KSÍ veitir viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna KSÍ tilkynnti í dag um viðurkenningar fyrir 1.-6. umferð í Landsbankadeild kvenna. Valið hefur verið lið umferðanna, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn, auk þess sem Landsbankinn verðlaunaði besta stuðningsliðið. Íslenski boltinn 2. júlí 2007 14:21
Toppliðin unnu Valur og KR halda áfram að stinga af í Landsbankadeild kvenna. Katrín Ómarsdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu fyrir KR sem vann Stjörnuna 3-2. Ann Marie Heatherson skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Þá vann Valur 3-0 sigur á Fjölnisstúlkum þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði tvö mörk og Nína Ósk Kristinsdóttir eitt. Íslenski boltinn 30. júní 2007 02:00
Yfirburðir Valsstúlkna í Kópavogi Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður. Íslenski boltinn 26. júní 2007 04:00
Heil umferð í kvöld Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Íslenski boltinn 25. júní 2007 00:01
Margrét Lára neitaði norsku gylliboði Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val hefur fengið gylliboð um að leika með norsku úrvalsdeildarfélagi sem tilbúið var að greiða henni á sjöundu milljón króna í árslaun. Margrét neitaði tilboði félagsins og segir það ekki hafa freistað sín. Smelltu á spila til að sjá viðtal Stöðvar 2 við Margréti í kvöld. Íslenski boltinn 19. júní 2007 20:13
Jafnt í Kópavogi Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í gær. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir í Kópavoginum gegn Blikastúlkum en Greta Mjöll Samúelsdóttir jafnaði metin í fyrri hálfleik. Greta misnotaði svo vítaspyrnu þegar skot hennar small í stönginni og hvorugt liðið náði að bæta við marki í litlausum síðari hálfleik. Sport 5. júní 2007 08:54
KR á toppinn KR komst á topp Landsbankadeildar kvenna í kvöld. KR sigraði Fylki í Árbænum í kvöld 2-4. Þar með er KR með 9 stig eftir 3 leiki og situr á toppi deildarinnar. Keflavík burstaði ÍR á heimavelli, 7-0. Á Kópavogsvelli skildu Breiðablik og Stjarnan jöfn 1-1. Fótbolti 4. júní 2007 21:37
Þrír leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld Þrír leikir eru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni, KR mætir Fylki í Árbænum og Keflavík mætir ÍR á heimavelli og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Fótbolti 4. júní 2007 15:10
Valsstúlkur burstuðu ÍR Valur bar sigurorð af ÍR í Landsbankadeild kvenna með sex mörkum gegn engu í kvöld. KR marði sigur á Fjölni 1-0 og Stjarnan sigraði Keflavík 3-1 á Stjörnuvelli. Fótbolti 25. maí 2007 21:46
Blikastúlkur sigruðu á Akureyri Breiðablik bar sigur úr býtum á Akureyri í kvöld í Landsbankadeild kvenna með því að leggja Þór/KA með þremur mörkum gegn tveimur. Fótbolti 25. maí 2007 20:43
Breiðablik með forystu á Akureyri Fjórir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Þór/Ka taka á móti Breiðabliki á Akureyrarvelli og hófust leikar klukkan 18:15. Staðan í leiknum er 1-2 fyrir Breiðablik. Fótbolti 25. maí 2007 19:43
KR skellti Blikum Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem KR vann sannfærandi 4-1 útisigur á Breiðablik í Kópavogi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 1-0. Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Katrín Ómarsóttir og Olga Færseth skoruðu mörk KR en Greta Mjöll Samúelsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika. Íslenski boltinn 22. maí 2007 21:41
Valur vann KR Valur er deildameistari kvenna í fótbolta í þriðja sinn eftir 2-1 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöllinni í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir eftir 25. mínútu og Nína Ósk Kristinsdóttir bætti síðan við öðru marki tólf mínútum eftir hálfleik. Íslenski boltinn 5. maí 2007 00:01
Valur og KR leika til úrslita Valur og KR leika til úrslita um deildarbikar kvenna í knattspyrnu eða Lengjubikarnum eins og hann er kallaður. Liðin fóru með sigur af hólmi í undanúrslitaviðureignum sínum í dag. Íslenski boltinn 28. apríl 2007 19:05
Margrét Lára fer til Vals Margrét Lára Viðarsdóttir mun samkvæmt heimildum fréttastofu skrifa undir tveggja ára samning við Val nú síðdegis. Margrét Lára hefur leikið með Valsstúlkum síðustu tvö sumur og þekkir því vel til aðstæðna á Hlíðarenda. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur Margrét Lára er fyrir Val, en hún var langbesti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á síðustu leiktíð. Fótbolti 9. febrúar 2007 12:19
Þóra leikur ekki með Blikum í sumar Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sem leikið hefur með liði Breiðabliks undanfarin ár, verður ekki með liðinu á næsta tímabili. Þóra er að flytja til Belgíu vegna vinnu sinnar og ætlar að reyna fyrir sér með liði Anderlecht þar ytra. Þetta er mikið áfall fyrir lið Breiðabliks, enda hefur Þóra verið lykilmaður liðsins síðustu ár. Þóra er samningsbundin Blikum til ársins 2009 en hefur fengið árs leyfi frá samningnum. Íslenski boltinn 8. janúar 2007 21:48
Máli ÍR og KA/Þórs lokið Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur. Íslenski boltinn 19. desember 2006 15:17
Þór/KA áfrýjar til ÍSÍ Enn liggur ekki fyrir hvort það verður Þór/KA eða ÍR sem tekur sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili eftir að forráðamenn kvennaliðs Þórs/KA áfrýjuðu í dag niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, þar sem endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir um það bil 10 daga. Íslenski boltinn 3. nóvember 2006 19:22
ÍR fer upp Áfrýjunardómstóll KSÍ komst í dag að niðurstöðu í leiðindamáli Þórs/KA og ÍR í 1. deild kvenna og var niðurstaðan sú að ÍR leikur í Landsbankadeild kvenna að ári en ekki Þór/KA. ÍR vann sér sæti í deildinni með sigri á norðanliðnu í umspili, en ÍR tefldi fram ólöglegum leikmanni og kærði Þór/KA það til KSÍ. Það var hinsvegar knattspyrnusambandið sem gaf grænt ljós á að leikmaðurinn spilaði og því standa úrslitin og ÍR fer upp um deild. Íslenski boltinn 24. október 2006 14:00
Jörundur kominn til Blika og Ásthildur á leiðinni? Jörundur Áki Sveinsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Breiðablik um að þjálfa kvennalið félagsins. Skýrist eftir næstu helgi hvort Ásthildur Helgadóttir komi heim og spili fyrir Breiðablik. Íslenski boltinn 24. október 2006 06:45
Arsenal lagði Breiðablik Arsenal vann í kvöld 4-1 sigur á Breiðablik í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Enska liðið vann fyrri leikinn 5-0 hér heima á dögunum og því eru Blikar úr leik. Það var Laufey Björnsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins í kvöld. Íslenski boltinn 19. október 2006 21:16
Viktor Bjarki og Margrét Lára leikmenn ársins Viktor Bjarki Arnarsson úr Víkingi og Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val voru í gær valin leikmenn ársins í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í knattspyrnu á lokahófi HSÍ sem haldið var á Hótel Íslandi. Íslenski boltinn 15. október 2006 15:00
Þór/KA heldur stöðu sinni í deildinni Lið Þórs/KA frá Akureyri heldur stöðu sinni í Landsbankadeild kvenna en ÍR þarf að láta sætta sig við að vera áfram í 1. deildinni þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í efstu deild í umspili á dögunum. Íslenski boltinn 4. október 2006 14:00
Samdi við Duisburg í Þýskalandi Landsliðskonan og markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir skrifaði um helgina undir samning við þýska liðið Duisburg sem gildir til ársins 2008. Margrét Lára fór á kostum með liði Vals í Landsbankadeildinni í sumar og sló meðal annars markametið í deildinni með því að skora 34 mörk. Íslenski boltinn 2. október 2006 16:39
Áhorfendametið slegið Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla þetta sumarið en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í ár, eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra metið var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni. Íslenski boltinn 24. september 2006 06:00
Langt í land í máli ÍR og KA/Þórs Skrifstofa KSÍ hefur viðurkennt að hafa gert mistök með því að veita markverði kvennaliðs ÍR keppnisleyfi fyrir úrslitaleikina gegn Þór-KA um laust sæti í Landsbankadeild kvenna, því markvörðurinn var þar með að spila með sínu þriðja liði í sumar sem er bannað. Þetta kom fram í íþróttafréttum NFS í kvöld. Íslenski boltinn 19. september 2006 19:15
Risaslagur í úrslitum VISA-bikarsins Valur og Breiðablik mætast í dag í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í knattspyrnu. Liðin hafa haft þó nokkra yfirburði í Landsbankadeildinni í sumar og bæði liðin hafa unnið bikarinn níu sinnum í gegnum tíðina. Sport 9. september 2006 11:45
Elísabet framlengir við Val Knattspyrnudeild Vals gekk í gærkvöld frá nýjum þriggja ára samningi við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara kvennaliðs félagsins sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Elísabet mun einnig gegna starfi yfirþjálfara hjá yngri kvennaflokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. Sport 7. september 2006 17:30
Margrét Lára best Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Íslandsmeisturum Vals var í dag útnefnd besti leikmaður 8-14 umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var kjörin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals þóttu bestu stuðningsmennirnir á síðari helmingi tímabilsins. Þá var valið úrvalslið síðustu umferðanna. Sport 5. september 2006 14:53
Fjölnir í Landsbankadeildina Kvennalið Fjölnis vann sér í dag sæti í efstu deild á næstu leiktíð þegar liðið lagði ÍR 1-0 í úrslitaleik um sæti í Landsbankadeildinni. ÍR á þó enn möguleika á að vinna sér sæti í deildinni þegar það mætir næstneðsta liði Landsbankadeildarinnar, Þór/KA, í leik um sæti í deildinni á næstu leiktíð. Sport 3. september 2006 17:52