Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss?

    Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Spilar þrjá leiki fyrir Malmö

    Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Annríki hjá Keflvíkingum

    Landsbankadeildarlið Keflavíkur í karla- og kvennaflokki gengu í dag frá samningum við hvorki meira né minna en fimmtán leikmenn í dag. Hjá karlaliðinu bar hæst að þeir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson sömdu við félagið, en talið var líklegt að Hörður kæmist að hjá liði erlendis.

    Sport
    Fréttamynd

    Ásthildur Helgadóttir á leið í Kópavoginn

    Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur boðað til blaðamannafundar í íþróttahúsinu í Smáranum nú klukkan fjögur síðdegis þar sem tilkynnt verður að besta knattspyrnukona landsins, Ásthildur Helgadóttir, muni ganga í raðir félagsins. Ásthildur hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð undanfarið, en hefur hug á að ljúka ferlinum hér heima.

    Sport
    Fréttamynd

    KR-FH í 1. umferð

    Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Fjölmiðlamenn ráku þjálfara

    Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun.

    Sport
    Fréttamynd

    Dregið í töfluraðir í dag

    Í dag kl. 13 verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 í fótbolta en þá skýrist hvaða félög mætast í einstökum umferðum viðkomandi móts. Drátturinn er fyrir Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla og fer hann fram á Hótel Nordica. Niðurstöður dráttarins ættu að liggja fyrir um miðjan daginn í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Breiðablik ræður þjálfara

    Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gengið frá ráðningu fjögurra þjálfara sem annast munu meistaraflokk og annan flokk liðsins á næsta keppnistímabili. Guðmundur Magnússon hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari kvennaliðsins í stað Úlfars Hinrikssonar.

    Sport
    Fréttamynd

    Borgvardt og Laufey best

    Allan Borgvardt sem lék með FH í sumar var valinn besti leikmaðurinn í Landsbankadeild karla á lokahófi KSÍ sem fram fór á Broadway í kvöld. Laufey Ólafsdóttir hjá Val var valin best í kvennaflokki. Þá var Hörður Sveinsson leikmaður Keflavíkur valinn efnilegasti leikmaður ársins í karlaflokki og Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðabliki í kvennaflokki.

    Sport
    Fréttamynd

    Úlfar hættur með Breiðablik

    Úlfar Hinriksson, sem stýrði kvennaliði Breiðabliks til sigurs í deild og bikar í sumar, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu hjá félaginu, þar sem honum þykir liggja í augum uppi að starfskrafta hans sé ekki óskað í framtíðinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Ósáttir við ákvörðun Úlfars

    Úlfar Hinriksson, annar tveggja þjálfara Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í knattspyrnu kvenna, er hættur að þjálfa liðið en Úlfar sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær. Úlfar var einnig yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki en árangur þeirra var afar glæsilegur á Íslandsmótunum í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Besti árangur Blika í 55 ára sögu

    Ef einhvern tíma hefur verið ástæða fyrir Blika til að fagna góðri uppskeru þá er það um helgina en uppskeruhátíð besta tímabils deildarinnar frá upphafi fer fram á morgun laugardag, 17. september í félagsaðstöðunni í Smáranum. Árangur Blika í sumar er sá besti í 55 ára sögu félagsins og ekkert annað félag hefur átt annað eins sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    FH-stúlkur áfram í efstu deild

    Kvennalið FH í knattspyrnu leikur áfram í Landsbankadeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA/KS í síðari leik liðanna í gær. FH vann fyrri leikinn 4-1.

    Sport
    Fréttamynd

    Framtíð Úlfars óráðin?

    Miklar væringar eiga sér stað innan herbúða kvennaliðs Breiðabliks þessa dagana. Félagið vann tvöfalt á þessari leiktíð en þrátt fyrir það er ekki víst að Úlfar Hinriksson fái að þjálfa liðið áfram. Reyndar var Úlfar ekki eini aðalþjálfari liðsins í sumar því Björn Kristinn Björnsson var einnig ráðinn sem þjálfari liðsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Mæta sænsku meisturunum í dag

    Valsstúlkur mæta í dag sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö í fyrsta leik sínum í 2. umferð í evrópukeppni félagsliða en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Sænska liðið er fyrirfram talið það sterkasta í riðlinum og státar auk þess af því að vera á heimavelli í öllum leikjum sínum.

    Sport
    Fréttamynd

    Landsbankinn áfram bakhjarl

    Landsbankinn verður bakhjarl efstu deildar karla og kvenna í knattspyrnu. Samningurinn er til næstu fjögurra ára eða til og með til ársins 2009. Samkomulag um áramhaldandi samstarf KSÍ og Landsbankans var undirritað í aðalbanka Landsbankans við Austurstræti í dag. Landsbankinn hefur síðastliðin þrjú ár verið bakhjarl efstu deildar karla og kvenna.

    Sport
    Fréttamynd

    Leika um sæti í Landsbankadeild

    FH og Þór/KA/KS mætast í fyrri leiknum um sæti í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli á morgun en seinni leikurinn verður á Akureyri á fimmtudag. FH hafnaði í sjöunda og næstsíðasta sæti í Landsbankadeild en Þór/KA/KS tapaði fyrir Fylki um síðustu helgi í leik um sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Úrvalslið Landsbankadeildar kvenna

    Nú rétt í þessu var tilkynnt hvaða leikmenn voru valdir í úrvalslið 8.-14. umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu og fengu leikmenn viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í síðasta hluta mótsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur hampa titlinum

    Keppni í Landsbankadeild kvenna í fótbolta lauk í dag með með heilli umferð. FH þarf að leika aukaleiki um sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta ári, heima og heiman, við Þór/KA/KS sem hafnaði í 2. sæti í 1. deild. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu FH í lokaumferðinni í dag, 5-0 og fengu bikarinn afhentan á Kópavogselli nú síðdegis.

    Sport
    Fréttamynd

    Kvennalið FH á leið í 1. deild?

    Nú er hálfleikur í leikjunum í lokaumferð Landsbankadeldar kvenna í fótbolta en Íslandsmeistarabikarinn verður afhentur Breiðabliksstúlkum á Kópavogsvelli eftir leikinn gegn FH. Staðan þar er 3-0 fyrir Breiðablik þannig að flest bendir til þess að FH þurfi að leika umspil til þess að halda sæti sínu í deildinni. ÍA er þegar fallið í 1. deild.

    Sport
    Fréttamynd

    Breiðablik Íslandsmeistari

    Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari í efstu deild kvenna er liðið sigraði ÍA 5-1 á Akranesi í kvöld. Að loknum 13 leikjum hefur Breiðablik sigrað 12 leiki og gert eitt jafntefli. Breiðablik varð síðast Íslandsmeistari árið 2001. Valur sem hins vegar hefur skorað mest, sigraði Stjörnuna 2-0 í Garðabæ.

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstúlkur sigruðu ÍBV

    Valur sigraði ÍBV í Landsbankadeild kvenna 3-1. Olga Færseth kom ÍBV yfir en þær Laufey Ólafsdóttir,Guðný Óðinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir svöruðu fyrir heimastúlkur. Valur er sem fyrr í öðru sæti á eftir Breiðablik.

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstúlkur til Svíþjóðar

    Ákveðið hefur verið að riðill Vals í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna í knattspyrnu verði leikinn í Svíþjóð. Auk Vals eru í riðlinum í Djurgården/Älvsjö, sem eru mótshaldarar, ZFK Masinac-Classic Nis og Alma KTZH.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍA fallið

    Skagastúlkur eru fallnar úr Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu eftir 2:2 jafntefli gegn FH í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld. Þetta var fyrsta stig ÍA í deildinni en FH er með 10 stig, stigi meira en Stjarnan sem er í næst neðsta sæti. Mörk FH gerðu Valdís Rögnvaldsdóttir og Sif Atladóttir en þær Thelma Gylfadóttir og Anna Þorsteinsdóttir.....

    Sport
    Fréttamynd

    Breiðablik sigraði Stjörnuna

    Breiðablik sigraði Stjörnuna 3-1 í Landsbankadeild kvenna í kvöld og eru því komnar með fjögurra stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Mörk Breiðabliks gerðu þær Ólína Viðarsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Mark Stjörnunnar gerði Guðríður Hannesdóttir. 

    Sport
    Fréttamynd

    Jörundur búinn að tilkynna hópinn

    Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð í undankeppni HM.  Hvít-Rússar leika hér á landi 21. ágúst en íslenska liðið heldur síðan til Svíþjóðar og leikur við heimamenn á Nobelstadion í Karlskoga 28. ágúst.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV vann Keflavík í kvennaboltanum

    Einn leikur var á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi þegar ÍBV vann nauman 4-3 sigur á Keflavík. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á þriðjudag en honum var frestað og var leikið á Hásteinsvelli í gærkvöldi.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur tapa fyrstu stigunum

    Eftir 10 sigurleiki í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu kom að því að Breiðablik tapaði stigum. KR-ingar bundu enda á sigurgöngu Breiðabliks í gærkvöldi þegar liðin gerðu markalaust jafntefli. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti enn einn stórleikinn og hún kom í veg fyrir sigur KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára með þrennu fyrir Val

    Valur vann Keflavík í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi 4-1. Valsstúlkur tylltu sér með sigrinum á topp deildarinnar með 27 stig, jafnmörg og Breiðablik sem reyndar á tvo leiki til góða og getur því endurheimt 6 stiga forskot sitt. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val. Þrír leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur enn með fullt hús

    Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni með fullt hús stiga í Landsbankadeild kvenna en þær sigruðu ÍBV, 3-1 á Kópavogsvelli í kvöld. Guðlaug Jónsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik en Olga Færseth yrir skoraði mark ÍBV. Þrír leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

    Sport