Þar spretta laukar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 29. september 2009 06:00 Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmdum laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smáhýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverkamanni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarðvegi, heldur bara íslenskri moldardrullu. Og í september er þörf að endurnýja: gylliboðin láta ekki á sér standa og úr gámum tosast haugar af fullræktuðum steraboltum frá hollenskum blómabændum sem stæðust ekki lyfjapróf ef einhver nennti að kreista þá. Og nú þarf að bæta við laukastóðið sem dregið var úr beðunum fyrir rúmum sex vikum. Bæta forðann sem hefur legið í myrkri á þurrum stað í mánuð. Og þá rýkur maður í innflutningsverslanir og missir sig í kaupum á gömlum og nýjum tegundum. Þeir geta verið leggháir eða lægri í lofti: páfagauksafbrigðin með fjöðruðum, belgdum blöðum eru freistandi sem og snemmblóma næturdrottningar sem eru svo úrkynja orðnar eftir afbrigðaræktun hollenskra blómabænda að þær þurfa stuðning af smærri gróðri: ábergínsvartar eins og gothari í nýjum fötum munu þær standa betur ef girt er um þær uns krúnan verður svo þung að þær sveigjast til jarðar, lúta í gras eins og eru örlög allra drottninga, allar falla þær og trénast upp í þyrrkingi að lokum. „Það gat nú verið, Páll, að þú ræktaðir svört blóm," sagði forvitinn göngumaður sem glápti í gegnum yllinn. Þá eru páfagaukaafbrigðin eftir með sitt furðulega skrúð, rókókóbelgir þeirra með litkraga á fölbleikum krumpuðum blöðum. Og allt bíður þess að blómseinar tegundir á dýpri rót sprengi af sér brumkennda belgi um litskrúðið, býi og mönnum til gleði: Vatnsberafjandinn sem hefur laumast til að sá sér um allt komist á legg. Brúskurnar búnar að ná sér, liljur vaknaðar í svölum blæ, bóndarósir vart af barnsaldri að herða sig upp í knúppa og blómgun. Þá er tími laukanna úti og eftir stendur fræbelgur, sem á ekki sjans, á legg sem visnar brátt svo honum má kippa af lauknum sem eftir liggur í sumarheitri jörð. Hinn blómasjúki garðeigandi farinn úr reifi sínu, gaukarnir gala og ævintýri úti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmdum laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smáhýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverkamanni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarðvegi, heldur bara íslenskri moldardrullu. Og í september er þörf að endurnýja: gylliboðin láta ekki á sér standa og úr gámum tosast haugar af fullræktuðum steraboltum frá hollenskum blómabændum sem stæðust ekki lyfjapróf ef einhver nennti að kreista þá. Og nú þarf að bæta við laukastóðið sem dregið var úr beðunum fyrir rúmum sex vikum. Bæta forðann sem hefur legið í myrkri á þurrum stað í mánuð. Og þá rýkur maður í innflutningsverslanir og missir sig í kaupum á gömlum og nýjum tegundum. Þeir geta verið leggháir eða lægri í lofti: páfagauksafbrigðin með fjöðruðum, belgdum blöðum eru freistandi sem og snemmblóma næturdrottningar sem eru svo úrkynja orðnar eftir afbrigðaræktun hollenskra blómabænda að þær þurfa stuðning af smærri gróðri: ábergínsvartar eins og gothari í nýjum fötum munu þær standa betur ef girt er um þær uns krúnan verður svo þung að þær sveigjast til jarðar, lúta í gras eins og eru örlög allra drottninga, allar falla þær og trénast upp í þyrrkingi að lokum. „Það gat nú verið, Páll, að þú ræktaðir svört blóm," sagði forvitinn göngumaður sem glápti í gegnum yllinn. Þá eru páfagaukaafbrigðin eftir með sitt furðulega skrúð, rókókóbelgir þeirra með litkraga á fölbleikum krumpuðum blöðum. Og allt bíður þess að blómseinar tegundir á dýpri rót sprengi af sér brumkennda belgi um litskrúðið, býi og mönnum til gleði: Vatnsberafjandinn sem hefur laumast til að sá sér um allt komist á legg. Brúskurnar búnar að ná sér, liljur vaknaðar í svölum blæ, bóndarósir vart af barnsaldri að herða sig upp í knúppa og blómgun. Þá er tími laukanna úti og eftir stendur fræbelgur, sem á ekki sjans, á legg sem visnar brátt svo honum má kippa af lauknum sem eftir liggur í sumarheitri jörð. Hinn blómasjúki garðeigandi farinn úr reifi sínu, gaukarnir gala og ævintýri úti.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun