Rolls-Royce átti besta ársfjórðung sögunnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. apríl 2021 06:00 Phantom Drophead Coupe. Vísir/AFP Rolls-Royce hefur aldrei selt fleiri bíla á einum ársfjórðungi eins og þeim fyrsta á þessu ári. Rolls-Royce afhenti 1380 bíla á fyrsta ársfjórðungi. Fyrirtækið hefur aldrei afhent fleiri bíla í einum ársfjórðungi í 116 ára sögu framleiðandans. Þá hefur Rolls-Royce gefið út að pantanir nái langt inn á seinni helming ársins. Það má því reikna með að Rolls-Royce haldi skriði. Rolls-Royce hefur sagt að tölurnar tali sínu máli um hversu gott Rolls-Royce er í að vera Rolls-Royce. Þá er átt við að bílarnir hafi haldið einkennum sínum þrátt fyrir að vera í eigu BMW. „Við höfum brugðist vel við nýlegum áskorunum með sömu áræðni, ímyndunarafli og hugvitssemi þetta gerum við með mikilli skipulagningu og stöðugri áherslu á viðskiptavini okkar og þeirra kröfur,“ sagði Torsten Müller-Ötvös, framkvæmdastjóri Rolls-Royce vegna ársfjórðungsuppgjörsins. Hér að neðan má sjá myndband frá Carwow á Youtube um Rolls-Royce Ghost. Salan hjá Rolls-Royce jókst um 62% á milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og ársins í ár. Sem sýnir að miklu leyti hversu mikið Rolls-Royce treystir á sölur í Kína, þar sem nánast ekkert seldist á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs í Kína. „Við erum orðin ökumanns merki í dag. Við vorum áður bílstjóra merki, en það hefur umpólast. Fæstir kaupendur í dag eru nú orðið með bílstjóra til að aka bílnum, undanskilinn er Phantom bíllinn í löngu útgáfunni. Allt annað frá okkur eru ökumannsbílar,“ sagði Müller-Ötvös um Rolls-Royce fyrir tveimur árum. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent
Þá hefur Rolls-Royce gefið út að pantanir nái langt inn á seinni helming ársins. Það má því reikna með að Rolls-Royce haldi skriði. Rolls-Royce hefur sagt að tölurnar tali sínu máli um hversu gott Rolls-Royce er í að vera Rolls-Royce. Þá er átt við að bílarnir hafi haldið einkennum sínum þrátt fyrir að vera í eigu BMW. „Við höfum brugðist vel við nýlegum áskorunum með sömu áræðni, ímyndunarafli og hugvitssemi þetta gerum við með mikilli skipulagningu og stöðugri áherslu á viðskiptavini okkar og þeirra kröfur,“ sagði Torsten Müller-Ötvös, framkvæmdastjóri Rolls-Royce vegna ársfjórðungsuppgjörsins. Hér að neðan má sjá myndband frá Carwow á Youtube um Rolls-Royce Ghost. Salan hjá Rolls-Royce jókst um 62% á milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og ársins í ár. Sem sýnir að miklu leyti hversu mikið Rolls-Royce treystir á sölur í Kína, þar sem nánast ekkert seldist á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs í Kína. „Við erum orðin ökumanns merki í dag. Við vorum áður bílstjóra merki, en það hefur umpólast. Fæstir kaupendur í dag eru nú orðið með bílstjóra til að aka bílnum, undanskilinn er Phantom bíllinn í löngu útgáfunni. Allt annað frá okkur eru ökumannsbílar,“ sagði Müller-Ötvös um Rolls-Royce fyrir tveimur árum.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent