Umferð á Suðurstrandarvegi jókst um 500 prósent vegna gossins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. apríl 2021 07:00 Suðurstrandarvegur milli Grindavíkur og Þorlákshafnar hefur leikið stórt hlutverk í vegferð landsmanna til að skoða yfirstandandi eldgos sem hófst í Geldingadölum. vísir/gva Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferð um Suðurstrandarveg um 500 prósent frá því að gosið hófst í Geldingadölum. Að kvöldi 19. mars þegar eldgos hófst í Geldingadölum var skyndileg aukning í umferð á Grindarvíkurvegi og nágrenni. Aukninguna má rekja til áhuga landsmanna á eldgosinu. Stærsti einstaki umferðardagurinn á Reykjanesbraut og Grindarvíkurvegi var 30. mars. Þá fóru 17500 bílar um Reykjanesbraut og 8000 um Grindavíkurveg. Á Suðurstrandarvegi hefur stærsti dagurinn verið 2. apríl, þegar 4300 bílar fóru um mælisnið. „Umferðartölur fyrri ára á umræddum stöðum gera Vegagerðinni kleift að áætla hver ,,venjubundin“ umferð hefði verið á þessu tímabili ef ekkert gos hefði verið og þá kemur í ljós að umferðin gæti hafa aukist um 21% á Reykjanesbraut, 73% á Grindarvíkurvegi og 484% á Suðurstrandavegi, á umræddu tímabili,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Sólrhringsumferð í báðar áttir á Suðurstrandarvegi við Festarfjall frá 15. mars til 15. apríl. „Einnig var áætlað hvernig gos-umferðin dreifir sér yfir sólarhringinn, að meðaltali, og þá kemur í ljós að einhver gos-umferð er jafnan allan sólarhringinn en segja má að hún byrji að aukast upp úr hádegi og nái hámarki á tímabilinu 16:00 – 18:00 og frá 22:00 – 24:00,“ segir einnig á vef Vegagerðarinnar. Umferð Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Grindavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Að kvöldi 19. mars þegar eldgos hófst í Geldingadölum var skyndileg aukning í umferð á Grindarvíkurvegi og nágrenni. Aukninguna má rekja til áhuga landsmanna á eldgosinu. Stærsti einstaki umferðardagurinn á Reykjanesbraut og Grindarvíkurvegi var 30. mars. Þá fóru 17500 bílar um Reykjanesbraut og 8000 um Grindavíkurveg. Á Suðurstrandarvegi hefur stærsti dagurinn verið 2. apríl, þegar 4300 bílar fóru um mælisnið. „Umferðartölur fyrri ára á umræddum stöðum gera Vegagerðinni kleift að áætla hver ,,venjubundin“ umferð hefði verið á þessu tímabili ef ekkert gos hefði verið og þá kemur í ljós að umferðin gæti hafa aukist um 21% á Reykjanesbraut, 73% á Grindarvíkurvegi og 484% á Suðurstrandavegi, á umræddu tímabili,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Sólrhringsumferð í báðar áttir á Suðurstrandarvegi við Festarfjall frá 15. mars til 15. apríl. „Einnig var áætlað hvernig gos-umferðin dreifir sér yfir sólarhringinn, að meðaltali, og þá kemur í ljós að einhver gos-umferð er jafnan allan sólarhringinn en segja má að hún byrji að aukast upp úr hádegi og nái hámarki á tímabilinu 16:00 – 18:00 og frá 22:00 – 24:00,“ segir einnig á vef Vegagerðarinnar.
Umferð Eldgos í Fagradalsfjalli Samgöngur Grindavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent