Sjálfsofnæmi þingræðisins Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. desember 2012 06:00 Málþóf: þá tekur einhver til máls um tiltekið atriði en er í raun og veru ekkert að tala um það; þykist bara tala um það. Þykist í rauninni bara tala. Opnar munninn og lætur orð streyma út um hann, en þau eru ekki um neitt, ekki í neinu samhengi, ekki til þess að bera fram merkingu, hugsjónir, sýn heldur þvert á móti bara froða. Viðkomandi gæti allt eins staðið á fætur, gengið í ræðustól og sagt: Virðulegi forseti. Banani banani banani. Þess vegna eru umræður á Alþingi um þessar mundir eins og skrifaðar af Samuel Beckett.Fulltrúalýðræði Fulltrúalýðræði er það fyrirkomulag að ég, kjósandinn, framsel það vald sem ég hef með atkvæði mínu í hendur tilteknum aðilum sem ég treysti betur en öðrum til að fara með það. Alþingismenn eru trúnaðarmenn fólksins, sérstaklega valdir af því, og þurfa að svara fyrir gerðir sínar gagnvart því. Þeir skipa sér í flokka eftir lífssýn og hagsmunagæslu fyrir ólíka hópa samfélagsins. Ég fel tilteknum einstaklingum í tilteknum flokki það mikla heiðurs- og trúnaðarstarf að setja sig inn í flókin og erfið úrlausnarefni fyrir mína hönd og taka eftir slíka rannsókn ákvarðanir um lausn þeirra þar sem hafðar eru að leiðarljósi þær hugsjónir sem við deilum, ég og flokkurinn, hvort sem þær snúast um jöfnuð og réttlæti, hagvöxt og atvinnusköpun, einstaklingsframtak og auðsöfnun, landsbyggðarlíf eða kaupstaðatilveru. Þingmennska er sérfræðistarf sem þarf að setja sig inn í og læra. Til að sinna henni vel þarf sérstaka hæfileika og tiltekna þekkingu – og tíma til að afla sér þess. Utan þings strita nokkrir menn af veikum mætti við að reyna að leiða fólki fyrir sjónir ágæti fulltrúalýðræðisins en á meðan keppast hinir kjörnu fulltrúar á þingi við að færa okkur heim sanninn um að þetta fyrirkomulag sé eiginlega alveg ómögulegt. Í öllum málum, stórum jafnt sem smáum, beita þeir vopninu ógurlega: málþófi. Þeir koma upp hver á fætur öðrum og segja: banani banani banani. Þeir geta ekki hætt málþófinu. Meira að segja fyrirspurnir þingmanna eru teknar að líkjast málþófi grunsamlega mikið: Sigríður Andersen er ósammála einhverju sem séra Örn Bárður sagði í útvarpspredikun. Skrifar hún blaðagrein? Nei, hún ber upp fyrirspurn á Alþingi um allar sunnudagamessur í útvarpinu á tilteknu árabili sem þarf að safna með ærinni fyrirhöfn, þó að vandséð sé hver eigi nákvæmlega að svara fyrir málið: kannski Guð almáttugur?Málþóf nær og fjær Við venjumst öllu – einkum ósiðum. Og nú er svo komið að okkur finnst að svona sé þetta bara: eðlilegt sé að dögum og vikum saman skundi fólk samkvæmt fyrir fram gerðu Excel-skjali í sjálfan ræðustól Alþingis beinlínis þeirra erinda að tala án þess að segja neitt; þetta sé jafnvel eðlilegur fylgifiskur lýðræðisins. En þetta er ekki eðlilegt framferði. Ímyndum okkur að einhverjir fjölskyldumeðlimir færu til dæmis að halda uppi málþófi í jólaboði; leyfðu engum að fá sér mat eða taka til máls en krefðust þess að allir hlustuðu á meðan þeir settu á langar ræður um ekki neitt, og spyrðu hver annan innvirðulega hvort þeir væru ekki sammála sér um einmitt það. Hugsum okkur að flugstjóri í aðflugi kæmi í hátalarakerfið – this is your captain speaking – og svo færi hann bara allt í einu að halda uppi málþófi. Eða kennara í miðri útskýringu á Pýþagórasarreglunni. Eða klippara sem myndi bara allt í einu hætta einhvers staðar í hnakkanum og færi að beita mig málþófi. Og svo framvegis. Málþóf er verkfallsaðgerð. Málþóf er kartafla í skó lýðræðisþyrstrar þjóðar. Málþóf er spánarsnigill í jarðvegi þjóðfélagsumræðunnar. Málþóf er eins og fótboltalið sem aldrei sækir en sendir boltann bara á milli sín í vörninni – mjög hægt og leiðinlega – og gætir þess að hitt liðið nái honum ekki. Það er eins og maður á vinnustað sem stendur á miðjum ganginum æpandi og hleypir fólki ekki að borðunum sínum til að fara að vinna. Það er eins og smiður sem rakkar timbrinu aftur og aftur í stað þess að byrja smíðarnar. Við myndum halda að hann gengi kannski ekki heill til skógar og reyna að leiða honum nærfærnislega fyrir sjónir að hann ætti kannski að athuga sinn gang. En þegar vakin er athygli á því að Illugi Gunnarsson er farinn að halda uppi málþófi um sjálf fjárlög íslenska ríkisins beinist gjörvöll vandlæting samfélagsins (og hún er ekki lítil um þessar mundir) að þeim sem voguðu sér að vekja athygli á athæfinu. Jafnvel þótt allir viti af málþófinu. Og meira að segja þótt hann viti að allir viti af málþófinu. Málþóf er sjálfsofnæmi þingræðisins. Þar sýnir þetta fyrirkomulag sínar verstu hliðar, þegar minnihluti misnotar hið forna og göfuga samskiptaform – sjálfa ræðuna í ræðustól – til þess að koma í veg fyrir framgang mála sem meirihluti hefur umboð frá kjósendum til að sinna. Kominn er tími til að allir flokkar sammælist um að stöðva þennan ósóma, og gildir þá einu hverjir stjórna hverju sinni. Þetta er vanhelgun á virðulegasta ræðustól landsins, vanbrúkun á virðulegasta kappræðuvettvangi þjóðarinnar, vanvirðing við okkur kjósendur sem trúum þingmönnum fyrir þessu vandmeðfarna valdi en kusum þá ekki til að fara upp í ræðustól og segja: banani banani banani. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Málþóf: þá tekur einhver til máls um tiltekið atriði en er í raun og veru ekkert að tala um það; þykist bara tala um það. Þykist í rauninni bara tala. Opnar munninn og lætur orð streyma út um hann, en þau eru ekki um neitt, ekki í neinu samhengi, ekki til þess að bera fram merkingu, hugsjónir, sýn heldur þvert á móti bara froða. Viðkomandi gæti allt eins staðið á fætur, gengið í ræðustól og sagt: Virðulegi forseti. Banani banani banani. Þess vegna eru umræður á Alþingi um þessar mundir eins og skrifaðar af Samuel Beckett.Fulltrúalýðræði Fulltrúalýðræði er það fyrirkomulag að ég, kjósandinn, framsel það vald sem ég hef með atkvæði mínu í hendur tilteknum aðilum sem ég treysti betur en öðrum til að fara með það. Alþingismenn eru trúnaðarmenn fólksins, sérstaklega valdir af því, og þurfa að svara fyrir gerðir sínar gagnvart því. Þeir skipa sér í flokka eftir lífssýn og hagsmunagæslu fyrir ólíka hópa samfélagsins. Ég fel tilteknum einstaklingum í tilteknum flokki það mikla heiðurs- og trúnaðarstarf að setja sig inn í flókin og erfið úrlausnarefni fyrir mína hönd og taka eftir slíka rannsókn ákvarðanir um lausn þeirra þar sem hafðar eru að leiðarljósi þær hugsjónir sem við deilum, ég og flokkurinn, hvort sem þær snúast um jöfnuð og réttlæti, hagvöxt og atvinnusköpun, einstaklingsframtak og auðsöfnun, landsbyggðarlíf eða kaupstaðatilveru. Þingmennska er sérfræðistarf sem þarf að setja sig inn í og læra. Til að sinna henni vel þarf sérstaka hæfileika og tiltekna þekkingu – og tíma til að afla sér þess. Utan þings strita nokkrir menn af veikum mætti við að reyna að leiða fólki fyrir sjónir ágæti fulltrúalýðræðisins en á meðan keppast hinir kjörnu fulltrúar á þingi við að færa okkur heim sanninn um að þetta fyrirkomulag sé eiginlega alveg ómögulegt. Í öllum málum, stórum jafnt sem smáum, beita þeir vopninu ógurlega: málþófi. Þeir koma upp hver á fætur öðrum og segja: banani banani banani. Þeir geta ekki hætt málþófinu. Meira að segja fyrirspurnir þingmanna eru teknar að líkjast málþófi grunsamlega mikið: Sigríður Andersen er ósammála einhverju sem séra Örn Bárður sagði í útvarpspredikun. Skrifar hún blaðagrein? Nei, hún ber upp fyrirspurn á Alþingi um allar sunnudagamessur í útvarpinu á tilteknu árabili sem þarf að safna með ærinni fyrirhöfn, þó að vandséð sé hver eigi nákvæmlega að svara fyrir málið: kannski Guð almáttugur?Málþóf nær og fjær Við venjumst öllu – einkum ósiðum. Og nú er svo komið að okkur finnst að svona sé þetta bara: eðlilegt sé að dögum og vikum saman skundi fólk samkvæmt fyrir fram gerðu Excel-skjali í sjálfan ræðustól Alþingis beinlínis þeirra erinda að tala án þess að segja neitt; þetta sé jafnvel eðlilegur fylgifiskur lýðræðisins. En þetta er ekki eðlilegt framferði. Ímyndum okkur að einhverjir fjölskyldumeðlimir færu til dæmis að halda uppi málþófi í jólaboði; leyfðu engum að fá sér mat eða taka til máls en krefðust þess að allir hlustuðu á meðan þeir settu á langar ræður um ekki neitt, og spyrðu hver annan innvirðulega hvort þeir væru ekki sammála sér um einmitt það. Hugsum okkur að flugstjóri í aðflugi kæmi í hátalarakerfið – this is your captain speaking – og svo færi hann bara allt í einu að halda uppi málþófi. Eða kennara í miðri útskýringu á Pýþagórasarreglunni. Eða klippara sem myndi bara allt í einu hætta einhvers staðar í hnakkanum og færi að beita mig málþófi. Og svo framvegis. Málþóf er verkfallsaðgerð. Málþóf er kartafla í skó lýðræðisþyrstrar þjóðar. Málþóf er spánarsnigill í jarðvegi þjóðfélagsumræðunnar. Málþóf er eins og fótboltalið sem aldrei sækir en sendir boltann bara á milli sín í vörninni – mjög hægt og leiðinlega – og gætir þess að hitt liðið nái honum ekki. Það er eins og maður á vinnustað sem stendur á miðjum ganginum æpandi og hleypir fólki ekki að borðunum sínum til að fara að vinna. Það er eins og smiður sem rakkar timbrinu aftur og aftur í stað þess að byrja smíðarnar. Við myndum halda að hann gengi kannski ekki heill til skógar og reyna að leiða honum nærfærnislega fyrir sjónir að hann ætti kannski að athuga sinn gang. En þegar vakin er athygli á því að Illugi Gunnarsson er farinn að halda uppi málþófi um sjálf fjárlög íslenska ríkisins beinist gjörvöll vandlæting samfélagsins (og hún er ekki lítil um þessar mundir) að þeim sem voguðu sér að vekja athygli á athæfinu. Jafnvel þótt allir viti af málþófinu. Og meira að segja þótt hann viti að allir viti af málþófinu. Málþóf er sjálfsofnæmi þingræðisins. Þar sýnir þetta fyrirkomulag sínar verstu hliðar, þegar minnihluti misnotar hið forna og göfuga samskiptaform – sjálfa ræðuna í ræðustól – til þess að koma í veg fyrir framgang mála sem meirihluti hefur umboð frá kjósendum til að sinna. Kominn er tími til að allir flokkar sammælist um að stöðva þennan ósóma, og gildir þá einu hverjir stjórna hverju sinni. Þetta er vanhelgun á virðulegasta ræðustól landsins, vanbrúkun á virðulegasta kappræðuvettvangi þjóðarinnar, vanvirðing við okkur kjósendur sem trúum þingmönnum fyrir þessu vandmeðfarna valdi en kusum þá ekki til að fara upp í ræðustól og segja: banani banani banani.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun