Ex Valéry Giscard d’Estaing var lengi vel eini eftirlifandi fyrrverandi forseti Frakklands og því oft kallaður Exið í frönsku pressunni. Bakþankar 25. september 2009 06:00
Okkar minnstu bræður Fátt segir meira um manneskjuna en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð. Bakþankar 23. september 2009 06:00
Tískan og Thatcher Ég heyri oft fólk á besta aldri, sem telur sig svolítið viturt og lífsreynt, segja söguna af því þegar það var ungt og vinstrisinnað. Yfirleitt hljómar þetta einhvern veginn svona: „Einu sinni var ég mikill vinstrisinni, já maður minn, svei mér ef maður daðraði ekki bara við kommúnisma!" og það hlær góðlátlega yfir kjánaskap fortíðarinnar, hristir hausinn og segir svo söguna af því að svo hafi það fullorðnast og kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan. Líkt og það sé eðlilegur hluti þroska þess. Um leið og þetta fólk trúir að allar stjórnmálaskoðanir sem það trúði einlæglega á séu eins vitlausar og hugsast getur, trúir það að tónlistin sem það hlustaði á á sama tíma sé sú besta sem samin hefur verið Bakþankar 22. september 2009 06:00
Horfið sakleysi Kvöld eitt hér um árið hringdi ég til systur minnar og bað hana að lána mér hrærivélina sína, því þá átti ég enga sjálf. Þetta var auðsótt mál, systir mín sagði að ég skyldi bara skreppa og sækja hana. Þau hjónin væru reyndar stödd í útlöndum en útidyrnar væru ólæstar auðvitað eins og venjulega, svo ég gæti bara haft mína hentisemi. Þessi notalega gestrisni sem kom af sjálfu sér á upphafsárum búskaparins í dreifbýli reyndist aldrei kosta þau hjónakorn eftirsjá. Bakþankar 21. september 2009 06:00
Sóðinn á númer þrjú Flestar íbúagötur eiga sinn „sóða". Sóðinn geymir þá annaðhvort vörubílinn sinn í garðinum því það má ekki leggja vinnuvélum í götunni eða klárar aldrei húsið sitt því allt er í rugli. Á meðan góðborgararnir, nágrannar hans, eru úti og útbúa litla gervihóla í garðinum og dytta að litlu runnunum sínum og litlu steinunum og stígunum, er sóðinn á númer þrjú að útbúa sér andapoll með svörtum plastpokum. Bakþankar 19. september 2009 06:00
Jóhrannar Sæl Jóhanna. Þakka þér fyrir að veita mér þetta viðtal. Ég veit að slíkt gerist ekki á hverjum degi, að minnsta kosti þegar erlendir blaðamenn eins og ég eiga í hlut. En ég verð að viðurkenna að þú lítur aðeins öðruvísi út en ég hélt.“ Bakþankar 18. september 2009 06:00
Fjandans sannleikurinn Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann – allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkjandi. Bakþankar 17. september 2009 06:00
Fé og freistingar Fréttir af viðskiptajöfrum sem virtust komast upp með alla skapaða hluti fengu mig stundum til að gæla við það viðhorf að eflaust væri gæfuríkast að vera frekur og óheiðarlegur. En það er liðin tíð, þökk sé nokkrum sauðum í spænska þorpinu Zújar. Bakþankar 15. september 2009 00:01
Mótmælendur Íslands Stjórnmálamenn voru fljótir að stökkva á þá hugmynd að útbúa minnisvarða um Helga Hóseasson. „Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, inni á Vísi. Þá hafði RÚV þegar sagt frá því að margir hefðu skráð sig á síðu inni á Snjáldrinu til að lýsa yfir áhuga sínum á minnisvarða um Helga. Bakþankar 14. september 2009 06:00
Að geta sofið rólegur Fátt er betra eftir annasaman dag en að skríða upp í mjúkt rúmið sitt og draga sængina upp að höku. Finna augnlokin þyngjast, þreytuna líða úr líkamanum og geta sofið rólegur. „Ég svaf bara eins og ungbarn" segir fólk gjarnan þegar það hefur sofið sérstaklega vel og lengi. Endurnært rís það úr rekkju, teygir sig og dæsir ánægjulega og vindur sér svo í verk dagsins af fullum krafti. Batteríin fullhlaðin og skapið svona ljómandi gott. Bakþankar 10. september 2009 06:00
Minnisvarðinn Nú fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins hvatningarboðskapur um að reisa eigi líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki, um Helga Hóseasson. Hugmyndin er góðra gjalda verð, enda meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands. Bakþankar 9. september 2009 06:00
Íshokkísteingeit Það stefnir í metfjölda fæðinga á þessu ári. Sjálf hef ég lagt eitt þeirra í púkkið og heyrt glens um kreppubörn og framlag mitt við afborganir af Icesave-inu. Ég þvertek fyrir allt slíkt enda dóttir mín fædd í janúar og því getin löngu fyrir mest allt krepputalið. Bakþankar 8. september 2009 06:00
Sáningamaðurinn Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér. Bakþankar 7. september 2009 06:00
Ást á sekum Hinn 23. ágúst árið 1973 notaði Jan Erik Olsson bæjarleyfi sitt frá fangelsi til að ræna Kreditbankann í Stokkhólmi. Bakþankar 4. september 2009 00:01
Passaðu sólgleraugun þín Aðeins hef ég einu sinni á ævinni rekist á íslenska ferðamenn á förnum vegi við Miðjarðarhafið þótt ég hafi lengi alið þar manninn. Eins undarlegt og það kann að hljóma var það sársaukafull reynsla. Bakþankar 2. september 2009 06:00
Sjálfbærar nornaveiðar Upp er risinn áhrifamikill hópur í samfélaginu sem trúir einlæglega á tilvist norna og vill leggja blátt bann við veiðum á þeim. Bakþankar 1. september 2009 09:24
Hressandi haustið Það er farið að hausta. Þó að laufin séu ekki farin að falla ennþá ber golan með sér að stutt sé í næturfrostið. Loftið er svalt og hressandi og það ilmar allt öðruvísi en í sumar. Ef ná á að tína bláberin áður en þau skemmast þarf að hafa hraðar hendur. Skólarnir eru líka að byrja. Skólatöskur og pennaveski eru auglýst í gríð og erg í sjónvarpi og blöðum og lítið fólk með stórar töskur á bakinu er á ferðinni um allan bæ í flokkum. Fyrsti skóladagurinn er jafnan öruggt merki þess að sumarið sé liðið. Bakþankar 31. ágúst 2009 06:00
Námsgleði óskast Í fyrrahaust fór sjónvarpsfréttamaður í Griffil og talaði við móður sem fannst dýrt að útbúa sex ára barnið sitt fyrir skólann. Blýantar voru dýrir, skólataskan líka og yddararnir keyrðu um þverbak. Barnið stóð þarna stóreygt hjá og ég velti því fyrir mér hvernig því liði undir þessum lestri. Það er eflaust gott að börn viti að hlutirnir kosti sitt en ekki get ég ímyndað mér að neinum fyndist gaman að sjá mömmu sína kaupa skóladótið með lunta og birtast síðan í sjónvarpinu í sama hamnum um kvöldið. Það á, jú, að vera gaman að byrja í skólanum. Bakþankar 27. ágúst 2009 06:00
Afsakið meðan ég æli Ákafamenn um afsökunarbeiðnir fara mikinn þessi dægrin. Varla er tekið það viðtal að viðmælandinn sé ekki krafinn um hvort hann telji sig skulda afsökunarbeiðni, eða hvort hann telji að einhverjir aðrir skuldi nú ekki slíkar beiðnir - og þá hverjir og hverjum. Fjármálaráðherra segir útrásar-víkinga eiga að biðjast afsökunar og nefnir Hreiðar Má. Sá telur sig ekki eiga að biðja þjóðina afsökunar og Hannes Hólmsteinn segir Steingrím eiga að biðjast afsökunar. Ögmundur telur síðan Hannes sjálfan eiga að biðjast afsökunar. Bakþankar 26. ágúst 2009 06:00
Hlustið á Davíð! Jæja, þá er það komið á hreint. Öll þjóðin tók þátt í þeim atburðum sem leiddu til hruns íslensks fjármálakerfis, að undanskildum Davíð Oddssyni. Já, jafnvel Hannes Hólmsteinn, sá virðulegi fræðimaður sem meðal annars hefur getið sér gott orð fyrir að útskýra hugtakið Íslenska efnahagsundrið hér um árið. Já, jafnvel hann tók þátt í öllu bullinu því hann hlustaði ekki nógu vel á Davíð. Bakþankar 25. ágúst 2009 06:00
Lykillinn að farsælli framtíð Þótt nóg séu tilefnin til klökkva, þá er fyrsti skóladagur lítils barns einkar upplagður fyrir væmnu gleðitárin. Bæði auðvitað vegna þess að litli unginn hennar mömmu sinnar er að stíga fyrstu skrefin á eigin spýtur en líka vegna þess að þá sér fyrir endann á bleika tímabilinu. Bakþankar 24. ágúst 2009 00:01
Lítt þokkaðar vinsældir Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fór að ganga á Esjuna í sumar að það þótti svo sannarlega ekki töff. Kannski fyrir þremur árum - þegar enginn gekk hana. En núna? Nei, ekki þegar allir eru að gera það. Í sama pytt hefur ýmis góð tónlist, matargerð og jafnvel heilu rithöfundurnar dottið þegar þeir öðlast hylli alls lýðsins. Vinsældirnar verða þá að holdsveiki. Fína fólkið getur ekki lengur lesið Arnald Indriðason - því „pakkið" er að lesa hann. Bakþankar 22. ágúst 2009 06:00
Að finna fjölina sína Í okkar sérfræðingavæddu veröld höfum við komið ár okkar svo fyrir borð að einföldustu verk eiga til að vaxa okkur í augum - hvað þá hin flóknari. Þessi þróun leiddi af sér þann hugsunarhátt að líta á margt í okkar nánasta umhverfi fyrst og fremst sem eitthvað til að laga, til dæmis heimilið og ruddi brautina fyrir ótal lífsstílsþætti sem kynntu okkur sniðugar „lausnir". Heimilið var með öðrum orðum skilgreint sem klasi mismunandi stórra vandamála, velflest þess eðlis að þau yrðu ekki leyst án aðstoðar sérmenntaðra manna. Bakþankar 21. ágúst 2009 06:00
Íbúar fóstra leikvöll Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum borgarinnar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörðunar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverfis- og skipulagsmálum. Bakþankar 21. ágúst 2009 02:00
Gárur við ströndina Þegar maður hefur ekkert fyrir stafni og nægan tíma til að láta hugan reika þá fyrst verður veröldin óskiljanleg. Síðasta sunnudag hafði ég ekkert sérstakt að gera, svo ég settist niður við ströndina í Garrucha á suður Spáni, þar sem ég dvel um þessar mundir. Ég horfði út á hafið og fyrr en varði fór hugurinn á stjá og varð fyrir allskonar spurningum sem flækja tilveruna. Eins og til dæmis: af hverju tileinka sér ekki allir kurteisi? Bakþankar 19. ágúst 2009 06:00
Í jaðri þjónustusvæðis Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum. Bakþankar 18. ágúst 2009 06:00
Raunveruleikalýðræði Það er gott og gaman að horfa á sjónvarp. Sjónvarpið er orðið svo stór hluti af tilveru okkar að satt best að segja er erfitt að ímynda sér tilveruna án þess. Bakþankar 17. ágúst 2009 10:36
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun