Ekki láta tabúin þvælast fyrir Bandaríski varnar- og öryggismálasérfræðingurinn Robert C. Nurick sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ráðleggja íslenzkum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherzlu á samstarf á norðurslóðum. Það rökstyður Nurick með því að mikilvægi norðurslóða fari vaxandi á næstu árum og að vegna staðsetningar sinnar verði Ísland í lykilstöðu í þeirri þróun. Héðan sé auðvelt að fylgjast með skipaumferð á stóru hafsvæði. Fastir pennar 1. maí 2012 10:29
Verkefni nr. eitt Málefni lögreglunnar hafa verið talsvert í deiglunni að undanförnu. Ályktun Landssambands lögreglumanna á þingi þess um síðustu helgi vakti athygli, en þar var lagt til að lögreglan í núverandi mynd yrði lögð niður. Fastir pennar 30. apríl 2012 09:00
Hættu að nauðga! Konur þurfa að fylgja ákveðnum reglum í okkar samfélagi. Þær eiga ekki að vera í of stuttum pilsum, þær eiga ekki að vera of drukknar, og þær eiga ekki að vera einar á fáförnum stöðum. Nýverið bættist við ný regla: Konur eiga ekki að leggja bílnum sínum langt frá innganginum í bílastæðahúsum. Bakþankar 30. apríl 2012 08:00
Útlendingurinn mótstæðilegi Þegar ég horfði á 79 af Stöðinni um daginn fór ég að hugsa um Ísland og Ameríku, Ísland og nútímann – Ísland í heiminum og þetta allt saman. Upphaf alls ófarnaðar í myndinni er ástarsamband Gógóar við Kanann, sem hún getur ekki hætt að hitta þótt hún eigi kost á myndarlegum, heiðarlegum, blíðlyndum – já yndislegum – íslenskum karlmanni: þetta var íslenskum karlmönnum gersamlega óskiljanleg ráðgáta: hvað dregur þær að þessum Könum þegar þær eiga kost á mér? Fastir pennar 30. apríl 2012 08:00
Mikilvægi dótakassans Ég fór í vettvangsferð í vikunni. Markmiðið var að kanna vöruúrvalið og þjónustuna í kynlífstækjaverslunum. Kynlífstæki eru ekki eingöngu leikföng unga fólksins sem horfir á klám, því tækin geta aðstoðað þá sem aldrei hafa fengið fullnægingu og einnig þeim sem geta ekki fullnægt sér sjálfir, t.d. vegna fötlunar eða sjúkdóma. Í góðum dótakassa má því finna mikla hagræðingu með því að upplifa fullnægingu og í því að stytta fullnægingartíma, enda er það meðal annars ástæða þess að tólin voru fundin upp fyrir aldamót seinustu aldar. Fastir pennar 28. apríl 2012 21:00
Helgi og Helgi Helgi Magnússon fjárfestir, og Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hafa báðir notið góðs af uppgangi Marels undanfarið. Markaðsvirði þess fyrirtækis hefur aukist um tæp 300 prósent frá því fjármálakerfið hrundi og krónan með. Fastir pennar 28. apríl 2012 14:35
Excel-samfélagið Það fólk er til sem finnst ekkert fallegra en vel upp sett excel-skjal. Að tölur sem rétt er raðað upp í dálka fangi alla kima mannlífsins. Ef einungis debet- og kreditdálkar stangast á sé allt gott. Þetta er gott og blessað, en lífið er örlítið flóknara en svo. Excel getur verið hið besta forrit til að reikna og raða, en þar rúmast ekki mannlegir þættir. Bakþankar 28. apríl 2012 06:00
Kjarkur og gleði Kjör Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups Íslands markar tímamót í sögu íslenzku kirkjunnar. Í næstum því þúsund ár, allt frá árinu 1056, hafa eintómir karlar setið biskupsstólana á Hólum, í Skálholti og Reykjavík. Innan við fjörutíu ár eru síðan fyrsta konan tók prestsvígslu, sem þá var umdeild ráðstöfun. Fastir pennar 28. apríl 2012 06:00
Pólitískir ákærendur fá á baukinn Geir Haarde þurfti ekki að vera ósáttur við niðurstöðu Landsdóms. Satt best að segja gat hann verið mjög ánægður. En hann hafði ekki tilefni til að vera hæstánægður. Fastir pennar 28. apríl 2012 06:00
Öryggi á þjóðvegi númer 1 Okkur er öllum umhugað um umferðaröryggi á vegum landsins og hafa átt sér stað miklar framfarir á síðastliðnum árum hvað snertir merkingar, vegrið og einbreiðum brúm hefur fækkað svo dæmi séu tekin. Þá hefur áróður Umferðarstofu gegn hraðakstri og áfengis eða vímuefnanotkun í akstri, notkun bílbelta og aukið eftirlit lögreglu sem hluti af markvissri umferðaröryggisáætlun skilað árangri. Fastir pennar 28. apríl 2012 06:00
Landsdómur sögunnar Pólitísk réttarhöld tíðkast því miður víða. Fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, Júlía Týmosjenko, situr í fangelsi fyrir að hafa gert vondan gassamning við Rússa. Staðan í Hvíta-Rússlandi er jafnvel verri. En þar í landi enda pólitísk réttarhöld ekki með því að sakborningar fá að fara heim, eftir að hafa verið sýknaðir af langstærstum hluta ákæruatriðanna og ríkið hefur greitt þeim málsvarnarkostnaðinn. Þar með er ekki sagt að um dóm Landsdóms megi ekki deila, eða mótmæla því að hann sé oftúlkaður. Eftirfarandi setning úr dómsorðinu, kristallar það sem dæmt er fyrir. Fastir pennar 27. apríl 2012 06:00
Nám er nauðsyn Brottfall nemenda úr framhaldsskólum er meira hér á landi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Einhver teikn munu vissulega vera um að þróunin sé heldur í rétta átt en hitt en engu að síður er staðan ekki viðunandi. Fastir pennar 27. apríl 2012 06:00
Hundurinn inni, makinn úti Heimasíða hótelsins lofaði hlýjum móttökum, framúrskarandi þjónustu, ljúffengum mat og mjúkum rúmum. Steven Preddy lét því slag standa og bókaði rómantískan helgarpakka fyrir sig og makann. Töskunum var skellt í skottið, hundinum í aftursætið og svo var ekið af stað. Helgin fór þó öðruvísi en á horfðist. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fengu ekki allir jafnhlýjar móttökur á Chymorvah-hótelinu í Cornwall á Englandi. Hundurinn var jú velkominn. Makinn var það hins vegar ekki. Bakþankar 27. apríl 2012 06:00
Traustið Ákvörðun 33 þingmanna um að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er ein merkilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið á Alþingi. Um hana, aðdragandann og eftirleikinn verða skrifaðar bækur. Bakþankar 26. apríl 2012 06:00
Af stjórnmálamenningarástandi Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sitt grundvallarhlutverk. Fastir pennar 26. apríl 2012 06:00
Vaðlaheiðarvegavinnuvarnaðarorð Þingmenn ræða á næstu dögum frumvarp Oddnýjar Harðardóttur fjármálaráðherra þar sem hún fer fram á heimild Alþingis til að lána Vaðlaheiðargöngum hf. 8,7 milljarða króna af peningum skattgreiðenda. Fastir pennar 25. apríl 2012 06:00
Þessi kvennastörf Næsti forseti Íslands gæti orðið kona og næsti biskup Íslands gæti orðið kona, á sama tíma og forsætisráðherra landsins er kona og forseti Alþingis er kona. Það er svo sem ekki víst, enn á eftir að kjósa um embættin og stólaskipti geta víst orðið innan veggja Alþingis eins og hendi sé veifað, en kannski! Ég hefði gaman af því, remban sem ég er. Bakþankar 25. apríl 2012 06:00
Ríkið fer „all in“ Eitt af því sem olli miklum breytingum í íslenskum húsnæðislánamarkaði, sem að lokum kallaði fjárhagslegar hörmungar yfir tugþúsundir heimila, var of mikil skuldsetning við kaup eða byggingu fasteigna. Þannig hófu bankarnir árið 2004 að veita 100 prósent verðtryggð húsnæðislán, þrátt fyrir afar slæma verðbólgusögu íslenska hagkerfisins. Til þess að gera langa sögu stutta þá leiddu þessar lánveitingar marga í skuldafen sem erfitt er að komast upp úr. Fastir pennar 24. apríl 2012 09:52
Hlauptu drengur, hlauptu! Mér er minnisstæð þessi bók sem ég las sem unglingur eftir höfundana Nicky Cruz og James Buckingham þar sem fjallað er um sanna sögu af táningsstráknum Nicky á götum New York borgar sem snýr af glæpabraut og villum vegar til betra lífs. Titillinn er stílfærður og vísar í flótta viðkomandi frá átökum, eiturlyfjafíkn og volæði. Fastir pennar 24. apríl 2012 06:00
Fædd lítil mús Um málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er óhætt að segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðzt lítil mús. Fastir pennar 24. apríl 2012 06:00
Þankagangsgildrur Flestir standa í þeirri trú um sjálfa sig að þeir séu rökvísir einstaklingar. Þeir taki ákvarðanir að vandlega íhuguðu máli og að teknu tilliti til mikilvægustu röksemda. Þá hafi ómerkileg, yfirborðskennd smáatriði ekki teljandi áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvað þá líðan. Því er verr að rannsóknir í atferlissálfræði síðustu áratugi hafa grafið allverulega undan þessari sjálfsmynd. Heilinn er magnað fyrirbæri og vissulega fær um djúpa, rökræna hugsun en hann reynist einnig vera viðkvæmur fyrir truflunum og gjarn á að falla í gildrur. Bakþankar 24. apríl 2012 06:00
Grænn apríl, maí, júní, júlí... Menn sem byggt hafa þau ríki jarðar sem kölluð eru þróuð síðustu áratugi hafa tekið margfalt meiri toll af gæðum jarðar en bæði forfeður þeirra og -mæður og íbúar annarra hluta jarðarinnar. Fastir pennar 23. apríl 2012 11:00
Magnús lítilláti Scheving Mikið óskaplega er Magnús Scheving lítillátur maður. Reyndar hefur hann verið afar iðinn við að færa heiminn í sanninn um að hann geti farið í flikk, flakk og heljarstökk en hann þegir yfir því sem allir myndu vilja monta sig af. Bakþankar 23. apríl 2012 07:00
Barlómur RE Formaður samtaka afskriftaframleiðenda segir að verði kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar að veruleika í núverandi mynd muni rigna blóði af himnum og engisprettufaraldur eyða landinu. Framkvæmdastjóri Aflandseyjavinnslunnar segir dökkar horfur framundan ef kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt óbreytt; hann segist sjá dýr stíga upp af hafinu, það hafi tíu horn og sjö höfuð … Fastir pennar 23. apríl 2012 07:00
Fitnessþrælarnir Tugir bronslitaðra, prótínþandra og kolvetnissveltra kroppa stigu á svið á dögunum og kepptu um Íslandsmeistaratitil í fitness. Þrátt fyrir ótvíræða líkamlega möguleika fólksins í ýmsum íþróttum, þá snerist þessi keppni um hver leit best út samkvæmt fyrirfram tilgreindum anatómískum stöðlum. Bakþankar 21. apríl 2012 11:00
Nú ráða "kommúnistar“ of litlu! Sumarið 1982 létu þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal af stuðningi við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Ástæðan var efnahagssamvinnusamningur við Sovétríkin sem þeir töldu sýna að "kommúnistar“ réðu of miklu í stjórninni. Röksemd þeirra naut öflugs stuðnings Morgunblaðsins. Fastir pennar 21. apríl 2012 06:00
Meiri hagsmunir víkja fyrir minni Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fallið skuli frá áætlunum um styttingu hringvegarins á Norðurlandi vestra og með því fallist á sjónarmið samtaka sveitarfélaga þar. Breytt lega hringvegarins hefði falið í sér að ekki væri farið í gegn um Blönduós og Varmahlíð. Fastir pennar 21. apríl 2012 06:00
Danskan víkur Það hefur lengi verið hluti norrænnar samvinnu að Skandinavar hafa þóst skilja tungumál hver annars. Líklegast hefur þetta þó minnkað undanfarin ár, nú skilja færri. Og færri þykjast skilja og þykjast tala önnur norræn mál. Fyrir vikið er enskan æ oftar notuð sem samskiptamál á Norðurlöndum. Þetta er ekki einsdæmi. Svipað virðist vera að gerast í Sviss. Fastir pennar 20. apríl 2012 08:00
Öfgar stela umræðu Það er tískufyrirbrigði að tala niður kosti Íslands og láta líkt og hér sé vart búandi. En auðvitað er margt sem er eftirsóknarvert við Ísland. Hér er eitt besta velferðarkerfi í heimi, andrúmsloftið er hreint og öryggi meira en þekkist víðast hvar annars staðar. Hér ríkir mikið frjálslyndi, virðing fyrir mannréttindum og jafnrétti. Og hér eru auðvitað náttúruauðlindir á borð við fisk, orku og náttúru sem tryggja þjóðinni efnahagslega fótfestu. Fastir pennar 20. apríl 2012 08:00
Sagan í sorpinu Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu. Bakþankar 20. apríl 2012 08:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun