Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar Gunnlaugsson fagnar vel í dag. Vísir/Baldur Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. „Auðvitaði fagna ég þessari niðurstöðu. Hún er byggð á því sem ég hef sagt frá upphafi að stjórn Lögmannafélagsins hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að beina erindum sem varða einstaka lögmenn til úrskurðarnefndar lögmanna. Og hefði stjórnin getað sparað sjálfri sér útgjöld og fyrirhöfn með því að ráðast ekki í þetta glapræði,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eftir að héraðsdómur gekk þá lét ég hafa eftir mér að ég virtist ekki njóta réttaröryggis á borð við aðra við meðferð mála minna fyrir íslenskum dómsstólum. Ég vona að þessi dómur sé ákveðin vísbending um að ég hafi haft rangt fyrir mér um þetta efni.“Ingimundur Einarsson var allt annað en sáttur við tölvupósta Jóns Steinars Gunnlaugssonar.Fréttablaðið/PjeturKvartaði undan „skætingi“ Jóns Steinars Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“Héraðsdómur sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars sem sagði dóminn kostulegan. Landsréttur sneri svo við dómnum í dag felldi úr gildi úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Var Lögmannafélagið dæmt til að greiða Jóni Steinari 1,2 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. „Auðvitaði fagna ég þessari niðurstöðu. Hún er byggð á því sem ég hef sagt frá upphafi að stjórn Lögmannafélagsins hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að beina erindum sem varða einstaka lögmenn til úrskurðarnefndar lögmanna. Og hefði stjórnin getað sparað sjálfri sér útgjöld og fyrirhöfn með því að ráðast ekki í þetta glapræði,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eftir að héraðsdómur gekk þá lét ég hafa eftir mér að ég virtist ekki njóta réttaröryggis á borð við aðra við meðferð mála minna fyrir íslenskum dómsstólum. Ég vona að þessi dómur sé ákveðin vísbending um að ég hafi haft rangt fyrir mér um þetta efni.“Ingimundur Einarsson var allt annað en sáttur við tölvupósta Jóns Steinars Gunnlaugssonar.Fréttablaðið/PjeturKvartaði undan „skætingi“ Jóns Steinars Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“Héraðsdómur sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars sem sagði dóminn kostulegan. Landsréttur sneri svo við dómnum í dag felldi úr gildi úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Var Lögmannafélagið dæmt til að greiða Jóni Steinari 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira