Hefur áhyggjur af því að fangelsi landsins séu að fyllast af „barnungum afbrotamönnum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 17:03 „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane Verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum og kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda. Þá er hún ósátt við að rúmlega þrítugur karlmaður hafi verið sýknaður í dag af þátttöku sinni í Borgarholtsskólamálinu. Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur. Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur.
Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira