Stjarnan svarar kæru Njarðvíkur: Getur ekki verið skýrara Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 15:00 Sara Diljá fyrir miðju. vísir/valli Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum