Innlent

ALC fær að kæra til Hæstaréttar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli í dag. Athygli vekur að flutningabílar eru staðsettir hringinn í kringum vélina.
Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli í dag. Athygli vekur að flutningabílar eru staðsettir hringinn í kringum vélina. Vísir/Vilhelm
Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að kæra úrskurð Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. Isavia hefur skilað greinagerð sinni til Hæstaréttar. Næsta skref er að Hæstiréttur taki afstöðu til kærunnar og fæst þá niðurstaða í málið. 

Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar Wow air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli.

ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, ekki fyrir allri skuld Wow air sem sögð er um tveir milljarðar króna.

Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta.


Tengdar fréttir

Kröfu ALC vegna Wow-vélarinnar vísað frá

Kröfu bandaríska flugvélaleigasalans ALC um að kyrrsetningu Isavia á Airbus-flugvél leigusalans verði aflétt hefur verið vísað frá af Héraðsdómi Reykjaness.

Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC

Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð.

Kyrrsetta Wow þotan leigð til Englands

Airbus A321 farþegaþotunni, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli vegna tveggja milljarða króna skuldar hins gjaldþrota WOW air, hefur verið stefnt til Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×