Segir sýknudóm vonbrigði Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. mars 2023 19:47 Sigurður segir margt í ferlinu hafa verið ámælisvert. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka. Salan fór fram árið 2016 en Lindarhvoll sá um sölu á eignum sem ríkið leysti til sín eftir hrun. Ein þessara sala var salan á eignarhaldsfélaginu Klakka sem áður hét Exista. Krafa Frigusar hljóðaði upp á rúmar 650 milljónir. Kvika banki fyrir hönd Frigusar setti fram tilboð upp á 501 milljón, BLM fjárfestingar buðu 505 milljónir og tilboð frá Ásaflöt ehf. hljóðaði upp á 502 milljónir. Tilboði BLM fjárfestinga var að lokum tekið. Félagið Frigus kærði ríkið og Lindarhvol með það fyrir augum að fá greiddar bætur því ekki hafi verið rétt staðið að sölunni en Frigus er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, eitt sinn kennda við Bakkavör og Sigurðar Valtýssonar sem einnig er framkvæmdastjóri félagsins. Sigurður gagnrýnir söluferlið harðlega. „Jafnræði bjóðenda var ekkert, gagnsæi var lítið og hlutlægni lítil. Það var ekkert farið eftir siðareglum félagsins um þessi mál. Það liggur fyrir að þeir sem buðu voru framkvæmdastjórar og fjármálastjórar klakka, þeir höfðu að sjálfsögðu betri upplýsingar en allir aðrir. Þeir höfðu sex mánaða uppgjör klakka, þeir höfðu sjö og átta mánaða uppgjör Lýsingar, sem var aðaleign félagsins.“ Það sé í skoðun hvort sýknudómnum verði áfrýjað. „Við erum að fara yfir dóminn í rólegheitum en það eru miklar líkur á því. Niðurstaðan kom mér á óvart og töluverð vonbrigði að sjá hvernig er skautað framhjá miklum ágöllum í þessu ferli.“ Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Salan fór fram árið 2016 en Lindarhvoll sá um sölu á eignum sem ríkið leysti til sín eftir hrun. Ein þessara sala var salan á eignarhaldsfélaginu Klakka sem áður hét Exista. Krafa Frigusar hljóðaði upp á rúmar 650 milljónir. Kvika banki fyrir hönd Frigusar setti fram tilboð upp á 501 milljón, BLM fjárfestingar buðu 505 milljónir og tilboð frá Ásaflöt ehf. hljóðaði upp á 502 milljónir. Tilboði BLM fjárfestinga var að lokum tekið. Félagið Frigus kærði ríkið og Lindarhvol með það fyrir augum að fá greiddar bætur því ekki hafi verið rétt staðið að sölunni en Frigus er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, eitt sinn kennda við Bakkavör og Sigurðar Valtýssonar sem einnig er framkvæmdastjóri félagsins. Sigurður gagnrýnir söluferlið harðlega. „Jafnræði bjóðenda var ekkert, gagnsæi var lítið og hlutlægni lítil. Það var ekkert farið eftir siðareglum félagsins um þessi mál. Það liggur fyrir að þeir sem buðu voru framkvæmdastjórar og fjármálastjórar klakka, þeir höfðu að sjálfsögðu betri upplýsingar en allir aðrir. Þeir höfðu sex mánaða uppgjör klakka, þeir höfðu sjö og átta mánaða uppgjör Lýsingar, sem var aðaleign félagsins.“ Það sé í skoðun hvort sýknudómnum verði áfrýjað. „Við erum að fara yfir dóminn í rólegheitum en það eru miklar líkur á því. Niðurstaðan kom mér á óvart og töluverð vonbrigði að sjá hvernig er skautað framhjá miklum ágöllum í þessu ferli.“
Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Það sé beinlýnis villandi að benda á olíufélögin Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira