Parið situr inni fram að dómi Réttað verður í Suður-Afríku 18. apríl á næsta ári í máli morðingja Gísla Þorkelssonar, að sögn Andy Pieke, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar. Innlent 27. október 2005 06:00
Ríkið sýknað Bótakröfu konu á fertugsaldri á hendur ríkinu upp á rúmar 48 milljónir króna var í gær hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar 2000 var æxli fjarlægt úr höfði konunnar á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún vildi meina að meinið hefði átt að greina hér í mæðraskoðun árið 1998. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir varanlega örorku hennar, sem metin er 100 prósent. Innlent 26. október 2005 03:45
Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Innlent 25. október 2005 12:30
Tvö í haldi vegna dópsmygls Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna fíkniefnasmygls. Fólkið er grunað um að hafa smyglað fíkniefnum til landsins í þrjú skipti að minnsta kosti. Innlent 25. október 2005 06:55
Deildarstjóri fái miskabætur Akureyrarbær verður að greiða deildarstjóra hjá bænum sjö hundruð þúsund krónur í miskabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Maðurinn heldur jafnframt starfi sínu hjá bænum en hann og bæjaryfirvöld deildu um hvort hann ætti enn rétt á starfinu eða ekki. Innlent 24. október 2005 14:30
Fær ekki lífeyri föður síns Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af kröfu konu sem fór fram á að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn. Innlent 19. október 2005 00:01
Sýknaður af 94 milljóna kröfu Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Atlanta, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af skaðabótakröfu upp á 94 milljónir króna. Sækjandi í málinu, sem er norskur athafnamaður, stefndi Arngrími á þeim forsendum að hann hafi skuldbundið sig til að gerast aðili að fyrirtæki stefnanda, Scandinavian Historic Flight, og til að leggja tiltekna fjármuni til félagsins. Innlent 7. október 2005 00:01
Hæstiréttur ómerkti sýknudóminn Hæstiréttur ómerkti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps með því að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar, og vísaði málinu aftur til Héraðsdóms. Sýknudómurinn vakti undrun á sínum tíma þar sem hann byggðist á því að enginn hafi séð verknaðinn nægilega vel. Innlent 7. október 2005 00:01
Getur ekki samþykkt kröfuna Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Innlent 5. október 2005 00:01
Ramsey fékk 18 mánaða dóm Scott Ramsey, sem ákærður var fyrir að bana manni með hnefahöggi á skemmtistað í Keflavík á síðasta ári, fékk 18 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 15 mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Innlent 5. október 2005 00:01
Skyrslettumálið tekið fyrir Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsdóttir sem ákærð eru fyrir stórfelld eignaspjöll og húsbrot þegar þau slettu skyri á ráðstefnugesti á Hótel Nordica í sumar. Innlent 26. september 2005 00:01
Mál Auðar Laxness tekið fyrir Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku. Innlent 26. september 2005 00:01
Lögregla braut verklagsreglur Lögreglan braut gegn eigin verklagsreglum við rannsókn á máli konu sem þrír menn nauðguðu segir Atli Gíslason, lögmaður konunnar. Innlent 24. september 2005 00:01
2 ára fangelsi fyrir líkamsárás Rúmlega fertugur maður, Trausti Finnbogason, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem hann framdi í félagi við 17 ára ungling. Réðust árásarmennirnir að fórnarlambinu með kylfum og öðrum bareflum og slógu hann ítrekað í höfuðið. Innlent 23. september 2005 00:01
50 ára skuldabréf í fyrsta skipti Verðtryggð skuldabréf til 50 ára voru í fyrsta skipti í sögunni gefin út í gær. Það var breska ríkið sem gaf þau út en ávöxtunarkrafan var aðeins 1,11% sem er sú lægsta sem gerð hefur verið á verðtryggðum bréfum frá upphafi, að því greinir frá í Hálffimm fréttum KB banka. Viðskipti innlent 23. september 2005 00:01
Breyta þarf nauðgunarskilgreiningu Breyta þarf skilgreiningu á nauðgun í íslenskum lögum í takt við alþjóðlega þróun, að mati Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Hún telur að það leiddi til þess að frekar yrði hægt að ákæra í kynferðisbrotamálum. Innlent 23. september 2005 00:01
Refsimál ekki höfðað Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Innlent 23. september 2005 00:01
Húsfélag sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Húsfélagið að Lágmúla 5 af skaðabótakröfum konu sem datt fyrir utan húsið í lok janúar árið 2002 og ökklabrotnaði við það og sneri sig á hné. Varanleg örorka hennar var metin 15% eftir slysið. Innlent 9. september 2005 00:01
Lilja fær að ættleiða barn Lilja Sæmundsdóttir, konan sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið samþykki frá ráðuneytinu eftir að hafa barist fyrir dómstólum fyrir því að jafnt gangi yfir alla. </font /></b /> Innlent 5. september 2005 00:01
Kínverska parið fékk dóm í dag Grunur leikur á að karlmaður frá Filippseyjum hafi stundað að smygla fólki til Bandaríkjanna með viðkomu hér á landi. Kínverskt par var gripið með manninum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og dæmt til fangelsisvistar í dag. Innlent 16. júlí 2005 00:01
6 mánuðir fyrir árásir með flösku Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að slá tvo menn með glerflösku í menningarnótt árið 2003. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Innlent 12. júlí 2005 00:01
Foreldrarnir vilja áfrýjun Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Innlent 12. júlí 2005 00:01
Ók á 150 þegar hann sá stúlkuna Tæplega nítján ára piltur var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur í eins mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók á fjórtán ára stúlku á Bíldudalsvegi síðasta sumar. Sjálfur segist hann hafa verið á 150 kílómetra hraða þegar hann sá stúlkuna. Innlent 11. júlí 2005 00:01
Grasbændur ryðja sér til rúms Íslenskur landbúnaður hefur um nokkurt skeið verið einskonar olnbogabarn annarra atvinnugreina, í það minnsta í opinberri umræðu. Riðuveiki, gjaldþrot í fiski- og minkarækt, auk framleiðislustyrkja og tollamúra hafa löngum reynst bændum erfið. Nú virðist sem þetta gæti breyst og ný aukagrein sé að ryðja sér til rúms. Innlent 6. júlí 2005 00:01
Jón Trausti í 2 mánaða fangelsi Jón Trausti Lúthersson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist inn á ritstjórnarskrifstofur DV síðastliðið haust, tekið Reyni Traustason fréttastjóra hálstaki og hert að með þeim afleiðingum að honum sortnaði fyrir augum, marðist og hruflaðist á hálsi. Innlent 6. júlí 2005 00:01
Tengjast nígerískum glæpasamtökum? Grunur leikur á að par, sem stal tveimur bílaleigubílum og flutti úr landi, sé tengt nígerískum glæpasamtökum erlendis. Réttarhöld yfir parinu stóðu yfir í allan dag. Innlent 6. júlí 2005 00:01
Gill fékk 2 mánuði skilorðsbundið Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm um hádegisbil í máli ákæruvaldsins gegn Paul Gill sem, ásamt tveimur Íslendingum, var ákærður fyrir að sletta grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli. Gill var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en skaðabótakröfu Flugleiðahótela upp á rúmar tvær milljónir króna var vísað frá. Innlent 1. júlí 2005 00:01
Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Maður var dæmdur í 12 mánaða fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gagnvart ungu stúlkubarni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Barnið leit á manninn sem afa sinn og sjálfur bar hann fyrir dómi að hafa litið á stúlkuna sem barnabarn sitt. Innlent 1. júlí 2005 00:01
Gill unir skyrslettudómi Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Innlent 1. júlí 2005 00:01
Sex ákærðir í Baugsmálinu Sex hafa verið ákærðir í Baugsmálinu: Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, og tveir endurskoðendur. Í tilkynningu frá Baugi segir að fyrirtækið mun krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna þess tjóns sem Baugur "hefur orðið fyrir af völdum lögreglunnar". Innlent 1. júlí 2005 00:01