Lögreglan rannsakaði of mikið Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Innlent 29. nóvember 2012 08:00
Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Innlent 28. september 2012 08:00
Kröfu um frávísun Vafningsmálsins hafnað Kröfu sakborninga í Vafningsmálinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur núna klukkan tvö. Úrskurðurinn, sem Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp, er ekki kæranlegur til Hæstaréttar. Það voru sakborningar í málinu, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, sem fóru fram á að málinu yrði vísað frá dómi vegna ágalla á málsmeðferð þegar í ljós kom að tveir lögreglumenn sem störfuðu hjá sérstökum saksóknara höfðu unnið skýrslu fyrir þrotabú Milestone sem byggðu á gögnum frá embætti sérstaks saksóknara. Viðskipti innlent 17. september 2012 14:08
Lánveitingin gat ráðið úrslitum um rekstrarhæfi Glitnis "Rannsókn er haldin slíkum annmörkum að úr því verður ekki bætt undir rekstri málsins,“ sagði Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, í málflutningi um frávísunarkröfu ákæru á hendur Lárusi og Guðmundi Hjaltasyni í Vafningsmálinu. Viðskipti innlent 31. ágúst 2012 12:50
Lárus Welding fyrir rétti í dag Sakborningar í Vafningsmálinu svokallaða, þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag, þegar málflutningur fer þar fram. Viðskipti innlent 31. ágúst 2012 09:39
Í sextán ára fangelsi fyrir morð Hlífar Vatnar Stefánsson var dæmdur í sextán ára fangelsi í morgun fyrir morðið á Þóru Eyjalín Gísladóttur í Hafnarfirði fyrr á árinu. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað dóminn upp. Hlífar Vatnar var jafnframt dæmdur til að greiða aðstandendum hennar samtals fjórar milljónir í miskabætur. Innlent 6. júlí 2012 09:58
Hæstiréttur staðfestir úrskurð í Vafningsmálinu Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms að hafna kröfu verjenda í Vafningsmálinu. Þeir höfðu krafist þess að embætti sérstaks saksóknara fengi ekki að leggja fram greinargerð um innanhússrannsókn á rannsakendum málsins. Innlent 4. júlí 2012 17:27
Telur rannsóknina ekki í uppnámi Saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara segist ekki líta svo á að rannsóknin á Vafningsmálinu sé í uppnámi þrátt fyrir að rannsakendur málsins hafi verið kærðir fyrir brot á lögum um þagnarskyldu. Lögmaður ákærða segir drátt málsins bagalegan. Viðskipti innlent 27. júní 2012 19:54
Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag. Viðskipti innlent 27. júní 2012 15:00
Sérstakur saksóknari telur rannsóknina ekki ónýta Sérstakur saksóknari telur að störf þeirra rannsakenda hjá embætti sem voru kærðir á dögunum fyrir það að selja upplýsingar til þriðja aðila hafi ekki grafið undan rannsókn svokallaðs Vafningsmáls. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði saksóknari fram greinargerð með niðurstöðum innanhússrannsóknar sem bendi til þess að engin lög eða reglur hafi verið brotnar. Viðskipti innlent 27. júní 2012 09:58
Fimm ára fangelsi fyrir að ræna Michelsen Tveir karlmenn voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að ræna úraverslunina Michelsen. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi mennina á föstudag. Þeir Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, játuðu báðir aðild að úraráninu í Michelsen þegar málið var til meðferðar héraðsdóms í vor. Ránið var framið síðastliðið haust. Mennirnir fóru vopnaðir leikfangabyssum inn í úrabúðina og stálu úrum fyrir um 50 milljónir króna. Innlent 25. júní 2012 17:27
Stakk fórnarlambið um þrjátíu sinnum Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Innlent 22. júní 2012 19:55
300.000 kr. miskabætur í Aratúnsmálinu Blaðamaður DV var dæmdur til að greiða íbúa í Aratúni 300.000 króna miskabætur fyrir ærumeiðingar og 800.000 kr í málskostnað í Hæstarétti í dag. Innlent 14. júní 2012 16:55
Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. Innlent 14. júní 2012 10:15
Úraræningjar fyrir dóm í dag Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn þeim Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, sem eru grunaðir um hafa skipulagt úrarán í Michelsen á Laugavegi síðasta haust. Einn maður hefur þegar verið dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir aðild sína að ráninu. Innlent 13. júní 2012 10:25
Játuðu aðild að Michelsen-ráninu en neita að hafa skipulagt það Þeir Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, játuðu báðir aðild að úraráninu í Michelsen síðasta haust. Þá fóru mennirnir vopnaðir leikfangabyssum inn í úrabúðina og stálu úrum fyrir um 50 milljónir króna. Innlent 30. maí 2012 10:40
Ákærður fyrir hrottalegt morð Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hlífari Vatnari Stefánssyni, 23 ára Hafnfirðingi sem varð fyrrverandi unnustu sinni að bana í húsi að Skúlaskeiði í Hafnarfirði í byrjun febrúar. Innlent 8. maí 2012 08:00
Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. Innlent 8. mars 2012 13:43
Hæstiréttur dæmir Herbert til að greiða milljónir Herbert Guðmundsson söngvari og Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, voru í dag dæmd til að greiða 3,6 milljónir króna vegna vangoldinna hússjóðsgjalda. Hæstiréttur kvað upp dóminn í dag og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sama efnis, sem kveðinn var upp 25. júní 2010. Innlent 1. mars 2012 18:29
Þrír starfsmenn KPMG í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara Þrír starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins KPMG hafa verið færðir til skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara en starfsmenn embættisins komu í höfuðstöðvar KPMG í morgun. Viðskipti innlent 2. febrúar 2012 14:31
Skrifaði ummæli á dv.is um Aratúnsmálið - þarf að borga 500 þúsund Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu um sextugt til þess að greiða 500 þúsund krónur vegna ummæla sem hún skrifaði í athugasemdarkerfi á vefnum dv.is. Innlent 5. janúar 2012 13:38
Aratúnsfjölskyldan áfrýjar ekki málinu Aratúnsfjölskyldan ætlar ekki að áfrýja sýknudómi í meiðyrðamáli sem fjölskyldan höfðaði gegn Trausta Laufdal Aðalsteinssyni, sem bloggaði á vefsvæði DV. Trausti kallaði fjölskylduna meðal annars bilað lið og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum". Innlent 19. desember 2011 16:00
Aratúnsfjölskyldan tapaði meiðyrðamáli í héraðsdómi Trausti Laufdal Aðalsteinsson bloggari var í dag sýknaður af meiðyrðastefnu vegna ummæla sem hann viðhafði á bloggsíðu á DV. Það var fjölskylda í Aratúni sem stefndi Trausta en hann mun meðal annars hafa kallað fólkið "bilað lið“ og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum“. Innlent 19. desember 2011 15:00
Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Innlent 30. nóvember 2011 13:19
Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. Innlent 13. október 2011 16:55
Fjölskylda Hannesar: „Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. Innlent 13. október 2011 16:39
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. Innlent 13. október 2011 16:03
Gunnar Rúnar mætti ekki fyrir dóm í gær Gunnar Rúnar Sigurþórsson mætti ekki fyrir dóm þegar málflutningur í máli hans fór fram í Hæstarétti í gær. Innlent 29. september 2011 04:00
Réttað yfir Gunnari í Hæstarétti Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fór fram í Hæstarétti Íslands í morgun. Gunnar Rúnar var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í mars síðastliðnum um að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni. Hann var hins vegar sýknaður af kröfu um refsingu vegna svæsins geðrofs og gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun. Hvorki aðstandendur Hannesar Þórs né ákæruvaldið sættu sig við þessa niðurstöðu héraðsdóms og saksóknari tók þá ákvörðun að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 28. september 2011 09:54
44 ár að skipta upp dánarbúi Hæstiréttur féllst á að skipa nýja skiptastjóra yfir búi Sigurðar Kristjáns Hjaltested, sem andaðist 13. nóvember 1966, en meðal erfingja voru faðir Þorsteins Hjaltesteds, sem var skattakóngur í ár. Búið hefur því legið óskipt í 44 ár. Viðskipti innlent 24. ágúst 2011 20:30