Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Leik Arsenal og Wol­ves frestað

    Enn er verið að fresta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er ljóst að Skytturnar mæta ekki Úlfunum þann 28. desember vegan kórónuveirunnar og gríðarlega meiðsla í herbúðum Úlfanna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brig­hton gekk frá Brent­ford í fyrri hálf­leik

    Tvö mörk í fyrri hálfleik sáu til þess að Brighton & Hove Albion sótti þrjú stig í greipar Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur á The American Express Community-vellinum 2-0 heimamönnum í Brighton í vil.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Terry aftur til Chelsea

    John Terry er á leið aftur til enska knattspyrnufélagsins Chelsea samkvæmt The Athletic. Miðvörðurinn fyrrverandi lék með Chelsea nær allan sinn feril ef frá er talið eitt ár hjá Aston Villa sem og lán hjá Nottingham Forest á hans yngri árum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þurfti á svona frammistöðu að halda

    „Ég er ánægður með eigin frammistöðu en ég verð að halda áfram,“ sagði Romelu Lukaku eftir 3-1 sigur Chelsea á Aston Villa. Lukaku var að skora sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í deildinni síðan hann skoraði tvennu gegn sama liði þann 11. september.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skemmti­legur leikur á að horfa

    „Þetta var skemmtilegur leikur á að horfa þrjú stig til viðbótar fyrir okkur,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, eftir ótrúlegan 6-3 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Meistararnir höfðu betur í markaveislu

    Svo virtist sem Leicester City myndi ekki eiga möguleika gegn Englandsmeisturum Manchester City á Etihad-vellinum í dag. Staðan 4-0 í hálfleik en gestirnir skoruðu þrívegis í síðari hálfleik áður en heimamenn tryggðu sigurinn, lokatölur 6-3 í ótrúlegum leik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ótrúlegur fjöldi frestaðra leikja í efstu fjórum deildum Englands

    Nú fyrir um hálftíma hófst leikur Huddersfield og Blackpool í ensku B-deildinni. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Daníel Leó Grétarsson er í fyrsta skipti í byrjunarliði Blackpool og að þetta er einn af aðeins tveimur leikjum sem ekki var frestað vegna kórónuveirunnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Elanga framlengir við Manchester United

    Sænski knattspyrnumaðurinn Anthony Elanga fékk nýjan samning við Menchester United í jólagjöf í gær. Þessi 19 ára kanntmaður skrifað undir samning til ársins 2026, með möguleika á eins árs framlengingu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Manchester City safnar fyrir Haaland

    Manchester City er sagt hafa nú þegar samþykkt sölu á fjórum leikmönnum fyrir næsta sumar, en talið er að fjármunirnir sem fáist fyrir þær sölur verði notaðir til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund.

    Enski boltinn