Besta deild karla
Leikirnir
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar
Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað.
Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld
Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna.
Formaður knattspyrnudeildar Fram segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi
Fram tryggði sér á dögunum sæti í Pepsi Max deild karla í fyrsta skipti síðan 2014. Liðið lék heimaleiki sína í sumar á gervigrasinu í Safamýri, en á næstu leiktíð mun liðið færa sig í Úlfarsárdal, þar sem að nýja svæðið þeirra hefur verið í byggingu í mörg ár.
„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“
Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær.
Sjáðu glæsimark Gísla og þrennu Jónatans Inga í Keflavík
Tveir leikir voru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær þar sem þónokkur lagleg mörk litu dagsins ljós. Gísli Eyjólfsson skoraði meðal annars glæsimark í 2-0 sigri Breiðabliks á KA.
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 2-0 | Blikar einu stigi frá toppnum
Breiðablik og KA mættust í virkilega mikilvægum leik í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Lokatölur 2-0 sigur Blika og Kópavogsstrákarnir eru nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals.
Óskar Hrafn: KA er besta liðið sem við höfum mætt á Kópavogsvelli
Breiðablik er nú einu stigi frá toppsætinu eftir 2-0 sigur á KA. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var sáttur með stigin þrjú í leiks lok.
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum
FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum.
„Fannst ég oft geta gert betur“
Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag.
Leik Breiðabliks og KA seinkað um tvo tíma
Leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið frestað til klukkan 18:00 í kvöld. Liðin mætast á Kópavogsvelli.
Leikur ÍA og KR fer fram í næstu viku
Frestaður leikur ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið dagsettur á miðvikudaginn næsta, 25. ágúst. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna kórónuveirusmits í röðum KR-inga.
„Allir eru Framarar inn við beinið“
Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir félagið hafa sett sér það markmið að komast upp í efstu deild áður en gengið yrði frá flutningi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal. Það tókst í gær er liðið tryggði sæti sitt í Pepsi Max-deild karla að ári.
Topplið Valsmanna með langflest gul spjöld í sumar
Valsmenn hafa verið duglegir að ná sér í stig í Pepsi Max deild karla í sumar en þeir hafa líka verið duglegir að ná sér í gul spjöld.
KR-ingar skikkaðir í sóttkví fram yfir helgi
Leikmenn, þjálfarar og aðrir úr starfsliði KR í 1-0 sigrinum gegn HK í Kórnum á mánudag eru komnir í sóttkví. Ástæðan er sú að leikmaður úr byrjunarliði KR greindist með kórónuveirusmit.
Leik ÍA og KR frestað vegna smitsins
Leik ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta sem átti að fara fram á sunnudaginn kemur hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem greindist í röðum KR-inga í dag.
Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum
Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er.
Fjórir lykilmenn fjarverandi í toppslag Víkings og Vals
Næsta helgi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur alla burði til að verða ein sú áhugaverðasta í langan tíma. Toppslagur deildarinnar fer fram á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals mæta í Víkina. Bæði lið verða án tveggja byrjunarliðsmanna í leiknum.
Leikmaður KR smitaðist
Leikmaður úr byrjunarliði KR sem mætti HK á mánudagskvöld, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Því gæti allur leikmannahópur KR þurft að fara í sóttkví.
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur
Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld.
Lof og last: Frammistaða FH, Kristall Máni, tíu KR-ingar, hiti í Kórnum og síðari hálfleikur Fylkis
17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur vægast sagt mikið gengið á undanfarna tvo daga. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né.
Aron Snær óbrotinn en fékk heilahristing
Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, þurfti að fara af velli í 0-3 tapi Fylkis gegn Víkingum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu eftir harkalegan árekstur. Aron Snær er óbrotinn en fékk heilahristing og veit ekki hversu lengi hann verður frá.
Víkingarnir voru reiðir eftir tæklingu á Nikolaj Hansen: Vonandi ekki brotinn
Víkingar fögnuðu góðum sigri í Árbænum í gærkvöldi en urðu fyrir áfalli þegar Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar karla í fótbolta, fór meiddur af velli á 37. mínútu leiksins.
Ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild
Kristall Máni Ingason átti magnaðan leik er Víkingar unnu sinn fyrsta deildarleik í Árbænum síðan 1993. Kristall Máni skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og var óheppinn að bæta ekki við mörkum. Þá bjó hann til fjölda færa fyrir samherja sína.
Kjartan Henry sagði Hjörvari að „skíta ekki á sig“
Mikill hiti var í leik HK og KR í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. KR-ingar lönduðu mikilvægum 1-0 sigri þrátt fyrir að vera manni færri í rúmar 80 mínútur.
Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni
Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft.
Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn
Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi.
Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið
Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt.
Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 0-1 | Tíu KR-ingar héldu Evrópudraumnum á lífi
KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar.
Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum.
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍA 2-1 | Vítaspyrnumark Árna í lokin tryggði Blikum sigur
Breiðablik vann 2-1 sigur á ÍA er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Blikar þurftu að bíða lengi eftir sigurmarkinu.