Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Akur­eyringur, kauptu metan­bíl!

Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt.

Skoðun
Fréttamynd

Hyundai Motor Group kynnir nýtt miðstöðvarkerfi

Hyundai Motor Group hefur hannað nýtt miðstöðvarkerfi fyrir fólksbíla sem stjórnar betur lofgæðunum í farþegarýminu. Í aðalatriðum eyðir kerfið raka sem myndast í miðstöðvarkerfi bíla og valdið getur sveppa- og bakteríumyndun í kerfinu og neikvæðri lykt sem myndast einkum þegar loftkælingin er notuð á heitum dögum.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Ford Bronco í alvöru grjót-príli

Nýr Ford Bronco er væntanlegur á næsta ári, bíllinn hefur þegar verið kynntur. Hafi einhver verið í vafa um getu Bronco í torfærum, þá er meðfylgjandi myndband líklegt til að slá á þann vafa.

Bílar
Fréttamynd

Arftaki McLaren F1 er hinn 650 hestafla T50

Gordon Murray hefur hannað ofurbíl sem er verðugur arftaki McLaren F1 sem Murray hannaði einnig og kom út árið 1992. Hulunni hefur nú verið svipt af T50 sem eins og F1 er með bílstjórasætið í miðjunni og tvö aftursæti.

Bílar
Fréttamynd

Rafbíllinn Peugeot e-2008 frumsýndur

Brimborg frumsýnir glænýjan, langdrægan Peugeot e-2008 100% hreinan rafbíl með góða veghæð og háa sætisstöðu. Peugeot e-2008 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægni.

Bílar
Fréttamynd

Meirihluti nýskráðra Honda bíla eru Hybrid

Meirihluti nýskráðra Honda bíla á árinu eru Hybrid, það er knúnir fyrir bæði rafmagni og bensíni. Honda CRV er söluhæsta gerðin það sem af er ári, en CRV hefur verið einn mest seldi jeppi heims mörg undanfarin ár og var meðal annars valinn jeppi ársins í Bandaríkjunum í fyrra.

Bílar
Fréttamynd

Hekla mun áfram þjónusta Mitsubishi

Mitsubishi Motors Corporation tilkynnti við lokun markaða í fyrradag að fyrirtækið hyggist hætta að kynna nýjar gerðir í Evrópu. Hekla, umboðsaðili Mitsubishi á Íslandi mun halda áfram að þjónusta bílana samkvæmt Friðberti Friðbertssyni, forstjóra HEKLA.

Bílar
Fréttamynd

Jaguar Land Rover hannaði snertilausan snertiskjá

Jaguar Land Rover hefur hafið prófanir á snertilausum snertiskjá, snertiskjá sem notar gervigreind til að lesa úr skynjurum til að ákveða hvaða hluta af skjánum notandinn er að benda á. Á íslensku útleggst svona skjár sennilegast sem bendiskjár.

Bílar
Fréttamynd

Aukið úrval tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz er í mikilli sókn í framleiðslu Plug-in Hybrid bíla. Úrval Mercedes-Benz tengiltvinnbíla hefur aldrei verið meira en nú. Þýski lúxusbílaframleiðandinn býður nú upp á alls 20 gerðir tengiltvinnbíla og sem eru búnir rafmagnsmótor og bensínvél.

Bílar
Fréttamynd

Ford smíðaði 1400 hestafla raf-Mustang

Ford hefur undanfarið verið að prófa bíllinn sem skilar 1400 hestöflum frá sjö mótorum og er hannaður til að stunda drift akstur, spyrnu nú eða bara hvað annað sem hugurinn girnist. Hann er kallaður Mustan Mach-E 1400.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Mini John Cooper Works GP fer Nürburgring á 8:03

Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Ford Bronco loksins frumsýndur

Eftir 24 ára hlé þá hefur Ford Bronco snúið aftur. Eftirvænting var eftir formlegri frumsýningu bílsins í gær. Hann er nú kominn og fáanlegur bæði tveggja- og fjögurra dyra.

Bílar
Fréttamynd

Hvað er á bak við „hestaflið“

Hestafl er gjarnan notað til að lýsa afli véla eða mótora í bílum. Hvað eru hestöfl og hvernig eru þau mæld? Í fréttinni má finna myndband sem útskýrir hestöfl.

Bílar
Fréttamynd

Nissan Ariya rafbíllinn kynntur

Nissan Ariya er rafjepplingur frá Nissan hann verður kynntur formlega á miðvikudag. Myndbönd af bílnum eru komin á Youtube-rás Nissan.

Bílar
Fréttamynd

Hvað verður í nýjum Mercedes-Benz S-Class

Nýr Mercedes-Benz S-Class er væntanlegur seinna á árinu. Spennan er yfirleitt gríðarleg þegar nýr S-Class er kynntur. Í S-Class er yfirleitt að finna nýstárlega tækni sem verður orðin staðalbúnaður í nýjum bílum eftir 10-15 ár.

Bílar