Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Snæfell vann báða leiki sína á Ljósanæturmóti kvenna í gær

    Kvennalið Snæfells byrjaði undirbúningstímabilið í körfunni á tveimur sigrum á Ljósanæturmóti kvenna í gær. Snæfell vann 59-56 sigur á nýliðum Grindavíkur og 66-40 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið er reyndar mjög mikið breytt frá því í fyrra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslands- og bikarmeistaranir saman í riðli í Lengjubikar karla

    Það styttist í að körfuboltatímabilið hefjist og í dag var dregið í riðla í Lengjubikar karla og kvenna. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki lentu í sama riðli og bikarmeistarar Keflavíkur og hjá honunum drógust Reykjanesbæjarliðin, Njarðvík og Keflavík, í sama riðli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KKÍ kynnti Domino's-deildirnar í dag

    Nýtt nafn á Úrvalsdeildir karla og kvenna í körfuknattleik var kynnt til sögunnar í dag en þær hafa heitið Iceland Express deildirnar undanfarin sjö ár eða frá og með 2005-06 tímabilinu. Næstu þrjú árin munu efstu deildir karla og kvenna hinsvegar bera nafn Domino's og heita Domino's deild karla og Domino's deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bryndís komin heim til Keflavíkur

    Sjö leikmenn skrifuðu í dag undir samninga við kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik. Þeirra á meðal er Bryndís Guðmundsdóttir sem spilaði með KR á síðustu leiktíð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Falur hættir með Keflavíkurkonur - Sigurður þjálfar bæði liðin

    Sigurður Ingimundarson mun þjálfa bæði karla- og kvennalið Keflavíkur Iceland Express deildunum í körfubolta á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Falur Harðarson ákvað að hætta þjálfun kvennaliðsins eftir aðeins eitt ár með liðið en hann stígur til hliðar sökum anna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þriðji oddaleikurinn á 4 árum?

    Njarðvíkurkonur fá í dag annað tækifæri til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar þær heimsækja Hauka í Schenker-höllinni á Ásvöllum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 66-69

    Haukar unnu í kvöld frábæran sigur, 69-66, á Njarðvíkingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta. Njarðvík komst mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleiknum en þær rauðklæddu neituðu að gefast upp og unnu að lokum sigur. Staðan er því 2-1 fyrir Njarðvík í einvíginu um titilinn en næsti leikur fer fram á Ásvöllum á laugardaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lið með heimavallarrétt í lokaúrslitum hefur ekki tapað í tíu ár

    Njarðvík og Haukar hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en fyrsti leikur liðanna hefst klukkan 19.15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík er bikarmeistari og Haukar sópuðu út Íslandsmeisturum Keflavíkur. Haukar geta orðið Íslandsmeistarar í fjórða sinn á sjö árum en Njarðvík er að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið

    Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðrún Ósk líka með slitið krossband

    Haukar verða án tveggja lykilmanna í úrslitarimmunni gegn Njarðvík í Iceland Express-deild kvenna. Fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir er með slitið krossband en frá því var greint á heimasíðu félagsins í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistarar Keflavíkur sendar snemma í sumarfrí

    Íslandsmeistaratitilinn verður ekki áfram í Keflavík í kvennaboltanum en það var ljóst eftir að Haukakonur sópuðu deildarmeisturum Keflavíkur út með 75-52 stórsigri í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Haukaliðið vann alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvíginu og er því komið í lokaúrslitin um titilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íris með slitið krossband

    Íris Sverrisdóttir spilar ekki meira með Haukum á tímabilinu þar sem hún er með slitið krossband. Þetta var staðfest á heimasíðu Hauka í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 93 - 85

    Njarðvík komust í 2-1 í undanúrslitarimmu sinni við Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Eftir hörkuspennu allan leikinn fengu Njarðvíkustúlkur fjölda vítakasta undir lok leiksins sem þær nýttu vel og tryggði það að lokum 93 - 85 sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur í lykilstöðu á móti Íslandsmeisturunum - myndir

    Haukakonur eru komnar í frábæra stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 73-68 sigur í kvöld. Haukaliðið vann einnig fyrsta leikinn í Keflavík og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íris fór úr hnjálið í sigri Hauka

    Haukakonur eru komnar í 2-0 á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur eftir 73-68 sigur í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar náðu að landa sigrinum þrátt fyrir að missa einn sinn besta leikmann upp á sjúkrahús í fyrri hálfleik og vantar nú aðeins einn sigur til þess að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti