Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

BL frumsýnir nýjan sjö manna fjórhjóladrifinn lúxusrafjeppa

Hongqi er nýtt vörumerki hjá BL við Sævarhöfða og verður af því tilefni haldin sérstök frumsýning í dag, laugardaginn 15. október milli kl. 12 og 16. Á sýningunni verður flaggskip framleiðandans, hinn aldrifni (AWD) og 100% rafdrifni lúxusjeppi, Hongqi E-HS9, kynntur og verður reynsluaksturbíll til taks á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Polestar 3 rafjeppinn kynntur

Polestar 3 er fyrsti jeppi bílaframleiðandans og fyrsti bíllinn sem fyrirhugað er að framleiða í tveimur heimsálfum. Polestar 3 kemur á markað fjórhjóladrifinn með tveimur rafmótorum með áherslu á aukna aflstýringu til afturhjólanna. Hann mun kosta frá 12.990.000 kr. 

Innlent
Fréttamynd

Nýr „bensín­bíll“

Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið.

Skoðun
Fréttamynd

Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði

Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar kynslóðir Range Rover Sport og Range Rover

Jaguar Land Rover við Hestháls frumsýnir á laugardag, 8. október, nýjar kynslóðir tveggja bíla frá Land Rover í Bretlandi. Um er að ræða Range Rover Sport (L461) og Ranger Rover (L460), en framleiðandinn frumsýndi þann fyrr nefnda á heimsvísu með eftirminnilegu myndbandi við Kárahnjúka fyrr á árinu, sem streymt var á netinu. 

Innlent
Fréttamynd

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun ber merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með Singapúrkappakstrinum sem fram fór í gær og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils.

Bílar
Fréttamynd

Polestar 3 verður frumsýndur í október

Sænski bílaframleiðandinn Polestar mun frumsýna nýjustu viðbótina í sínu framboð í Kaupmannahöfn, þann 12. október næstkomandi. Um er að ræða rafjepplinginn Polestar 3.

Bílar
Fréttamynd

Smart #1 - Rafhlaðbakur í heimsklassa

Smart er merki sem margt fólk þekkir og einkennist af litlum skilvirkum bílum sem koma notendum frá einum stað til annars án mikillar fyrirhafnar og viðhafnar. Smart hefur hingað til ekki verið hátt hlutfall bílaflota Íslendinga. En Smart #1 ætlar sér að breyta því og mun mæta með látum á næsta ári.

Bílar
Fréttamynd

Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi

Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið.

Innlent
Fréttamynd

Ford frestar afhendingu 45.000 F-150 bíla vegna merkjavanda

Birgjar Ford hafa brugðist þegar kemur að afhendingu Ford-merkja á bíla framleiðandans. Það er skortur á bæði hinu fræga sporöskjulaga bláa Ford-merki sem og tengunda merkjum. Af þessum sökum hefur framleiðandinn frestað afhendingu um 45.000 bíla vegna skortsins.

Bílar
Fréttamynd

Toyota lokar verksmiðju sinni í Rússlandi

Fyrirtækið mun áfram þjónusta Toyota eigendur í Rússlandi en ekki framleiða neina bíla þar. Fyrirtæki hafa mörg hver yfirgefið Rússland í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Nú hefur Toyota bæst við á þann lista.

Bílar
Fréttamynd

Ný Toyota skorar Tesla Model 3 á hólm

Toyota kynnti nýlega rafbíl sem líklega mun bera nafnið bZ3 og er ætlað að koma á markað í Evrópu eftir að verða fyrst settur á markað í Kína. Bíllinn er einn af þeim fyrstu í einni umfangsmestu rafvæðingu sögunar hjá einum og sama framleiðandanum.

Bílar
Fréttamynd

Meiri ævintýri

Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar.

Skoðun