Áramótaheit og vanahegðun Teitur Guðmundsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Nú þegar árið er að renna sitt skeið eru margir sem horfa til baka og minnast atburða þess, annálar fylla blöðin og sjónvarpsstöðvar keppast um að taka saman það helsta, sem er gott og blessað. Við lesum stjörnuspár og Völvuna til að fá upplýsingar um það hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Þetta er skemmtilegur tími og fjölskyldur verja honum alla jafna saman, við sprengjum nýja árið inn og gefum út áramótaheitin sem vonandi sem flestir ná að standa við. Margir setja sér heilsutengd markmið eins og að hætta að reykja, grennast, hreyfa sig meira, eða að verja meiri tíma með fjölskyldu, ættingjum og vinum svo dæmi séu nefnd. Enn aðrir ætla sér stóra hluti tengda námi, vinnu og slíku. Hver og einn heldur af stað inn í nýja árið með full fyrirheit um að standa við stóru orðin og vonandi tekst vel til. Ef horft er um öxl þá eru samt eflaust ansi margir sem hafa ekki náð þeim markmiðum sem þeir settu sér. Þar geta verið margar skýringar og mjög einstaklingsbundnar. Það er aðalatriði þegar við setjum okkur markmið að þau séu raunhæf og að það sé líklegt að við náum þeim innan þeirra tímamarka sem við gefum okkur. Það má hins vegar ekki vera of auðvelt heldur því þá berum við of litla virðingu fyrir þeim. Þarna eins og víða er lykillinn ákveðið jafnvægi og það að okkur líði vel með þau markmið sem við höfum sett og þá niðurstöðu sem þau skila okkur.Þarf aðra hvatningu Í raun erum við að breyta vanahegðun frá því sem okkur líkar mögulega ekki mjög vel eða erum undir þrýstingi utan frá að breyta, í eitthvað sem okkur líkar betur eða er samfélagslega viðurkennt. Slíkt getur verið afar erfitt og er nauðsynlegt að átta sig á því að þegar við breytum vana þá þurfum við að fá til baka eitthvað sem er jafngott eða betra en það sem við áður höfðum. Þetta má útskýra með dæmi af þeim sem reykir og þykir það gott, hefur enga heilsufarslega kvilla sem stendur og sér engan tilgang í því að hætta, vinir hans reykja, fjölskylda hans og svo á hann ömmu sem er 80 ára og hefur alltaf reykt svo það er merki um að hann geti það eflaust líka. Þessi aðili þarf aðra hvatningu en þá að hann spari tugi þúsunda á mánuði, eða að heilsa hans muni launa honum það seinna að hafa hætt tímanlega. Hann þarf eitthvað sem kemur í staðinn fyrir fíknina af sígarettunni, því hann veit betur.Ein stærsta gjöfin Slíkt getur verið ótalmargt og er mjög einstaklingsbundið, en þegar verið er að breyta vanahegðun er lykillinn sá að finna það sem viðkomandi nýtur á viðlíka hátt eða fær viðurkenningu fyrir. Það er ljóst að nikótínfíkn er ekki eitthvað sem er auðvelt að losna undan og eru margar hliðar á því en hér eru nokkur atriði fyrir þá sem ætla að standa við áramótaheitið sitt þetta árið og verða reyklausir. Þú ætlar að láta þér líða betur, verða orkumeiri og með minna samviskubit, hvítari tennur og ekki eins andfúl/ll. Þú ætlar að lækka áhættu þína á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum, snemmbærum dauða og krumpaðri húð. Þú ætlar að gera sjálfan þig, maka þinn og fjölskyldu þína stolta af þér fyrir að ná þessum árangri. Þú ætlar ekki lengur að útsetja börnin þín, vini og vandamenn fyrir reyk og hættunni af honum. Þú ætlar að eiga meiri pening til ráðstöfunar en áður. Þú ætlar ekki lengur að hafa áhyggjur af umtali annarra. Þú ætlar ekki að þyngjast og leita að huggun í mat. Þú ætlar að hreyfa þig, drekka ríkulega af vatni og beina huganum að öðru en næstu sígarettu og mögulega kaffibolla. Þú ætlar að leita þér aðstoðar ef þér tekst þetta ekki. Þú ætlar að standa við stóru orðin og hætta að reykja. Það er sannarlega ein stærsta gjöfin sem þú gefur þér og þínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Nú þegar árið er að renna sitt skeið eru margir sem horfa til baka og minnast atburða þess, annálar fylla blöðin og sjónvarpsstöðvar keppast um að taka saman það helsta, sem er gott og blessað. Við lesum stjörnuspár og Völvuna til að fá upplýsingar um það hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Þetta er skemmtilegur tími og fjölskyldur verja honum alla jafna saman, við sprengjum nýja árið inn og gefum út áramótaheitin sem vonandi sem flestir ná að standa við. Margir setja sér heilsutengd markmið eins og að hætta að reykja, grennast, hreyfa sig meira, eða að verja meiri tíma með fjölskyldu, ættingjum og vinum svo dæmi séu nefnd. Enn aðrir ætla sér stóra hluti tengda námi, vinnu og slíku. Hver og einn heldur af stað inn í nýja árið með full fyrirheit um að standa við stóru orðin og vonandi tekst vel til. Ef horft er um öxl þá eru samt eflaust ansi margir sem hafa ekki náð þeim markmiðum sem þeir settu sér. Þar geta verið margar skýringar og mjög einstaklingsbundnar. Það er aðalatriði þegar við setjum okkur markmið að þau séu raunhæf og að það sé líklegt að við náum þeim innan þeirra tímamarka sem við gefum okkur. Það má hins vegar ekki vera of auðvelt heldur því þá berum við of litla virðingu fyrir þeim. Þarna eins og víða er lykillinn ákveðið jafnvægi og það að okkur líði vel með þau markmið sem við höfum sett og þá niðurstöðu sem þau skila okkur.Þarf aðra hvatningu Í raun erum við að breyta vanahegðun frá því sem okkur líkar mögulega ekki mjög vel eða erum undir þrýstingi utan frá að breyta, í eitthvað sem okkur líkar betur eða er samfélagslega viðurkennt. Slíkt getur verið afar erfitt og er nauðsynlegt að átta sig á því að þegar við breytum vana þá þurfum við að fá til baka eitthvað sem er jafngott eða betra en það sem við áður höfðum. Þetta má útskýra með dæmi af þeim sem reykir og þykir það gott, hefur enga heilsufarslega kvilla sem stendur og sér engan tilgang í því að hætta, vinir hans reykja, fjölskylda hans og svo á hann ömmu sem er 80 ára og hefur alltaf reykt svo það er merki um að hann geti það eflaust líka. Þessi aðili þarf aðra hvatningu en þá að hann spari tugi þúsunda á mánuði, eða að heilsa hans muni launa honum það seinna að hafa hætt tímanlega. Hann þarf eitthvað sem kemur í staðinn fyrir fíknina af sígarettunni, því hann veit betur.Ein stærsta gjöfin Slíkt getur verið ótalmargt og er mjög einstaklingsbundið, en þegar verið er að breyta vanahegðun er lykillinn sá að finna það sem viðkomandi nýtur á viðlíka hátt eða fær viðurkenningu fyrir. Það er ljóst að nikótínfíkn er ekki eitthvað sem er auðvelt að losna undan og eru margar hliðar á því en hér eru nokkur atriði fyrir þá sem ætla að standa við áramótaheitið sitt þetta árið og verða reyklausir. Þú ætlar að láta þér líða betur, verða orkumeiri og með minna samviskubit, hvítari tennur og ekki eins andfúl/ll. Þú ætlar að lækka áhættu þína á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum, snemmbærum dauða og krumpaðri húð. Þú ætlar að gera sjálfan þig, maka þinn og fjölskyldu þína stolta af þér fyrir að ná þessum árangri. Þú ætlar ekki lengur að útsetja börnin þín, vini og vandamenn fyrir reyk og hættunni af honum. Þú ætlar að eiga meiri pening til ráðstöfunar en áður. Þú ætlar ekki lengur að hafa áhyggjur af umtali annarra. Þú ætlar ekki að þyngjast og leita að huggun í mat. Þú ætlar að hreyfa þig, drekka ríkulega af vatni og beina huganum að öðru en næstu sígarettu og mögulega kaffibolla. Þú ætlar að leita þér aðstoðar ef þér tekst þetta ekki. Þú ætlar að standa við stóru orðin og hætta að reykja. Það er sannarlega ein stærsta gjöfin sem þú gefur þér og þínum.