Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Við ætlum að bjarga þessum spítala

Þakklæti hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið. Ég hef verið minntur á það ítrekað að hér á Íslandi er að störfum margt vandað fagfólk á heilbrigðisstofnunum sem eru að hruni komnar vegna fjársveltis undanfarinna ára.

Bakþankar
Fréttamynd

Byggðaóskir en ekki byggðastefna

Niðurstaða sérfræðinga Evrópusambandsins í byggðamálum var skýr þegar staða Íslands var metin. Þeir komust að því að hér er engin byggðastefna. Þetta var fyrir þremur árum. Eitthvað hefur þokast fram á við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Paradísarborgin

Það má alltaf deila um hvenær fólk er orðið fullorðið eða hvenær má kalla að það sé orðið ráðsett. Sumir telja sig í fullorðinna tölu á fermingardaginn, aðrir miða við bílpróf, lögráða aldur eða daginn sem þeir ganga inn í vínbúð án þess að horfa flóttalega í kringum sig.

Bakþankar
Fréttamynd

Framsóknarmenn í kaupstaðarferð

Eftir að hafa verið utan ríkisstjórnar í sex ár fékk Framsóknarflokkurinn óvenju mikið fylgi í kosningunum 2013. Slíkt fylgi er fátítt hjá flokknum, einkum á síðustu áratugum, og þetta fleytti flokknum til forystu í íslenskum stjórnmálum. Forsætisráðuneytið varð þeirra. Það er ekki lítið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólastormur

Jólin koma þrátt fyrir að ryðgað og líklega ónýtt gasgrill sé nú farið að sóma sér vel í einu horninu í stofunni því ég nenni ekki að burðast með það inn og út á svalir eftir duttlungum veðursins.

Bakþankar
Fréttamynd

Fyndnu strákarnir í stjórnarráðinu

Því hefur stundum verið haldið fram að hroki sé hin hliðin á þeim peningi sem hefur óttann á framhliðinni. Sé eitthvað til í því hlýtur að ríkja algjör skelfing meðal starfsmanna í stjórnarráði Íslands þessar vikurnar. Þar er ekkert lát á hrokafullum viðbrögðum við hverju því sem upp kemur í umræðunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Laddi, Loki og Sigmundur

Ég stóð nefnilega í þeirri trú að það væri hagur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans að stuðla að sátt í samfélaginu. Eða að minnsta kosti að halda gagnrýnendum sínum "góðum“ svo hægt sé að ganga lengra í pólitískum fautaskap þegar þess þarf. Þið vitið — eiga inni smá viðskiptavild.

Bakþankar
Fréttamynd

Hryðjuverkin á náttúru Íslands

Kannski eru starfandi stjórnmálamenn langt í frá að vera þeir verstu sem hér hafa starfað. Í afar upplýsandi fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, hefur Svavar Hávarðsson blaðamaður upplýst okkur um, eða kannski rifjað upp, stórkostleg níðingsverk gegn íslenskri náttúru. Svo langt gekk sú endemis vitleysa að bændum var borgað fyrir náttúruspjöllin, og borgað því meir sem eyðilegging af störfum þeirra var meiri. Afleiðingarnar eru stórkostlegar og mun seint, og jafnvel aldrei, gróa um heilt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einn í Berlín á aðfangadag

Berglind er heilbrigðisstarfsmaður í Berlín sem kemst að því 1. desember að það er búið að setja hana á vakt á Þorláksmessu og aðfangadag. Yfirmaðurinn sýnir engan skilning. Jólafrí á Íslandi er úr sögunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Leyfið lögmanninum að skúra

Eitt þema er áberandi í umræðunni um útlendingamál. Það er menntaði útlendingurinn í láglaunastarfinu. Eðlisfræðingur að raka lauf. Hjúkrunarfræðingur að þrífa klósett. Læknir að vinna í frystihúsi. Sálfræðingur að passa börn í frímínútum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðarsátt er óumflýjanleg

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurði stjórnarandstöðuna að því í vikunni hvort það væri sanngjörn krafa, í ljósi þess að almennur læknir á Landspítalanum væri með um 1,1 milljón á mánuði í heildarlaun og yfirlæknar með um 1.350 þúsund, að við þá upphæð bættist um það bil ein meðalmánaðarlaun fólks í landinu til að leysa læknaverkfallsdeiluna. Ekki fékkst svar við spurningunni á þinginu í gær enda snýst læknadeilan öll um hana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byrja þessar kerlingar að væla

Mig langar til að gefa ríkisstjórninni "high five“. Aldrei þessu vant gerði hún eitthvað sem olli litlum sem engum usla, eitthvað sem keppir ekki við afturendann á Kim Kardashian um að leggja internetið á hliðina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allar þessar blindu ömmur

Amma er blind. Hún er samt með opin augun og þau virka eðlileg en hún bara sér ekki neitt með þeim.“ Svona lýsir Jón Gnarr ömmu sinni í bókinni Indjáninn. En amma hans er ekki ein um þetta. Stundum er eins og þorri heilu þjóðanna neiti að sjá og vilji helst láta vernda sig og leiða.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjö hlutir sem ég sá fyrir

Óyggjandi vísindi völva eru öllum ljós. Í lok síðasta árs rýndi ég í lófaspákúluna og þegar litið er um öxl kemur í ljós að ég reyndist sannspár í sjö atriðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Skoðunar er þörf

Getur verið að CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, hafi fengið að fara um Reykjavíkurflugvöll með skynhefta fanga í hlekkjum og skítinn í bleyjunni?

Fastir pennar
Fréttamynd

Jól hinna eldföstu móta

Jólin þegar ég var átján ára eru mér alltaf sérlega minnisstæð. Ég var nýflutt að heiman ásamt þáverandi kærasta og fannst ég vera orðin fullorðin að mörgu leyti.

Bakþankar
Fréttamynd

Samdráttur, en ekki hagvöxtur

Almennt er gert ráð fyrir að Seðlabankinn tilkynni vaxtalækkun á fundi í dag. Áhyggjur eru vegna þess hversu hagvöxturinn, fyrstu níu mánuði ársins, er langt, langt frá því sem nokkurn óraði fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver fær hvað?

Hvar er góðærið? Hver á að fá hvað? Hvernig verður kökunni skipt? Fá allir jafna sneið, eða endurtekur sagan sig og þau betur settu skammta sér magafylli og gæta vel að um leið að þau verr settu fái ekki meira en dugar til lágmarksnæringar?

Fastir pennar
Fréttamynd

Gleðilegt kvíðakast!

Aðventukrans sem lítur ekki eins vel út og þú hafðir ímyndað þér. Mandarínur stútfullar af steinum. Snæfinnur snjókarl í útvarpinu tvisvar á klukkutíma. Piparkökur í morgunmat. Að reyna að hengja upp seríur og muna hvað það er ómögulegt að festa þær í gluggana.

Bakþankar
Fréttamynd

Gamaldags pólitík

Ef lekamálið á að hafa kennt okkur eitthvað þá er það það að misbeiting opinbers valds til hagsbóta fyrir ráðherra er ólíðanleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skerðum námið

Í umræðu um styttingu framhaldsskólans hafa andstæðingar þeirrar hugmyndar stundum kallað hana "skerðingu náms til stúdentsprófs“. Það er kannski ákveðinn áróðursfnykur af þessu orðalagi en auðvitað er þetta samt rétt. Vonandi er það rétt!

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki láta þau í friði!

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að stjörnuhjónin Beyoncé og Jay Z eru á Íslandi. Fjölmiðlar keppast um að ná myndum af parinu og fylgjast með hverju fótspori þeirra enda ekki á hverjum degi sem stjörnur af þessu kaliberi heimsækja land og þjóð.

Bakþankar
Fréttamynd

Skítt með heilbrigðiskerfið

Sáuð þið síðasta Downton Abbey í sjónvarpinu? Oh, lafði Crawley var í svo flottum kjól. Og maturinn! Af hverjum borðum við ekki svona fínan mat á hverjum degi í dag? Og hattarnir. Af hverju erum við ekki lengur með hatta?

Fastir pennar
Fréttamynd

Smæðin gagnast ekki fjöldanum

Afnám lágmarks á einum stað í lögum um sveitarfélög gæti kallað á nýja lágmarkssetningu á öðrum stað. Sveitarfélög sem sent hafa inn umsögn við frumvarp nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám lágmarksútsvars hafa öll lýst sig því andsnúin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ofsótti meirihlutinn

Það er algengt í umræðuhefð okkar nú á dögum að eldheitt hugsjónafólk missi sig í það sem kallað er pólitísk rétthugsun. Þeir sem eru hvað heitastir í því að reyna að hafa áhrif á ríkjandi og jafnvel íhaldssöm viðhorf samborgara sinna fá oft í hausinn ásakanir um öfgar og ofstopa.

Bakþankar
Fréttamynd

Býr versta fólkið í mesta þéttbýlinu?

Trúlega hefur fólk sem býr utan mesta þéttbýlisins sjaldan verið eins herskátt og nú, í baráttu við ímyndaða óvini. Lengst hafa þingmenn Framsóknarflokksins gengið, en þeir telja fullvíst að Alþingi samþykki vilja þeirra um að ríkið fari framvegis með skipulag á flugvallarsvæðinu í Reykjavík.

Fastir pennar