Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Meistari með þremur Suðurnesjaliðum

    Grindavík tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið þegar liðið vann fimmtán stiga sigur á Fjölni, 97-82. Grindavík hefur unnið 17 af 21 leik á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og er með fjögurra stiga forystu fyrir lokaumferðina sem fer fram á sunnudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hver endar hvar?

    Tvær síðustu umferðir Dominos-deildar karla í körfubolta fara fram á næstu fjórum dögum og þá ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar. Auk þess mun koma í ljós hvaða tvö lið munu falla niður í 1. deild.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 79-70

    Fjölnismenn komust úr fallsæti með gríðarlega sterkum sigri á ÍR í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var upp á líf og dauða fyrir liðin en að lokum stigu Fjölnismenn upp og unnu að lokum sigur sem gæti tryggt veru þeirra í deildinni á endanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður

    Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar rekinn frá KR

    Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari körfuboltaliðs KR, var í dag látinn fara frá félaginu. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KR, mun taka við daglegri þjálfun liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Darri spilar ekki meira með Þór í vetur

    Darri Hilmarsson og Baldur Þór Ragnarsson verða ekki með Þórsurum á lokasprettinum í Dominos-deild karla og gætu báðir misst af restinni af tímabilinu. Þetta staðfesti Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Morgunblaðið í morgun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Darri upp á spítala en Þórsarar unnu

    Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar með fjórða sigurinn í röð

    Njarðvíkingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild karla í körfubolta með því að vinna 25 stiga sigur á botnliði Fjölnis, 100-75. Fjölnir hefur nú tapað tíu leikjum í röð og er í mjög slæmum málum á botninum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistarar Stjörnunnar á miklu skriði

    Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu níu stiga sigur á Skallagrími, 101-92, í 19. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta og hefur Garðabæjarliðið unnið þrjá leiki í röð síðan að Stjörnumenn urðu bikarmeistarar á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell vann Keflavík í spennuleik

    Snæfell vann tveggja stiga sigur á Keflavík, 79-77, í æsispennandi leik í Stykkishólmi í 19. umferð Dominosdeild karla í körfubolta en liðin skiptu tuttugu sinnum um að hafa forystu í þessum leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leik lokið: Grindavík - KR 100-87

    Grindvíkingar unnu mikilvægan sigur gegn KR í Dominos-deild karla í kvöld, 100-87. Grindvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og komust mest í 21 stigs forystu en KR-ingar bitu frá sér og náðu komast yfir í byrjun fjórða leikhluta. Það var þó ekki nóg því Grindavík var sterkarar á lokametrunum og vann góðan sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Puttabrotinn Magnús verður á bekknum í kvöld

    Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, verður til taks á bekknum í kvöld í leik Keflavíkur og Snæfells þó svo hann sé puttabrotinn. Magnús gat ekki spilað síðasta leik Keflavíkurliðsins er Keflavík tapaði óvænt gegn Skallagrími. Hans var sárt saknað.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KFÍ 95-86

    ÍR-ingar komust upp úr fallsæti í fyrsta sinn í langann tíma með sigri á KFÍ í Dominos deild karla í kvöld. Þegar Ísfirðingar virtust vera að klára leikinn jöfnuðu ÍR-ingar metinn með flautuþrist á lokasekúndunum og unnu að lokum öruggan sigur í framlengingunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vilja sýna að þetta borgi sig

    Njarðvíkingar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum í Dominos-deild karla í körfu. Elvar Már Friðriksson er einn af ungu strákunum sem Njarðvíkingar veðjuðu á með flottum árangri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Aukaæfingarnar á morgnana eru vel sóttar

    Elvar Már Friðriksson fékk stóra tækifærið í fyrravetur eins og fleiri ungir leikmenn Njarðvíkurliðsins í karlakörfuboltanum þegar stjórnin hjá Njarðvík ákvað að veðja á efniviðinn í félaginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann Árni ósáttur við bannið

    Grindvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson var í gær dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Bannið fær hann vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Grindavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stólarnir skríða upp töfluna - unnu Snæfell í kvöld

    Tindastóll vann mikilvægan tveggja stiga sigur á Snæfelli, 81-79 í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld en sigurinn losar liðið ekki bara við mesta falldrauginn heldur kom liðinu fyrir alvöru inn í baráttuna um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

    Körfubolti