Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Keflavík í lokaúrslitin eftir sex stiga sigur í Ljónagryfjunni

    Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel með hæsta framlagið í einvíginu - Gunnar skorar mest

    Keflvíkingar eiga þá þrjá leikmenn sem hafa skilað mestu í framlagi til sinna liða í fyrstu þremur leikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitaeinvígi nágrannanna í Iceland Express deild karla. Fjórði leikurinn fer fram í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nick og Magnús hafa unnið alla upp á líf og dauða leiki saman

    Njarðvíkingarnir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson hafa ekki enn ekki tapað saman einvígi í úrslitakeppninni en þeir eru upp við vegginn fræga í kvöld ásamt félögum sínum úr Njarðvíkurliðinu í annað skiptið á þremur dögum. Fjórði leikurinn fer fram í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Við ætlum að búa til sögu

    Ingi Þór Steinþórson, þjálfari Snæfells, sá sína menn tapa þriðja heimaleiknum á stuttum tíma fyrir KR og mistakast að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandmeistaratitilinn. KR vann 76-74 og því verður oddaleikur í DHL-höll þeirra KR-inga á fimmtudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hittni Pavels og Berkis hefur ráðið miklu í leikjum KR og Snæfells

    Snæfell og KR hafa mæst fjórum sinnum á stuttum tíma, í lokaumferð deildarkeppninnar og svo þrisvar sinnum í undanúrslitaeinvígi sínu í úrslitakeppninni. Liðin mætast enn á ný í Stykkishólmi í kvöld þar sem Snæfell getur slegið út Íslandsmeistarana og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellsliðið búið að vinna fjóra heimaleiki í röð í sömu stöðu

    Snæfellingar eru búnir að vinna fjóra heimaleiki í röð þar sem þeir hafa getað tryggt sig áfram í næstu umferð í úrslitakeppni. Snæfell getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vinni liðið KR í Stykkishólmi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður Ingimundar: Frábær skemmtun fyrir áhorfendur

    „Þetta var flottur leikur. Frábær skemmtun fyrir áhorfendur og ekta undanúrslitaleikur. Ég er ánægður að fara héðan með sigur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að hans menn lögðu Keflavík í Toyota-höllinni, 86-88, í hörkuleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður Þorsteins: Eigum að spila betur

    „Þetta var erfitt og við byrjuðum ílla bæði í fyrri og seinni hálfleik. Við vorum alltof rólegir á því og höfum spilað miklu betur en þetta og eigum að spila miklu betur en þetta," Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap gegn Njarðvík í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík

    Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nick hefur tapað öllum leikjunum á móti Keflavík

    Njarðvíkingar eiga á hættu að vera sópað í sumarfrí af nágrönnum sínum í Toyota-höllinni í kvöld og þeir þurfa því nauðsynlega á stórleik að halda frá Bandaríkjamanninum sínum Nick Bradford. Nick á hinsvegar enn eftir að kynnast því að vinna Keflavík í Njarðvíkurbúningnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll: Þetta var aumingjaskapur

    Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir að hans menn höfðu tapað fyrir Snæfelli annan leikinn í röð á heimavelli. Snæfell getur því komist í úrslitarimmu Íslandsmótsins með sigri í Hólminum á mánudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nonni Mæju: Þetta var mjög sætt

    Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, var eins og svo oft áður með betri leikmönnum Snæfells í dag. Þessi afar vanmetni leikmaður var brosmildur er blaðamaður Vísis hitti hann eftir leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður: Menn lögðu sig ekki fram

    „Þetta var bara lélegt. Það hafði enginn fyrir hlutunum hjá okkur, þegar menn leggja ekki sig fram þá er þetta ekki erfitt heldur bara lélegt,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið á heimavelli gegn Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón: Við spiluðum andskoti vel

    „Þetta var mjög flott. Dúndurvörn hjá okkur náði að skapa þetta forskot sem við náðum," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir stórsigur liðsins í Njarðvík.

    Körfubolti