Skítt með heilbrigðiskerfið Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. desember 2014 07:00 Sáuð þið síðasta Downton Abbey í sjónvarpinu? Oh, lafði Crawley var í svo flottum kjól. Og maturinn! Af hverjum borðum við ekki svona fínan mat á hverjum degi í dag? Og hattarnir. Af hverju erum við ekki lengur með hatta? Flest vitum við að Downton Abbey er skáldskapur. Lífið í hinu stéttskipta enska samfélagi við upphaf 20. aldar var ekki svona glamorús í alvörunni. Ef Downton Abbey ætti eitthvað skylt við fortíðina væri hin geðþekka vinnukona, Anna, skítug upp fyrir haus og Crawley lávarður danglaði oftar í herra Bates en hundinn sinn. Það eru þó einstaka menn sem virðast ekki þekkja muninn á fortíð og skáldskap.Grimmúðlegir tímar Hann fæddist sjötíu árum áður en veraldarvefurinn var fundinn upp en samt er hann virkur á Twitter. Ef hann væri ekki orðinn 91 árs væri hann framtíð breska Verkamannaflokksins. „Ég kom í heiminn á því herrans ári 1923,“ sagði Harry nokkur Smith í ræðu á flokksfundi nýverið. „Æska mín, rétt eins og æska flestra annarra á þessum tíma, var ekki að neinu leyti eins og þáttur í Downton Abbey. Þetta voru grimmúðlegir tímar, frumstæðir tímar.“ Og hvers vegna voru þessir tímar svona grimmúðlegir samkvæmt Harry? „Vegna þess að heilsugæsla fyrir almenning var ekki til.“ Í ræðu sinni rifjaði Harry upp þjáningarfull öskur nágrannakonu sem dó hægum, kvalafullum dauðdaga sökum krabbameins. Hún hafði ekki efni á að kaupa morfín til að stilla verkina. Hann rifjaði upp þegar hann missti systur sína úr berklum. Líki hennar var kastað í ómerkta fátækragröf. Ræða Harry var magnþrungin og mátti sjá tár á hvarmi víða um salinn. Eftir að Harry lauk máli sínu ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna.Afturvirkir átthagafjötrar En hingað heim. Starfsfólk Fiskistofu afhenti sjávarútvegsráðherra áskorun í upphafi vikunnar þar sem þess var krafist að hætt yrði við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Næsta dag bárust fréttir af því að ríkisstjórnin hefði samþykkt, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Meðal annars er lagt til að ráðherrar fái auknar heimildir til að færa stofnanir á milli sveitarfélaga. Ekki verður komist að annarri niðurstöðu en þeirri að Sigmundur Davíð sé búinn að horfa aðeins of mikið á Downton Abbey. Fortíðarblætið er slíkt að maður óttast að næst verði teknir upp afturvirkir átthagafjötrar: Allir þurfa að flytja til þess staðar sem langafi þeirra bjó á. Í torfkofana með ykkur! Niður með flatskjáina, upp með Njálu, fokk Nike Free, allir í sauðskinnsskóna, kerti og spil í jólagjöf frá Framsóknarflokknum handa öllum, áfram Ísland! En ekki frekar en í hinu raunverulega Downton Abbey var lífið í íslenskum torfkofum sá glamúr sem framsóknarmenn virðast telja. Húsfreyjur liðu ekki draumkennt um baðstofuna, lögulegar í upphlutum sínum eins og Nigella Lawson, með nýsteiktar pönnsur í annarri og spenvolga mjólk í hinni á meðan húsbóndinn fór með húslestur og hugleiddi svo karlkyns steríótýpur í Íslendingasögunum er hann dundaði sér við að mjólka kýrnar. Nei, það voru lýs og mýs, það var kal og einangrun í afdal, það var hungur og dumbungur. Ríkisstjórninni virðist hins vegar ekki nægja að snúa við þróun mannsins þegar kemur að búferlaflutningum úr sveitum í borgir. Hún virðist staðráðin í að bakka alfarið með framfarir vestrænnar siðmenningar eins og þær leggja sig.Hinn raunverulegi forsendubrestur Við Íslendingar erum rík þjóð í flestum skilningi þess orðs. Við eigum auðæfi, auðlindir og mannauð. Við búum við frið á landi sem er óumdeilanlega okkar. Framsóknarflokkurinn vann kosningasigur vegna loforðs um að leiðrétta meintan forsendubrest. Tíndir hafa verið til 80 milljarðar úr ríkiskassanum sem ríkisstjórnin dreifir nú eins og jólasveinar til húsnæðiseigenda sem setja skóinn sinn út í glugga. Hinn raunverulegi íslenski forsendubrestur er hins vegar allt annar. „Við megum aldrei hætta að passa upp á heilbrigðiskerfið okkar,“ sagði Harry Smith í ræðu sinni á flokksþingi Verkamannaflokksins. „Ef við gerum það verður framtíð ykkar fortíð mín.“ Hinn raunverulegi íslenski forsendubrestur er sá að ein ríkasta þjóð í heimi er að glopra niður heilbrigðiskerfinu sínu. Á hverjum degi berast okkur sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin á Landspítalanum því þau eru biluð. Ég veit ekki með framsóknarfólk sem virðist óska okkur öllum hins fábreytta sveitalífs forfeðra okkar, en sjálf kæri ég mig ekki um að fortíð Harry Smith verði framtíð mín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Sáuð þið síðasta Downton Abbey í sjónvarpinu? Oh, lafði Crawley var í svo flottum kjól. Og maturinn! Af hverjum borðum við ekki svona fínan mat á hverjum degi í dag? Og hattarnir. Af hverju erum við ekki lengur með hatta? Flest vitum við að Downton Abbey er skáldskapur. Lífið í hinu stéttskipta enska samfélagi við upphaf 20. aldar var ekki svona glamorús í alvörunni. Ef Downton Abbey ætti eitthvað skylt við fortíðina væri hin geðþekka vinnukona, Anna, skítug upp fyrir haus og Crawley lávarður danglaði oftar í herra Bates en hundinn sinn. Það eru þó einstaka menn sem virðast ekki þekkja muninn á fortíð og skáldskap.Grimmúðlegir tímar Hann fæddist sjötíu árum áður en veraldarvefurinn var fundinn upp en samt er hann virkur á Twitter. Ef hann væri ekki orðinn 91 árs væri hann framtíð breska Verkamannaflokksins. „Ég kom í heiminn á því herrans ári 1923,“ sagði Harry nokkur Smith í ræðu á flokksfundi nýverið. „Æska mín, rétt eins og æska flestra annarra á þessum tíma, var ekki að neinu leyti eins og þáttur í Downton Abbey. Þetta voru grimmúðlegir tímar, frumstæðir tímar.“ Og hvers vegna voru þessir tímar svona grimmúðlegir samkvæmt Harry? „Vegna þess að heilsugæsla fyrir almenning var ekki til.“ Í ræðu sinni rifjaði Harry upp þjáningarfull öskur nágrannakonu sem dó hægum, kvalafullum dauðdaga sökum krabbameins. Hún hafði ekki efni á að kaupa morfín til að stilla verkina. Hann rifjaði upp þegar hann missti systur sína úr berklum. Líki hennar var kastað í ómerkta fátækragröf. Ræða Harry var magnþrungin og mátti sjá tár á hvarmi víða um salinn. Eftir að Harry lauk máli sínu ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna.Afturvirkir átthagafjötrar En hingað heim. Starfsfólk Fiskistofu afhenti sjávarútvegsráðherra áskorun í upphafi vikunnar þar sem þess var krafist að hætt yrði við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Næsta dag bárust fréttir af því að ríkisstjórnin hefði samþykkt, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Meðal annars er lagt til að ráðherrar fái auknar heimildir til að færa stofnanir á milli sveitarfélaga. Ekki verður komist að annarri niðurstöðu en þeirri að Sigmundur Davíð sé búinn að horfa aðeins of mikið á Downton Abbey. Fortíðarblætið er slíkt að maður óttast að næst verði teknir upp afturvirkir átthagafjötrar: Allir þurfa að flytja til þess staðar sem langafi þeirra bjó á. Í torfkofana með ykkur! Niður með flatskjáina, upp með Njálu, fokk Nike Free, allir í sauðskinnsskóna, kerti og spil í jólagjöf frá Framsóknarflokknum handa öllum, áfram Ísland! En ekki frekar en í hinu raunverulega Downton Abbey var lífið í íslenskum torfkofum sá glamúr sem framsóknarmenn virðast telja. Húsfreyjur liðu ekki draumkennt um baðstofuna, lögulegar í upphlutum sínum eins og Nigella Lawson, með nýsteiktar pönnsur í annarri og spenvolga mjólk í hinni á meðan húsbóndinn fór með húslestur og hugleiddi svo karlkyns steríótýpur í Íslendingasögunum er hann dundaði sér við að mjólka kýrnar. Nei, það voru lýs og mýs, það var kal og einangrun í afdal, það var hungur og dumbungur. Ríkisstjórninni virðist hins vegar ekki nægja að snúa við þróun mannsins þegar kemur að búferlaflutningum úr sveitum í borgir. Hún virðist staðráðin í að bakka alfarið með framfarir vestrænnar siðmenningar eins og þær leggja sig.Hinn raunverulegi forsendubrestur Við Íslendingar erum rík þjóð í flestum skilningi þess orðs. Við eigum auðæfi, auðlindir og mannauð. Við búum við frið á landi sem er óumdeilanlega okkar. Framsóknarflokkurinn vann kosningasigur vegna loforðs um að leiðrétta meintan forsendubrest. Tíndir hafa verið til 80 milljarðar úr ríkiskassanum sem ríkisstjórnin dreifir nú eins og jólasveinar til húsnæðiseigenda sem setja skóinn sinn út í glugga. Hinn raunverulegi íslenski forsendubrestur er hins vegar allt annar. „Við megum aldrei hætta að passa upp á heilbrigðiskerfið okkar,“ sagði Harry Smith í ræðu sinni á flokksþingi Verkamannaflokksins. „Ef við gerum það verður framtíð ykkar fortíð mín.“ Hinn raunverulegi íslenski forsendubrestur er sá að ein ríkasta þjóð í heimi er að glopra niður heilbrigðiskerfinu sínu. Á hverjum degi berast okkur sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin á Landspítalanum því þau eru biluð. Ég veit ekki með framsóknarfólk sem virðist óska okkur öllum hins fábreytta sveitalífs forfeðra okkar, en sjálf kæri ég mig ekki um að fortíð Harry Smith verði framtíð mín.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun