Stjarnan svarar kæru Njarðvíkur: Getur ekki verið skýrara Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 15:00 Sara Diljá fyrir miðju. vísir/valli Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira