Nú ráða "kommúnistar“ of litlu! Þorsteinn Pálsson skrifar 21. apríl 2012 06:00 Sumarið 1982 létu þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal af stuðningi við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Ástæðan var efnahagssamvinnusamningur við Sovétríkin sem þeir töldu sýna að „kommúnistar" réðu of miklu í stjórninni. Röksemd þeirra naut öflugs stuðnings Morgunblaðsins. Hjörleifur Guttormsson var einn áhrifaríkasti ráðherrann á þessum tíma. Nú er hann eins og þá virkur móthaldsmaður frekari Evrópusamvinnu í þeim armi VG sem krefst uppgjörs í stjórnarsamstarfinu og viðræðuslita við Evrópusambandið. Síðasta tilefnið er sú ákvörðun framkvæmdastjórnar að nýta réttarfarsheimildir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri fyrir EFTA-dómstólnum. Andstaðan við Evrópusambandið nýtur jafn öflugs stuðnings Morgunblaðsins nú eins og móthaldið gegn efnahagssamvinnu við Sovétríkin fyrir þrjátíu árum. Þá fannst mönnum að „kommúnistar" réðu of miklu í utanríkismálum. Nú þykja sömu menn ráða of litlu um þau mál í stjórnarsamstarfinu. Ekki er ljóst hvort þessi málefnalega rökleysa hefur áhrif á stjórnina. En dæmin sýna að veikar ríkisstjórnir þola illa dragsúg af þessu tagi. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens fór hins vegar ekki frá fyrr en tæpu ári eftir að leiknum var lokið. Núverandi ríkisstjórn var í pólitískri sjálfheldu fyrir. Hún kýs fremur að sitja þar en að brjótast út úr vítahringnum með því að efna til kosninga.Ríkisstjórnir lamast en málin lifa Sagan segir að pólitískar æfingar eins og þessar geti lamað ríkisstjórnir. Hitt er annað að þau málefni sem deilt er um standa slík veður gjarnan af sér. Þannig sá ný ríkisstjórn sem mynduð var 1983 enga ástæðu til að rifta samningnum við Sovétríkin. Hagsmunir þjóðarinnar voru að skipta um ríkisstjórn en ekki að þrengja efnahagssamvinnuna. Sama á við nú. Þó að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komi sjónarmiðum sínum að í máli eftirlitsstofnunar Íslands, Noregs og Liechtenstein gegn Íslandi breytir það engu um að niðurstaða málsins veltur á dómi um réttarreglur en ekki á hnefarétti. Það er einmitt í þessu sem styrkur smáþjóða í alþjóðasamstarfi er fólginn. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er í stöðugum málarekstri við aðildarþjóðirnar. Það er háttur siðaðra manna þegar leysa þarf réttarágreining. Þess vegna er Evrópusamvinnan til. Að sönnu er ekki sjálfgefið að smáþjóðir vinni öll mál fyrir dómstólum. Stundum er því hyggilegra að semja. Einmitt það sjónarmið réði mestu um að ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn sameinuðust um síðustu úgáfu af Icesave-samningnum. Þessi breiði meirihluti á Alþingi taldi hagsmuni Íslands betur varða í tvíhliða samningi við Breta og Hollendinga. Á hitt borðið réru forseti Íslands, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, vinstri vængur VG og minnihluti þingflokks sjálfstæðismanna. Þau höfðu forystu um að það samkomulag var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú ákvörðun opnaði fyrir aðkomu Evrópusambandsins. Það var skýrt og vel upplýst val. Þeir sem beittu sér fyrir þeim málalokum geta ekki hneykslast nú á þeirri stöðu sem málið er í. Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í. Þjóðaratkvæðagreiðslan leysti ekki Icesave-deiluna. Hún flutti hana aðeins úr farvegi tvíhliða samninga og opnaði þar með leiðina að EFTA-dómstólnum.Valið skýrist á dómsdegi Evrópusambandið leggur fullan þunga á lögfræðileg sjónarmið sín í málinu. Það er sannarlega áhyggjuefni. En eftir að þjóðin hafnaði tvíhliða samningum er fráleitt að þetta réttarfarsúrræði gefi tilefni til úrsagnar úr EES eða viðræðuslita við Evrópusambandið. Ekkert jafnvægi væri í slíkum viðbrögðum. Eðlilega eru skiptar skoðanir um hugsanlega Evrópusambandsaðild. Eftir sem áður á fólkið í landinu rétt á að meta hverjir framtíðarhagsmunir Íslands eru í því alþjóða samstarfi. Sá réttur verður ekki frá því tekinn með útúrsnúningum. Staða Íslands í samfélagi þjóðanna helgast af langtímasjónarmiðum. Sú þjóð er ekki tekin alvarlega sem lætur slíkt heimatilbúið moldviðri snúa stefnu landsins í hring. Það væri beinlínis andstætt íslenskum hagsmunum að útiloka aðildarkostinn af þessu tilefni. Ef það væru rétt rök að ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ætti að hafa áhrif á aðildarviðræðurnar ætti hún öllu frekar að hafa áhrif á veru Íslands í EES. Málið snýst nefnilega um stofnanir þess samnings og sameiginlegt regluverk þeirra þjóða sem eiga aðild að honum. Eins og málum er komið sjá menn ekki fyrr en á dómsdegi hvor kosturinn var betri: Samningurinn sem var hafnað eða dómurinn sem það val leiddi til? Þá má rífast um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Sumarið 1982 létu þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal af stuðningi við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Ástæðan var efnahagssamvinnusamningur við Sovétríkin sem þeir töldu sýna að „kommúnistar" réðu of miklu í stjórninni. Röksemd þeirra naut öflugs stuðnings Morgunblaðsins. Hjörleifur Guttormsson var einn áhrifaríkasti ráðherrann á þessum tíma. Nú er hann eins og þá virkur móthaldsmaður frekari Evrópusamvinnu í þeim armi VG sem krefst uppgjörs í stjórnarsamstarfinu og viðræðuslita við Evrópusambandið. Síðasta tilefnið er sú ákvörðun framkvæmdastjórnar að nýta réttarfarsheimildir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri fyrir EFTA-dómstólnum. Andstaðan við Evrópusambandið nýtur jafn öflugs stuðnings Morgunblaðsins nú eins og móthaldið gegn efnahagssamvinnu við Sovétríkin fyrir þrjátíu árum. Þá fannst mönnum að „kommúnistar" réðu of miklu í utanríkismálum. Nú þykja sömu menn ráða of litlu um þau mál í stjórnarsamstarfinu. Ekki er ljóst hvort þessi málefnalega rökleysa hefur áhrif á stjórnina. En dæmin sýna að veikar ríkisstjórnir þola illa dragsúg af þessu tagi. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens fór hins vegar ekki frá fyrr en tæpu ári eftir að leiknum var lokið. Núverandi ríkisstjórn var í pólitískri sjálfheldu fyrir. Hún kýs fremur að sitja þar en að brjótast út úr vítahringnum með því að efna til kosninga.Ríkisstjórnir lamast en málin lifa Sagan segir að pólitískar æfingar eins og þessar geti lamað ríkisstjórnir. Hitt er annað að þau málefni sem deilt er um standa slík veður gjarnan af sér. Þannig sá ný ríkisstjórn sem mynduð var 1983 enga ástæðu til að rifta samningnum við Sovétríkin. Hagsmunir þjóðarinnar voru að skipta um ríkisstjórn en ekki að þrengja efnahagssamvinnuna. Sama á við nú. Þó að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komi sjónarmiðum sínum að í máli eftirlitsstofnunar Íslands, Noregs og Liechtenstein gegn Íslandi breytir það engu um að niðurstaða málsins veltur á dómi um réttarreglur en ekki á hnefarétti. Það er einmitt í þessu sem styrkur smáþjóða í alþjóðasamstarfi er fólginn. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er í stöðugum málarekstri við aðildarþjóðirnar. Það er háttur siðaðra manna þegar leysa þarf réttarágreining. Þess vegna er Evrópusamvinnan til. Að sönnu er ekki sjálfgefið að smáþjóðir vinni öll mál fyrir dómstólum. Stundum er því hyggilegra að semja. Einmitt það sjónarmið réði mestu um að ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn sameinuðust um síðustu úgáfu af Icesave-samningnum. Þessi breiði meirihluti á Alþingi taldi hagsmuni Íslands betur varða í tvíhliða samningi við Breta og Hollendinga. Á hitt borðið réru forseti Íslands, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, vinstri vængur VG og minnihluti þingflokks sjálfstæðismanna. Þau höfðu forystu um að það samkomulag var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú ákvörðun opnaði fyrir aðkomu Evrópusambandsins. Það var skýrt og vel upplýst val. Þeir sem beittu sér fyrir þeim málalokum geta ekki hneykslast nú á þeirri stöðu sem málið er í. Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í. Þjóðaratkvæðagreiðslan leysti ekki Icesave-deiluna. Hún flutti hana aðeins úr farvegi tvíhliða samninga og opnaði þar með leiðina að EFTA-dómstólnum.Valið skýrist á dómsdegi Evrópusambandið leggur fullan þunga á lögfræðileg sjónarmið sín í málinu. Það er sannarlega áhyggjuefni. En eftir að þjóðin hafnaði tvíhliða samningum er fráleitt að þetta réttarfarsúrræði gefi tilefni til úrsagnar úr EES eða viðræðuslita við Evrópusambandið. Ekkert jafnvægi væri í slíkum viðbrögðum. Eðlilega eru skiptar skoðanir um hugsanlega Evrópusambandsaðild. Eftir sem áður á fólkið í landinu rétt á að meta hverjir framtíðarhagsmunir Íslands eru í því alþjóða samstarfi. Sá réttur verður ekki frá því tekinn með útúrsnúningum. Staða Íslands í samfélagi þjóðanna helgast af langtímasjónarmiðum. Sú þjóð er ekki tekin alvarlega sem lætur slíkt heimatilbúið moldviðri snúa stefnu landsins í hring. Það væri beinlínis andstætt íslenskum hagsmunum að útiloka aðildarkostinn af þessu tilefni. Ef það væru rétt rök að ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ætti að hafa áhrif á aðildarviðræðurnar ætti hún öllu frekar að hafa áhrif á veru Íslands í EES. Málið snýst nefnilega um stofnanir þess samnings og sameiginlegt regluverk þeirra þjóða sem eiga aðild að honum. Eins og málum er komið sjá menn ekki fyrr en á dómsdegi hvor kosturinn var betri: Samningurinn sem var hafnað eða dómurinn sem það val leiddi til? Þá má rífast um það.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun