Stjarnan svarar kæru Njarðvíkur: Getur ekki verið skýrara Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 15:00 Sara Diljá fyrir miðju. vísir/valli Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira