náms. Það breytir ekki því að hvíti kollurinn á að merkja að fólk sé fært um að takast á hendur akademískt nám í háskóla. Í einhverjum tilvikum er stúdentsprófið svikin vara, því að það felur ekki í sér nægilegan undirbúning. Inntökupróf í háskóla eru einföld og réttlát leið til að koma í veg fyrir að nemendur sem ekki standast þær kröfur sem þar eru gerðar taki upp pláss og sói peningum skattgreiðenda með áralöngu gaufi. Þau leysa hins vegar alls ekki þann vanda að sums staðar sé stúdentsprófið ekki marktækt. Fyrsta skrefið í átt til lausnar á þeim vanda er að viðurkenna hann, mæla umfang hans og ræða hann. Mörgum finnst hins vegar að það megi ekki. Í fyrra gerði Háskóli Íslands könnun á meðal stúdenta þar sem fólk var beðið að meta sjálft hversu vel undirbúið það hefði komið í skólann. Að meðaltali sögðust um 70 prósent hafa verið vel undir námið búin en hlutfallið fór niður í 30 prósent meðal nemenda úr einstökum framhaldsskólum og upp undir 100 prósent hjá stúdentum úr öðrum skólum. Þessa könnun átti hvergi að birta fyrr en Fréttablaðið fékk niðurstöðurnar í hendur og sagði frá þeim. Í framhaldinu var ákveðið að kanna árangur stúdenta í HÍ og brottfall úr námi eftir því hvaða framhaldsskóla fólk sótti. Niðurstöðurnar á að sjálfsögðu að gera opinberar, enda eru þær marktækari en viðhorfskönnun á meðal nemenda. Slíkur samanburður, faglega unninn, á að vera sjálfsagðar upplýsingar fyrir nemendur og foreldra þegar tekin er ákvörðun um hvar sótt er um skólavist og sömuleiðis fyrir stjórnendur framhaldsskólanna til að þeir átti sig á hvar þeir standa. Slök útkoma á ekki að þurfa að vera neitt feimnismál, heldur þvert á móti hvatning til að gera betur.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun