Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega

    Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn

    Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Sakavottorðið fór ekki rétta leið“

    Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína.

    Sport
    Fréttamynd

    „Erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum“

    Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með 77-70 sigur Njarðvíkur á Keflavík, sem var samt sem áður sérstakur fyrir hana. Kamilla Sól er uppalin í Keflavík og lék 6 leiki með liðinu á síðasta tímabili áður en hún skipti yfir til Njarðvíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík ekki í vandræðum með Skallagrím

    Barátta gulu liðanna í Subway-deild kvenna í körfubolta fór fram í Grindavík í kvöld þar sem Skallagrímur var í heimsókn. Fór að það svo að heimakonur unnu einkar sannfærandi sigur, lokatölur 88-61.

    Körfubolti