Harmóníku-fólkið Ég er enginn rasisti en sígaunar eru algjör úrhrök; þjófóttir, lygnir, undirförlir og hreinlega sori jarðar! Við eigum hikstalaust að reka þetta jafnóðum úr landi! Bakþankar 10. maí 2007 00:01
Jöfn og frjáls Fyrir sekúndubroti af jarðlífssögunni höfðu konur ekki kosningarétt og stuttu áður aðeins fáeinir framámenn. Lýðræðið er þannig ekki náttúrulögmál, heldur viðkvæm áunnin réttindi, seinleg í framkvæmd, kostnaðarsöm og oft ósanngjörn fyrir marga. Allskyns gallar skjóta upp kollinum, til dæmis þegar ponsulítill flokkur kemst sífellt í oddaaðstöðu og fær völd langt umfram umboð. Bakþankar 9. maí 2007 06:00
Þaulæfður kosningaréttur Ég man vel eftir langömmu minni. Hún var falleg gömul kona sem gekk í stórrósóttum kjólum og mundi vel eftir því þegar hún sá gúmmístígvél í fyrsta sinn. Þegar hún var unglingur höfðu konur ekki kosningarétt. Það höfðu vinnumenn, snauðir bændur og þurrabúðarmenn ekki heldur. Fólk hafði misjafna sýn á lýðræðið þá og nú. Bakþankar 8. maí 2007 06:00
Glasapússarar og kosningaspá Ég gladdist mjög og fylltist nýrri trú á stjórnmálamenn þegar ég frétti að ráðherra hefði lagt pólitíska framtíð sína í hættu við að hjálpa erlendri skólastúlku um flýtiafgreiðslu á ríkisborgararétti. Svona eiga stjórnmálamenn að vera. Bakþankar 7. maí 2007 05:45
Biljónsdagbók 6.5 OMXI15 var 7.754,73, þegar ég kom á hluthafafund í Sjálfsmínbanka, og Nasdaq sleikti 2.525,07 þegar við Hámi höfðum skipt um stjórn þremur mínútum síðar. Gosi í Follíkóla, bróðir Mallíar, er orðinn stjórnarformaður. Bakþankar 6. maí 2007 00:01
Metin okkar Íslendingar hafa alltaf verið metnaðarfull þjóð og við höfum alltaf verið ákaflega stolt af okkar afrekum, litlum sem stórum. Leifur fann Ameríku (og skilaði henni reyndar aftur ónotaðri), Jón Páll var sterkastur, Linda Pé, Hófí og Unnur Bé rúlluðu upp fegurðarsamkeppnunum, handboltalandsliðið varð heimsmeistari - að vísu í B-keppni, en það er sama—og Bridge-landsliðið landaði Bermúdaskálinni með slíkum glans að þjóðin varð gripin bridgeæði um langa hríð á eftir allt niður í grunnskóla og leikskóladeildir. Bakþankar 5. maí 2007 06:00
Übermensch Þegar nýráðinn forstjóri Glitnis var kynntur til leiks á mánudag fékk ég sem snöggvast á tilfinninguna að vísindamenn hefðu náð jafn merkilegum áfanga og þegar kindin Dolly var klónuð. Svo virtist sem maður hefði verið soðinn saman úr því besta frá Kristjáni Pálssyni, fyrrverandi alþingismanni, og líkamsræktarfrömuðinum Gillzenegger. Bakþankar 4. maí 2007 06:00
Atkvæði Það er viðtekin venja að hreyta ónotum í krakka og skamma þá undir drep, en sem fullorðinn fær maður sjaldan að heyra’ða. Ég gæti til dæmis gengið inn í hvaða garð sem er og þóst vera að leita að einhverju og yrði ekki rekinn í burtu með óbótaskömmum eins og ef ég væri krakki. Það er helst eftir að maður gifti sig að maður fór að heyra’ða á ný. Bakþankar 3. maí 2007 15:11
Hrópandinn í reiðimörkinni Á laugardaginn stóð í Fréttablaðinu að kominn væri út bókaflokkur undir dulnefni. Sagt var að um „hálfgerðar sjoppubókmenntir" væri að ræða og nokkrir hugsanlegir höfundar nefndir. Þó var talið líklegast að ég væri sá rétti „í ljósi þess að svipaða sýn á fjölmiðla má finna í síðustu skáldsögu hennar". Bakþankar 2. maí 2007 00:01
Í rjómatertukjól undir pálmatré Fáar ef nokkrar afhafnir ástfanginna para eru jafn hallærislegar og giftingar. Það var ekki hægt að sannfærast um annað en sannindi þessarar fullyrðingar hér um árið, þegar brúðkaups-tryllingur skók landann og enginn gat gengið í hjónaband með sæmd nema því væri sjónvarpað á frístöð. Bakþankar 1. maí 2007 15:03
Segjum nei við Gamla sáttmála Margir fengu aulahroll hér um árið þegar Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ávarpaði alþjóðafund á engilsaxnesku. Maður hálfvorkenndi henni, hún var eitthvað svo ringluð á svipinn yfir þessu öllu saman, og illskiljanlegt að ekki skuli hafa verið fenginn túlkur í stað þess að láta hana stauta þetta. Bakþankar 27. apríl 2007 00:01
Menningar-verðmæti Það er einfalt að vera vitur eftir á. Látinn vinur eða ættingi kallar á söknuð þótt maður hafi kannski sjaldan nennt að heimsækja hann í lifanda lífi, náttúra verður að ómetanlegri náttúruperlu þegar búið er að byggja stíflu ofan á hana og brunnir kofar sem enginn pældi í eru allt í einu orðnir svakaleg menningarverðmæti sem verður að endurbyggja í upphaflegri mynd vegna sögulegs gildis. Bakþankar 26. apríl 2007 00:01
Beðið eftir Botox Í hinum dæmigerðu vinkonuhópum var eitt sinn mjög vinsælt að halda snyrtivörukvöld. Þá söfnuðust þær saman í heimahúsi og létu selja sér fyrir formúur nauðsynlega andlitskornmaska og naglabandasmyrsl sem ekki voru notuð upp frá því. Bakþankar 25. apríl 2007 05:30
Af skolla, hagvexti og rifum Íslendingar hafa löngum reynt að komast hjá því að nefna það sem þeim stendur stuggur af réttu nafni. Góð og gömul dæmi er fjöldi þeirra orða í málinu yfir ref eða tófu. Heilladrýgra þótti að nefna dýrbítana sem gátu valdið búsifjum skolla eða lágfótu. Í dag notum við orðið neikvæður hagvöxtur yfir samdrátt sem einmitt getur valdið svipuðu tjóni í nútímasamfélagi og tófan í gamla bændasamfélaginu. Við skiljum ekki óttann við refinn og eins myndu áar okkar eiga erfitt með að skilja hagkerfið nútímans. Bakþankar 24. apríl 2007 00:01
Bleikt ský eða bati? Sagt er að fyrir alkóhólista sem langar að snúa frá villu síns vegar og ná góðum bata sé hollt að fara á 90 AA-fundi á 90 dögum. Í aðdraganda kosninga hegða flestir stjórnmálamenn sér samkvæmt þessari forskrift; þeir duglegustu ná allt upp í 180 fundum á 90 dögum. Bakþankar 23. apríl 2007 05:45
Biljónsdagbók 22.4. OMXI15 var 7.829,43, þegar ég tók inn tvær parkódín forte í morgun, og Dow Jones stóð í 12.773 þegar skjálftinn hvarf úr höndunum svo að mér tókst að raka mig. Þriggja daga afmælisveislur í Karíbahafi skilja eftir sig ummerki í skrokknum jafnvel þó að sé sálrænt alveg indælt að skemmta sér í skattlausu umhverfi og taka í nösina öðru hverju. Bakþankar 22. apríl 2007 00:01
260 kr Það vatt sér að mér ellilífeyrisþegi um daginn og var nokkuð mikið niðri fyrir. Hann hafði hlýtt á stjórnmálaforingja hér á landi, sem nokkuð lengi hefur setið við völd, lofa því með pompi og prakt að nú skyldi öllum ellilífeyrisþegum tryggður 25 þúsund kall á mánuði í lágmarks lífeyrisgreiðslur, til hliðar við aðrar greiðslur. Bakþankar 21. apríl 2007 00:01
Bál Það fór allt í bál og brand á síðasta vetrardag þegar óþyrmilegasta höfuðskepnan gerði sig heimakomna í nokkrum þekktustu brunagildrum Reykjavíkurborgar. Sem betur fer varð ekki mannskaði. Kannski er það vegna þess að ég er ekki uppalinn í Reykjavík að ég ber hryssingslega litlar taugar til húsanna sem urðu eldinum að bráð; kebabhúsið og Pravda skipuðu ekki stóran sess í mínu hjarta. Bakþankar 20. apríl 2007 06:00
Fréttamat Líf dýra eru misdýrmæt. Í fínu lagi er að slátra rottum og mávum miskunnarlaust, en allt yrði vitlaust ef eitrað væri fyrir veluppöldum kettlingum eða verðlaunahundar skotnir á færi. Hestur sem finnst soltinn í bás kallar á sterk viðbrögð samfélagsins en hrekkjusvíni sem tekst að murka lífið úr villtum minki við tjörnina er hampað sem hetju. Bakþankar 19. apríl 2007 05:45
Allir með strætó Reykjavíkurborg hefur kynnt vistvæna stefnu. Það á að taka umhverfismálin í gegn til dæmis með því að útbúa náttúrusvæði til útikennslu í öllum hverfum, breikka göngu- og hjólreiðastíga og bæta skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýri og á Tjörninni. Bakþankar 18. apríl 2007 00:01
Kynlegur þjófnaður Sárt er að glata einhverju sem manni er kært. Ég er elst fjögurra systra. Þegar ég var barn gætti móðir mín þess að systur yrðum ekki klæddar í bleikt. Litinn tengdi hún væntanlega stöðluðum hugmyndum um kynin. Nokkuð sem hún hafði ekki áhuga að troða upp á börnin sín. Síðar var bleiki liturinn frelsaður úr viðjum staðlaðra hugmynda og svo fór að karlmenn geta jafnvel gengið í þannig litum klæðum. Bakþankar 17. apríl 2007 00:01
Vor daglegi lestur Fer lestur minnkandi? Varla. Aðeins helstu fyrirsagnir íslenskra netmiðla á hverjum morgni eru meira en 1000 orð. Fréttirnar amk. tíu sinnum lengri. Á einu ári samsvarar lengd helstu fyrirsagna á Netinu þremur skáldsögum sem væru hver um sig jafnlöng og Njála. Bakþankar 16. apríl 2007 05:45
Kannanir Nú er hafið tímabil hinna æsispennandi skoðanakannana. Líklega fara þær að berast núna ein á dag með tilheyrandi uppslætti á forsíðum dagblaðanna og í fréttatímum. Ég viðurkenni það að ég, sem lúmskur áhugamaður um tölulegar vísbendingar og hlutfallslegar skiptingar á öllum sköpuðum hlutum, tek hverri slíkri könnun fagnandi og rýni í þær með morgunkaffinu, eins og sjómenn áður fyrr í aflatölur, á hverjum morgni, haukfránum augum. Bakþankar 14. apríl 2007 00:01
Kapphlaupið um Sannleikann Að sumu leyti er aðdragandi kosninga ánægjulegur tími. Yfirleitt get ég haft af því nokkuð gaman að horfa upp á stjórnmálamenn smyrja vitsmunum sínum og sjálfsvirðingu ofan á brauð og éta frammi fyrir alþjóð. Að reyna að halda andlitinu með frosna brosgrettu a la fótósjopperaður Björn Bjarnason, eins og það viti ekki allir að það er ekkert gott að borða svona mikið af smjöri í einu. Bakþankar 13. apríl 2007 00:01
Lýðræðisleg leiðindi Fátt er leiðinlegra en kosningafundir sem fjölmiðlar finna sig nú knúna til að bjóða upp á. Því ríður á að passa sig að opna ekki fyrir útvarp eða sjónvarp næsta mánuðinn því alls staðar er hætta á að þaulæft froðusnakk fólks sem æst er í að ná sér í þægilega innivinnu næstu fjögur árin skelli á með offorsi. Leiðindi eru ekki eftirsóknarverð þótt séu lýðræðisleg. Bakþankar 12. apríl 2007 00:01
Biljónsdagbók 11.4. ICEX 7.582,91, þegar ég sveif ofan á tölvuviktina, og Fútsí 6.397,3 þegar ég sá mér til skelfingar að ég hafði þyngst um 1.485 grömm yfir páskana. Ég ákvað strax að fleygja afganginum af Nóapáskaegginu. Maður sem eyðir fjórum millum í grenningarátak í Aspen, getur ekki látið það spyrjast út að hann hafi bætt á sig aftur með páskaeggjasúkkulaði frá Nóa. Bakþankar 11. apríl 2007 00:01
Fortíðarþrái Það er er svo skrítið hvað þetta unga fólk í dag slæst mikið. Í gamladaga var ástandið ekki svona. Þá var ekki sparkað í hausa á öðrum, ó seisei nei. Þá var bara talað um að heilsast að sjómannasið og menn slógust í gamni við utanbæjarmenn. Bakþankar 10. apríl 2007 05:30
Helgidagar Um hverja einustu páska, einkum á föstudaginn langa, kemur upp ákveðin deila milli þeirra sem vilja virða helgidaga og þeirra sem vilja gera það sem þeim sýnist. Mér hefur alltaf fundist þetta dálítið furðuleg deila. Ég hef aldrei skilið þá almennilega sem vilja gera veður út af þessum helgidögum við þjóðkirkjuna eða aðra. Mér er spurn: Eru menn ekki bara almennt sáttir við það að fá frí? Þurfa menn endilega að gera eitthvað? Bakþankar 7. apríl 2007 00:01
Páskabíltúrinn Lengsta skyldufrí ársins er framundan. Nú eru góð ráð dýr fyrir fólk sem hefur ekki haft vaðið fyrir neðan sig og keypt sér skíðaferð til útlanda og á ekki heldur sælureit á landsbyggðinni. Í staðinn fyrir að dorma í fimmdaga súkkulaðimóki yfir dramatískum biblíuþáttum sting ég upp á gamla góða bíltúrnum. Það er ágæt leið til að drepa tímann fyrst maður getur ekki verið í vinnunni. Bakþankar 5. apríl 2007 06:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun