Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn

Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Bókari dæmdur til þess að greiða 28 milljónir til baka

Fyrrverandi bókari og gjaldkeri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta var dæmdur í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða til baka 28 milljónir til Búseta sem hann dró að sér. Bókarinn, sem heitir Jón Jóhannesson, starfaði í 16 ár hjá félaginu áður en upp komst um fjárdráttinn.

Innlent
Fréttamynd

Embætti sérstaks saksóknara þögult sem gröfin

Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, segist ekki staðfesta neitt varðandi handtökur Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingríms Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans.

Innlent
Fréttamynd

Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar

Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir á spítala eftir árekstur

Tveir einstaklingar voru fluttir á spítala eftir árekstur upp í Gerðubergi fyrir stundu. Slökkviliðið mætti á vettvang í en í fyrstu var talið að það þyrfti að klippa þá út úr bílunum. Það reyndist þó ekki nauðsynlegt.

Innlent
Fréttamynd

Kókaínsmygl og peningaþvætti

Tveir karlmenn og tvær konur hafa verið ákærð fyrir fíkniefnasmygl, peningaþvætti og sölu fíkniefna. Hinir ákærðu eru íslensk, karl og kona, svo og par af erlendu bergi brotið.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald fyrir fíkniefnasmygl

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. apríl fyrir að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands í janúar en Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hótuðu ofbeldi

Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö á skilorði, fyrir húsbrot, hótanir og rán. Félagi hans var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá þriðji var dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt. Þrír til sem ákærðir voru í málinu, voru sýknaðir.

Innlent
Fréttamynd

Íkveikja á Litla Hrauni

Lögreglan á Selfossi rannsakar meinta íkveikja í fangaklefa á Litla-Hrauni í lok síðustu viku. Þar voru tveir menn saman í klefa þegar eldur kom þar upp. Fangaverðir náðu með snarræði að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Með fjögur kíló af amfetamíni

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir að standa saman að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Þeir ætluðu að selja efnið hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og að aka sviptur ökurétti. Ákæra á hendur manninum var stór í sniðum enda um mörg brot að ræða sem maðurinn framdi í fyrrasumar.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki

Hæstiréttur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslálki í Mosfellsbæ í desember 2004. Með þessu þyngdi Hæstiréttur dóm héraðsdóms sem dæmt hafði Loft Jens í tveggja ára fangelsi. Enn fremur var hann dæmdur til að greiða ekkju og börnum Ragnar um tólf milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir gæsluvarðhald vegna líkamsárásar

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa brotist inn á heimili á Skólavörðustíg í gengið í skrokk á húsráðanda og skilið hann eftir meðvitundarlausan.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann.

Innlent
Fréttamynd

Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda á Selfossi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr á árinu þar sem hann var í bílstjórasætinu við hús í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmd fyrir að draga sér fé

Kona var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik upp á nærri 300 þúsund krónur.

Innlent