„Ég hefði aldrei haft hugmyndaflug í að þetta gæti gerst“ „Svona „tension“ hafði maður aldrei heyrt af áður hér á landi; að menn óttuðust um líf sitt í hefndaraðgerðum, eftir að maður var tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt. Þetta voru ekki slagsmál fyrir utan b5, eða einhver barningur niðri í bæ. Þetta var í rauninni eitthvað sem við sjáum bara í bíómyndum.“ Innlent 4. mars 2024 09:46
Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. Innlent 1. mars 2024 21:36
Nauðgaði sautján ára stúlku í leigubíl á Reykjanesbrautinni Abdul Habib Kohi hefur verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, fyrir að hafa nauðgað sautján ára stúlku í leigubíl sínum þegar hann ók henni heim. Innlent 1. mars 2024 14:11
Flutti kókaínið og ketamínið innvortis og í fatnaði Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í fjórtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla umtalsverðu magni af kókaíni og ketamíni til landsins. Innlent 1. mars 2024 07:50
Kom til landsins með kíló af kókaíni innvortis Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudaginn til tuttugu mánaða fangelsisvistar og greiðslu rúmra tveggja milljón króna í sakarkostnað fyrir að hafa farið með rúmt kíló af kókaíni földu innvortis til Íslands með flugi frá París. Innlent 29. febrúar 2024 23:38
„Af hverju svarar þú ekki símanum?“ spurði maður áður en hann stakk nývaknaða konu Karlmaður hlaut í síðustu viku fimmtán mánaða fangelsisdóm í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir rán og líkamsárás þar sem hann stakk konu tvívegis . Atvik málsins áttu sér stað á júníkvöldi árið 2022. Innlent 29. febrúar 2024 16:09
Fæðingarorlofssjóður þarf ekki að miða við erlendar tekjur Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum konu sem krafðist þess að ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs, um áætlun um greiðslur til hennar í fæðingarorlofi úr sjóðnum, yrði dæmd ógild. Hún fékk lágmarksgreiðslur úr sjóðnum þar sem hún hafði þegið laun í Danmörku en ekki Íslandi í aðdraganda fæðingar. Innlent 29. febrúar 2024 13:25
Tólf dómar ÍL-sjóði í hag í dag Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í tólf dómsmálum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Innlent 28. febrúar 2024 22:22
Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skattsvik Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Innlent 28. febrúar 2024 19:37
Gekk berserksgang á billjardstofu Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tilefnislausa líkamsárás á billjardstofu í júní í fyrra. Innlent 28. febrúar 2024 15:16
Arnar krefst milljóna vegna árangurs sem Hallgrímur náði Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson er farinn í hart og hefur stefnt sínum gömlu vinnuveitendum í KA. Málið snýst um greiðslur vegna árangurs KA í Evrópukeppni, sem Arnar lagði grunninn að. Íslenski boltinn 28. febrúar 2024 11:31
Fór huldu höfði á landinu í samtals tvö ár Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag. Innlent 27. febrúar 2024 18:03
DNA konu fannst á typpi karlmanns en dugði ekki til Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun með því að hafa á árshátíð stungið lim sínum í munn samstarfskonu eiginkonu sinnar á klósettinu. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Of mikill vafi þótti á því hvort maðurinn hefði verið að verki. Innlent 27. febrúar 2024 16:43
Eltu kærustupar grunað um græsku um miðbæinn á kvennafrídaginn Karl og kona hafa hvort um sig fengið árslangan fangelsisdóm fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. Parinu var gefið að sök að gera tilraun til að taka við tæplega 1,1 kílói af kókaíni sem kom með póstsendingu til landsins sem barst þann átjánda október í fyrra. Innlent 27. febrúar 2024 14:26
Strauk píkuna á samstarfskonu á árshátíð úti á landi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa árétti samstarfskonu sína kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins haustið 2022. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu og færði sig yfir á vinnustöð þar sem aðeins konur vinna. Innlent 27. febrúar 2024 13:28
Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur. Innlent 27. febrúar 2024 10:59
Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. Innlent 27. febrúar 2024 09:58
Eins árs fangelsi fyrir að flytja inn lítra af amfetamíni Kona hefur verið dæmd til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn rúman lítra af amfetamínbasa frá Póllandi. Innlent 26. febrúar 2024 17:01
Gripinn glóðvolgur með tvö kíló af kókaíni Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripinn með rúmlega tvö kíló af kókaíni í ferðatösku sinni við komuna til landsins í desember síðastliðnum. Innlent 26. febrúar 2024 13:42
Gjaldþrota veitingamaður mátti ekki borga þrjátíu kúlur fyrir kókið Greiðslu gjaldþrota veitingamanns til Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf. upp á tæplega þrjátíu milljónir króna hefur verið rift af Landsrétti. Maðurinn nýtti fjármuni frá gjaldþrota fyrirtæki sínu til þess að greiða skuld sem hann hafði gengið í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Viðskipti innlent 26. febrúar 2024 11:58
Átök í kókaínpartýi í Þorlákshöfn enduðu fyrir dómi Maður, sem var ákærður fyrir að slá konu með bréfpoka fullum af bjórflöskum, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Innlent 24. febrúar 2024 23:29
Nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið á göngustíg Rúmlega tvítugur karlmaður á Suðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga kunningjastúlku sem mælti sér mót við hann til að fá vökva í veipið sitt. DNA-sýni var lykilgagn í málinu. Innlent 23. febrúar 2024 17:36
Sáðlát yfir andlit með valdi litið alvarlegri augum í Landsrétti Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili hennar í júlí sumarið 2021. Hann var nítján ára þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu kynnst á Instagram fyrr um daginn. Landsréttur þyngdi refsingu úr héraði þar sem maðurinn fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir blygðunarsemi. Innlent 23. febrúar 2024 16:01
Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum framseldan frá Íslandi Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis. Innlent 23. febrúar 2024 15:32
„Reddari“ tekinn með haug af kannabis og sand af seðlum Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum. Innlent 22. febrúar 2024 14:25
Ekki hugað að öryggi almennings í Gleðivík Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli. Innlent 22. febrúar 2024 12:34
BHM og Friðrik Jónsson sýknuð af kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bandalag háskólamanna og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formann BHM, af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sakaði Friðrik um að hafa brotið gegn trúnaðarskilyrðum starfslokasamnings. Innlent 22. febrúar 2024 11:46
Lífeyrissjóðamálið fer beint til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna í máli sjóðsfélaga á hendur sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, ólögmæta og málinu var skotið beint til Hæstaréttar. Innlent 21. febrúar 2024 18:55
Draumur marxista um fría lóð endanlega úti Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess. Innlent 20. febrúar 2024 23:08
Snæþór Helgi gengur laus þrátt fyrir dóm fyrir hrottalegt ofbeldi gegn fyrrverandi Snæþór Helgi Bjarnason, sem var á dögunum dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann hlaut fjögurra ára dóm fyrir árásina þar sem ekki var talið að hann hefði reynt að ráða konunni bana. Þar með er skilyrðum laga um meðferð sakamála um áframhaldandi gæsluvarðhald ekki uppfyllt. Innlent 20. febrúar 2024 18:44