Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Áramótaheit og vanahegðun

Nú þegar árið er að renna sitt skeið eru margir sem horfa til baka og minnast atburða þess, annálar fylla blöðin og sjónvarpsstöðvar keppast um að taka saman það helsta, sem er gott og blessað. Við lesum stjörnuspár og Völvuna til að fá upplýsingar um það hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Þetta er skemmtilegur tími og fjölskyldur verja honum alla jafna saman, við sprengjum nýja árið inn og gefum út áramótaheitin sem vonandi sem flestir ná að standa við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öryggisfangelsi?

Sagan af fanganum sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni nokkrum dögum fyrir jól fékk farsælan endi á aðfangadagsmorgun. Hún hlýtur engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um hvernig gæzlu hættulegra brotamanna er háttað á stað sem á að heita eina öryggisfangelsi landsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ári síðar

Á þessum stað fyrir einu ári voru Íslendingar boðnir velkomnir í bóluna. Þar var því haldið fram að þar sem nóg væri til af peningum á Íslandi, læstum inni í gjaldeyrishöftum, sem þrá að leita í betri ávöxtun yrði eftirspurn eftir fjárfestingum meiri en framboðið. Orðrétt sagði að ?afleiðingin er sú að þrýstingur sem skapast vegna skorts á fjárfestingatækifærum hækkar einn og sér virði eignanna. Undirliggjandi verðmæti þeirra hættir að skipta máli?.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innlendir vendipunktar 2012: „Sá heimskulegi vani“

Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólaandinn í flóðunum

Paddington-brautarstöðin í London daginn fyrir Þorláksmessu. Mannmergðin er gríðarleg og fólk þýtur fram og aftur með tryllingsglampa í augum í leit að réttum brautarpalli, réttri lest, réttu sæti. Ég bíð óralengi eftir að komast í miðasjálfsala, kaupi miða til Exeter, finn brautarpall lestarinnar á upplýsingatöflunni og byrja að rölta í áttina. Það eru tíu mínútur í brottför og engin ástæða til að vera með æsing.

Bakþankar
Fréttamynd

Hægri grænir er flokkur fólksins

Einstaklings og atvinnufrelsi – frelsisstefna eru einkunnarorð og grunnstef Hægri grænna, flokks fólksins. (HG). Flokkurinn er grænn borgaraflokkur. HG er flokkur tíðarandans, raunsæisstjórnmála og er umbótasinnaður endurreisnarflokkur. HG er landsmálaflokkur og ætlar ekki að taka þátt í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Plan A

Nefnd fulltrúa allra þingflokka, sem stofnuð var til að skoða leiðir að afnámi gjaldeyrishaftanna, skrifaði formönnum stjórnmálaflokkanna bréf fyrir jól. Þar er lagt til að svokallað sólarlagsákvæði í núverandi lögum, um að höftin renni út í lok næsta árs, verði fellt úr gildi og afnám haftanna fremur bundið efnahagslegum skilyrðum sem þurfi að vera fyrir hendi. Nefndin er sömuleiðis á því að ekki sé ráðlegt að samþykkja nauðasamninga Glitnis og Kaupþings nema fyrir liggi heildræn stefna um afnám haftanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrun já-mannsins

Í bók sem reynsluboltinn Lee Iacocca (fæddur 1924) gaf út árið 2007, sem nefnist Hvað varð um alla leiðtogana?(Where Have all the Leaders Gone) kemur fram hvöss gagnrýni á George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sem var umtöluð lengi á eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólin þín byrja

Í IKEA, segir sænski smásölurisinn. Einhvern tímann í lok október. Og hefur eitthvað til síns máls. Innkaup á jólaglingri og gjöfum með einkennilegum sænskum nöfnum eru partur af jólatilstandinu sem okkur finnst ómissandi. Þegar einhverjir vitleysingar kveikja í risastóru geitinni fyrir utan vitum við svo að hátíðin er virkilega farin að nálgast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég elska þig

Hvað verður í pakkanum þínum, já, öllum pökkum kvöldsins? Verða einhverjar skyldugjafir – án hjartahlýju? Færðu kannski pakka sem kosta lítið en snerta þig þó samt djúpt af því þeir tjá ást? Pakkar eru mismunandi og gildi þeirra líka.

Bakþankar
Fréttamynd

Úrræðin eru til

Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að bandarísk stjórnvöld teldu öryggi hafnarsvæða hér á landi ábótavant og krefðust úrbóta. Þau teldu óviðunandi að fámennur hópur manna, sem farið hafa fram á hæli á Íslandi, kæmist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér á leið til Bandaríkjanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að grípa gæsina

Jón Bjarnason hefur myndað meirihluta í utanríkisnefnd Alþingis með leiðtogum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það merkilega við þá tillögu er að hún segir meiri sögu um innanlandspólitíkina en utanríkisstefnuna. Hún varpar ljósi á ríkisstjórn sem hefur ekki vald á þeim hlutum sem hún vélar um.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ljótasta jólatréð

Jólin eru samsett úr hefðum og venjum. Jólin mín voru nánast óbreytt frá tveggja til tuttugu og níu ára aldurs, heima hjá mömmu og pabba með systur minni og fjölskyldu hennar.

Bakþankar
Fréttamynd

Virðing fyrir næstu kynslóð

Ein af frumskyldum þeirra sem byggja jörðina hverju sinni er að skila henni áfram til niðja sinna í jafngóðu ástandi og við henni var tekið, þ.e. að nýting á gæðum jarðar hverju sinni dragi ekki úr möguleikum þeirra sem landið erfa á að nýta og nota.

Fastir pennar
Fréttamynd

Faðmaðu hvolp

Ef þú ert að lesa þessi orð þýðir það að heimurinn fórst ekki í nótt. Það er ágætt – margir eru langt komnir með jólaundirbúninginn og það er ekki heldur búið að afgreiða rammaáætlun á Alþingi. Það væri synd ef ragnarök spilltu því góða máli. Kannski trúðu ekki margir þessum heimsendaspám en við hljótum samt að geta notað tækifærið til að gleðjast yfir því að framhald verði á jarðvist okkar um sinn og jafnvel endurmetið okkur aðeins í leiðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Í dóm

Ég var kallaður til sem vitni í dómsmáli nú nýverið. Uppi var einhver ágreiningur milli manna og talið að ég kynni mögulega að varpa ljósi á afmarkaðan þátt sem hugsanlega auðveldaði dómaranum að gera sér atvik ljós og kveða upp sinn dóm.

Bakþankar
Fréttamynd

Ímyndað skuldafangelsi

Að undanförnu hafa fjölmiðlar greint frá samantekt Jóns Ævars Pálmasonar verkfræðings, um að fólk sem er fætt á árunum 1970 til 1989 (23-42 ára), skuldi 81,7 milljörðum króna meira en það á. Hávær minnihluti fór af hjörunum og sagði stöðuna ótrúlega. Við þyrfti að bregðast með almennum aðgerðum til að leiðrétta þetta hróplega óréttlæti. Frelsa þyrfti þennan hóp, sem á að byggja upp framtíðarþjóðfélagið, úr skuldafangelsinu. En er þessi staða óeðlileg? Nei, það er hún alls ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Poki og Íslandssagan

Fyrst ætlaði ég að byrja við ártalið þúsund en hikaði. Trúmál eru alltaf viðkvæm, svo að kristnitakan gerði mig afhuga þeirri hugmynd. Leifur var reyndar að leita fyrir sér í vestrinu en hví að rifja upp stór mistök?

Bakþankar
Fréttamynd

Tvöfaldur trúnaðarbrestur

Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandið (ASÍ) ræða nú saman um forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hvort til greina komi að segja þeim upp í janúar, eins og heimilt er að gera. Fyrir liggur að ýmsar forsendur kjarasamninganna hafa ekki staðizt. Kaupmáttur hefur aukizt lítillega en forsendur um verðbólgu, gengi krónunnar og fjárfestingar í atvinnulífinu hafa ekki haldið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólabón til Jóns Gnarr

Jón Gnarr borgarstjóri ritaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína um helgina þar sem hann lýsir andúð sinni á fordómum í garð samkynhneigðra. "Við ættum að hætta að líta á homma-fóbíu sem fóbíu. Er til eitthvað sem heitir svertingja-fóbía? Nei, það kallast rasismi ... Hommafóbía er ekki ótti heldur hatur. Sá sem haldinn er homma-fóbíu er ekki fórnarlambið heldur gerandinn."

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei í leikjum

Íslenskir stjórnmálamenn mættu taka Angelu Merkel kanslara Þýskalands sér til fyrirmyndar, en þeir eru flestir miklu uppteknari af ásýnd en langtímalausnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Listin að gera sig að fífli

Ég mætti auðvitað í skólann, sex ára gömul, því ég vissi að það var það sem allir gerðu. En ég var hrædd, alveg dauðhrædd. Fyrstu tuttugu ár lífs míns einkenndust af tvennu: Feimni og óöryggi. Ég roðnaði og stamaði þegar ég átti að lesa upphátt fyrir bekkinn. Ekki því ég gæti illa lesið heldur því þá beindist athyglin að mér. Og það var vont. Ég vildi vera ósýnileg.

Bakþankar
Fréttamynd

Bráðdrepandi byssumenning

Fjöldamorðin í Sandy Hook í Newtown í Bandaríkjunum á föstudag, þar sem tuttugu lítil börn og sex fullorðnir létu lífið, gætu orðið vendipunktur í umræðum um byssueign vestra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Liðleskjur og aumingjar!

Um hátíðir minnumst við hinna látnu, ástvina og maka, fjölskyldumeðlima og vina. Heimsókn í kirkjugarðinn tilheyrir hátíðunum og það eru tregafull spor á stundum að ganga að leiði ástvinar. Það að missa einhvern náinn er sár sem aldrei grær að fullu, sérstaklega þegar sá sem frá hverfur er í blóma lífsins. Hvert okkar tekst á við slíkt á sinn eigin hátt, minningarnar eru margar og tilfinningarnar geta verið miklar, sveiflast mikið og varað lengi. Því þykir okkur flestum ákveðin huggun í því að votta hinum látnu virðingu okkar með heimsókn til þeirra og jafnvel kveikja á kerti og leggja niður skreytingu til marks um það að viðkomandi var hluti af lífi okkar sem við munum ekki gleyma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar eru þær?

Það kom mér á óvart um daginn, þegar ég var að skoða heimasíðu leikhússins í Gautaborg (www.stadsteatern.goteborg.se), hve sýnilegar leikkonurnar eru á síðunni. Kannski sérstaklega þær sem náð hafa 50 ára aldri. Aldri þar sem konur í mörgum öðrum leikhúsum virðast vera horfnar eða bara ekki vera til. Merkilegt nokk, vegna þess að dönsk rannsókn hefur leitt það í ljós að það eru einmitt konur yfir fimmtugt sem eru stærsti hópur leikhúsgesta.

Bakþankar
Fréttamynd

Platþjóðfélag

Stjórnvöld hafa sagt slælegum ársreikningaskilum og kennitöluflakki stríð á hendur. Til stendur að ráðast í róttækar breytingar á starfsumhverfi félaga sem eru með takmarkaða ábyrgð. Starfshópur skilaði um helgina inn tillögum um heimild yfirvalda til að afskrá og slíta félögum, skoða leiðir til að stjórnendur félaga með takmarkaða ábyrgð "axli persónulega ábyrgð“ á þeim, endurskoða stofnskilyrði þeirra og ákvæði um

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfsofnæmi þingræðisins

Málþóf: þá tekur einhver til máls um tiltekið atriði en er í raun og veru ekkert að tala um það; þykist bara tala um það. Þykist í rauninni bara tala. Opnar munninn og lætur orð streyma út um hann, en þau eru ekki um neitt, ekki í neinu samhengi, ekki til þess að bera fram merkingu, hugsjónir, sýn heldur þvert á móti bara froða. Viðkomandi gæti allt eins staðið á fætur, gengið í ræðustól og sagt: Virðulegi forseti. Banani banani banani. Þess vegna eru umræður á Alþingi um þessar mundir eins og skrifaðar af Samuel Beckett.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mengaða matarframleiðslulandið

Ísland stendur hinum norrænu ríkjunum langt að baki í hreinsun skólps frá íbúðabyggð í þéttbýli og atvinnurekstri. Í úttekt Björns Gíslasonar, meistaranema í blaða- og fréttamennsku, sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni, kemur fram að fjórðungur Íslendinga býr ekki við neina skólphreinsun. Sú tala gæti reyndar verið vanmetin, því að í tölum Umhverfisstofnunar er gengið út frá því að öll hús í dreifbýli séu með rotþró en vitað er að það á ekki alltaf við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á hólminn er komið

Skandinavía var mikilvæg í seinni heimstyrjöldinni, einkum vegna legu að Eystrasalti, segir í The Gathering Storm (TGS), bók um Winston Churchill og tímann í upphafi seinni heimstyrjaldar. Bókin er byggð á minnisblöðum og frumheimildum, einkum frá breska hernum og Churchill sjálfum. Hún er fyrir vikið einstök heimild um gang mála í Evrópu á óvissutímum stríðs og pólitískra átaka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tapið af tollunum

viðskiptaráð Íslands hefur gefið út merkilega skýrslu, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar eru birtar upplýsingar og útreikningar sem benda eindregið til að stjórnmálamenn skorti með öllu heildarsýn á kerfi neyzluskatta hér á landi.

Fastir pennar