

Dómsmál
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við.

Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum hjólagarpsins Arnars
Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum Arnars Helga Lárussonar vegna slæms aðgengis fatlaðra að Duushúsinu og 88-húsinu í bænun.

Áætlað verðmæti þýfisins 43 milljónir króna
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðar- og fíkniefnabrota. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot þar sem áætlað verðmæti alls þýfisins nam ríflega 43 milljónum króna.

„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“
Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum.

„Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“
Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu.

Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs
Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis.

Sex ára fangelsi og fær ekki að halda Rolex-úrinu
Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að framleiðslunni. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku.

Skipaður lögráðamaður dró sér þrjár milljónir króna
Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á sextugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi eftir að hafa sem skipaður lögráðamaður dregið sér rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningi skjólstæðings og millifært inn á persónulegan reikning.

Þurfa ekki að taka ábyrgð á skuld við Slayer - í bili
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice af kröfu umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer um greiðslu á þóknun.

„Þessi refsing endurspeglar alvarleika brotsins“
Dómur í máli Gísla Haukssonar fyrir brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni féll 17. maí síðastliðinn. Gísli játaði sök og var gert að sæta 60 daga skilorðsbundnu fangelsi en mörgum þótti dómurinn vægur. Haukur Örn Birgisson, verjandi Gísla í málinu, segir ástæðu refsingarinnar einfaldlega vera kröfur ákæruvaldsins sem umbjóðandi hans hafi sætt sig við. Hann afsalaði sér málsvarnarlaunum í málinu

Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar
Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag.

Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul.

Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti
Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag.

Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin
Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í deilu félaganna um hvort að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini bílaleigu félagsins sem nýttu sér bílastæði við Hafnartorg án þess að greiða fyrir það.

Sagði vinkonu stökkva á vagninn vegna annarrar nauðgunarkæru
Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun árið 2009 þar sem dómurinn taldi ákæruvaldið ekki hafa tekist að sanna sekt hans. Fá sönnunargögn lágu fyrir í málinu og byggði málið að miklu leyti á framsögu vitna.

Lenti á hausnum vegna vindhviðu en fær bætur
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu veitingarstaðarins Bryggjunnar á Akureyri vegna líkamstjóns sem kona varð fyrir á leið sinni inn á veitingastaðinn í september 2015.

Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti
Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum.

Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar.

Gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt vegna skattsvika
Kona, sem sat í stjórn einkahlutafélagsins Hæ ehf., hefur verið gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt til ríkissjóðs fyrir skattalagabrot á árunum 2016 og 2017.

Ríkið þarf að greiða olíufélögum rúmlega hálfan milljarð
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Skeljungi 448 milljónir króna í dómsmáli sem snerist um endurgreiðslu flutningsjöfnungargjalds. Ríkið þarf jafn framt að greiða Atlantsolíu 86 milljónir vegna sambærilegs máls.

Kynferðisbrotamenn reyni að nálgast börn í auknum mæli á Snapchat
Ábendingum til lögreglu um meinta kynferðisbrotamenn á samskiptaforritinu Snapchat hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir lögregla sem telur óvíst hvort lögregla hafi lagalegar heimildir til að loka slíkum reikningum.

„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“
Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur.

Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum
Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum.

Dæmdur fyrir að stinga mann í bakið og bíta og hóta lögreglumanni lífláti
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átján mánaða fangelsi meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið mann í bakið með borðhníf og sömuleiðis fyrir að hafa bitið og hótað lögreglumanni lífláti.

Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið
Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina,

Þolendur ofbeldis gerðir að skotmarki í dómsal
Fyrirlitning, mismunun og þöggun gegn þolendum kynbundins ofbeldis lifir góðu lífi í íslensku samfélagi. Fjallað hefur verið um þennan rótgróna vanda okkar fámennu þjóðar í erlendum fjölmiðlum, sem hafa sýnt vaxandi áhuga á feminískri baráttu á Íslandi.

Greiði rúmlega sex milljónir króna vegna uppsagnar þungaðrar konu
Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða konu skaðabætur upp á ríflega sex milljónir króna vegna þess að henni var sagt upp með ólögmætum hætti skömmu eftir að hún tilkynnti að hún væri barnshafandi.

Fyrrverandi formaður dæmdur til að greiða húsfélagi 2,8 milljónir
Kona, sem gengdi hlutverki formanns í húsfélags Efstasunds 100, hefur verið dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna. Konan hafði dregið sér fé úr húsfélaginu þegar hún var þar formaður á árunum 2017 til 2019.

„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi“
Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, segir lífið í fangelsi ágætt. Hann segist hafa flúið úr héraðsdómi þegar hann sá að lögreglumennirnir hafi ekki veitt honum næga athygli og hann hafi vitað að hann næði að flýja.

Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi.