Flengingar, hnefun, saflát… Hildur Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2014 08:00 Já, ég biðst afsökunar ef það skvettist upp úr kaffibollanum hjá einhverjum sem kýs almennt minni groddaskap við blaðlesturinn. Þessi fyrirbæri eru hins vegar á meðal þeirra kynlífsathafna sem opinber nefnd í Bretlandi hefur ákveðið að banna í breskum klámmyndum. Það er ekki búið að banna klámið sjálft, en það er búið að banna tiltekna þætti þess sem nefndarmönnum þóttu ógeðslegir. Sama kvöld og sú frétt barst frá Bretlandi fylgdist ég af aðdáun með Stephen Fry fljúga um heiminn til að reyna að eyða fordómunum gegn samkynhneigðum. Mikið er það vond tilfinning þegar maður hreinlega skilur ekki hvaðan fordómarnir koma, hvað þá hvernig þeir ná að grassera þrátt fyrir upplýsingu, glimmergleðikærleiksgöngur og kærleiksbangsa eins og hann sem leggjast á eitt við að afnema þessa vondu og vandræðalegu forpokun. Sumir segja sem svo að þó að þeir hafi ekkert á móti samkynhneigð sem slíkri sé bara svo ógeðslegt hvernig samkynhneigðir haga sér. Prestur í Úganda ræddi til að mynda mest um anatómíska áhættu af meintu samkynhneigðu kynlífi karlmanna, þegar Stephen Fry var að reyna að benda honum á að þetta snerist fyrst og fremst um ást. Í Bretlandi hafa margir orðið til að benda á að ákvörðun opinberrar nefndar um hvað séu fallegar kynlífsathafnir og hvað ekki sé aðför að tjáningarfrelsinu. „Klámið er kanarífuglinn í kolanámu tjáningarfrelsisins; það er fyrsta frelsið sem deyr,“ skrifaði lögfræðingurinn Myles Jackman. Það er margt til í því. Þótt margir geti ekki hugsað sér að taka þátt í kynlífi með einhverjum af sama kyni bera þeir engu að síður virðingu fyrir samkynhneigð. Með sama hætti er það svo að þótt einhverjum þyki tilteknar kynlífsathafnir skrýtnar og afbrigðilegar þá geta þær hvort sem okkur líkar betur eða verr verið jafnmikil trausts- og ástartjáning á milli tveggja einstaklinga sem eru þannig innstilltir. Fordómar gagnvart kynferðislegum hug og hegðun skána ekkert þó undir öðrum formerkjum séu. Það er jafn vont að vilja takmarka kynhneigð „því hún sé ógeðsleg“ og að vilja takmarka kynhegðun „því hún sé ógeðsleg“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Já, ég biðst afsökunar ef það skvettist upp úr kaffibollanum hjá einhverjum sem kýs almennt minni groddaskap við blaðlesturinn. Þessi fyrirbæri eru hins vegar á meðal þeirra kynlífsathafna sem opinber nefnd í Bretlandi hefur ákveðið að banna í breskum klámmyndum. Það er ekki búið að banna klámið sjálft, en það er búið að banna tiltekna þætti þess sem nefndarmönnum þóttu ógeðslegir. Sama kvöld og sú frétt barst frá Bretlandi fylgdist ég af aðdáun með Stephen Fry fljúga um heiminn til að reyna að eyða fordómunum gegn samkynhneigðum. Mikið er það vond tilfinning þegar maður hreinlega skilur ekki hvaðan fordómarnir koma, hvað þá hvernig þeir ná að grassera þrátt fyrir upplýsingu, glimmergleðikærleiksgöngur og kærleiksbangsa eins og hann sem leggjast á eitt við að afnema þessa vondu og vandræðalegu forpokun. Sumir segja sem svo að þó að þeir hafi ekkert á móti samkynhneigð sem slíkri sé bara svo ógeðslegt hvernig samkynhneigðir haga sér. Prestur í Úganda ræddi til að mynda mest um anatómíska áhættu af meintu samkynhneigðu kynlífi karlmanna, þegar Stephen Fry var að reyna að benda honum á að þetta snerist fyrst og fremst um ást. Í Bretlandi hafa margir orðið til að benda á að ákvörðun opinberrar nefndar um hvað séu fallegar kynlífsathafnir og hvað ekki sé aðför að tjáningarfrelsinu. „Klámið er kanarífuglinn í kolanámu tjáningarfrelsisins; það er fyrsta frelsið sem deyr,“ skrifaði lögfræðingurinn Myles Jackman. Það er margt til í því. Þótt margir geti ekki hugsað sér að taka þátt í kynlífi með einhverjum af sama kyni bera þeir engu að síður virðingu fyrir samkynhneigð. Með sama hætti er það svo að þótt einhverjum þyki tilteknar kynlífsathafnir skrýtnar og afbrigðilegar þá geta þær hvort sem okkur líkar betur eða verr verið jafnmikil trausts- og ástartjáning á milli tveggja einstaklinga sem eru þannig innstilltir. Fordómar gagnvart kynferðislegum hug og hegðun skána ekkert þó undir öðrum formerkjum séu. Það er jafn vont að vilja takmarka kynhneigð „því hún sé ógeðsleg“ og að vilja takmarka kynhegðun „því hún sé ógeðsleg“.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun