Skipasali dró sér aflahlutdeild í eigu fyrrverandi tengdaföður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Fréttablaðið/GVA Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Refsingin er bundin skilorði sökum þess hve langan tíma saksókn þess tók. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að maðurinn dró sér í fjórum tilvikum krókaaflahlutdeild í þorski sem var í eigu útgerðar sem fyrrverandi tengdafaðir hans átti. Ákærði hafði umsýslu með kvótanum. Aflamarkið seldi hann án heimildar fyrir rúmlega 28 milljónir króna. Stærstur hluti ávinningsins rann inn á reikning fyrirtækis mannsins en hluti á persónulegan bankareikning hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang leigt krókaaflamark, fyrir rúmlega milljón krónur, án heimildar og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014. Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Aðalmeðferð málsins fór fram í mars síðastliðnum en ekki var kveðinn upp dómur áður en sumarleyfi dómara hófst. Var málið endurflutt í október. Í niðurstöðu dómsins segir að ásetningur skipasalans hafi verið einbeittur og brot hans stórfelld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rannsókn í nóvember. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refsingin bundin skilorði. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmlega 3,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Refsingin er bundin skilorði sökum þess hve langan tíma saksókn þess tók. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að maðurinn dró sér í fjórum tilvikum krókaaflahlutdeild í þorski sem var í eigu útgerðar sem fyrrverandi tengdafaðir hans átti. Ákærði hafði umsýslu með kvótanum. Aflamarkið seldi hann án heimildar fyrir rúmlega 28 milljónir króna. Stærstur hluti ávinningsins rann inn á reikning fyrirtækis mannsins en hluti á persónulegan bankareikning hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang leigt krókaaflamark, fyrir rúmlega milljón krónur, án heimildar og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014. Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Aðalmeðferð málsins fór fram í mars síðastliðnum en ekki var kveðinn upp dómur áður en sumarleyfi dómara hófst. Var málið endurflutt í október. Í niðurstöðu dómsins segir að ásetningur skipasalans hafi verið einbeittur og brot hans stórfelld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rannsókn í nóvember. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refsingin bundin skilorði. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmlega 3,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira