Á ég að gæta systur minnar? 23. maí 2007 00:01 Systir mín hefur staðið í ströngu í samskiptum sínum við Tryggingastofnun undanfarin misseri. Fyrir aldarfjórðungi þurfti að fjarlægja skjaldkirtil hennar en fyrir mistök voru kalkkirtlarnir teknir líka. Eftir það er ekki nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag. Raunar verður skaðinn aldrei bættur, því afleiddur heilsubrestur er mikill, en til að halda lífi er nauðsynlegt að taka stóra skammta af kalki daglega. Sem hún hefur gert og þar til nýlega að mestu á eigin kostnað. Aðgerðin var gerð áður en sjúklingar öðluðust lagalegan rétt gagnvart læknamistökum enda stóð aldrei til að draga einhvern til ábyrgðar. Hinsvegar fannst systur minni alltaf dálítið skrýtið að þurfa sjálf að greiða hin nauðsynlegu kalklyf fyrir mistök opinbers starfsmanns. Árlega sótti hún um og fékk lyfjaskírteini frá Tryggingastofnun sem veitti henni 500 króna afslátt af hinum rándýru lyfjum. Það er reyndar töluvert moj að sækja um svona afsláttarkort, því í hvert skipti þarf að mæta til sérfræðings og greiða fyrir læknisvottorð. Persónulega hefði ég bara nennt að sækja um einu sinni enda húðlöt að eðlisfari, en það er systir mín ekki. Tuttugu árum eftir læknamistökin komst hún að því fyrir tilviljun að til væri reglugerð sem segir að fólk í hennar stöðu eigi að fá lyfin ókeypis. Þegar hún spurði um ástæðuna fyrir að hafa ekki áður fengið þá réttlátu afgreiðslu fékk hún hortugt svar frá lögfræðideildinni um að henni væri nær, hún hefði aldrei kært ákvarðanir þeirra. Ósk um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar var svarað með harðsnúinni sveit lögfræðinga sem í málavafstri sínu síðan hafa sennilega kostað margfalda þá leiðréttingu sem farið var fram á. Eftir flóknar krókaleiðir um myrkviði kerfisins hefur enn ekki fengist önnur niðurstaða en sú að mikilvægt er að vera við hestaheilsu í glímunni við stofnun sem vera á veikum skjól og vörn. Í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu um bóta- og tryggingasvik játar forstjóri TR að sífelldur ótti við svindl kveiki tortryggni starfsfólks sem bitni aðallega á saklausum skjólstæðingum. Heiðarleikinn fer forstjóranum vel. Ef til vill heldur hann næst ráðstefnu um réttláta málsmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Systir mín hefur staðið í ströngu í samskiptum sínum við Tryggingastofnun undanfarin misseri. Fyrir aldarfjórðungi þurfti að fjarlægja skjaldkirtil hennar en fyrir mistök voru kalkkirtlarnir teknir líka. Eftir það er ekki nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag. Raunar verður skaðinn aldrei bættur, því afleiddur heilsubrestur er mikill, en til að halda lífi er nauðsynlegt að taka stóra skammta af kalki daglega. Sem hún hefur gert og þar til nýlega að mestu á eigin kostnað. Aðgerðin var gerð áður en sjúklingar öðluðust lagalegan rétt gagnvart læknamistökum enda stóð aldrei til að draga einhvern til ábyrgðar. Hinsvegar fannst systur minni alltaf dálítið skrýtið að þurfa sjálf að greiða hin nauðsynlegu kalklyf fyrir mistök opinbers starfsmanns. Árlega sótti hún um og fékk lyfjaskírteini frá Tryggingastofnun sem veitti henni 500 króna afslátt af hinum rándýru lyfjum. Það er reyndar töluvert moj að sækja um svona afsláttarkort, því í hvert skipti þarf að mæta til sérfræðings og greiða fyrir læknisvottorð. Persónulega hefði ég bara nennt að sækja um einu sinni enda húðlöt að eðlisfari, en það er systir mín ekki. Tuttugu árum eftir læknamistökin komst hún að því fyrir tilviljun að til væri reglugerð sem segir að fólk í hennar stöðu eigi að fá lyfin ókeypis. Þegar hún spurði um ástæðuna fyrir að hafa ekki áður fengið þá réttlátu afgreiðslu fékk hún hortugt svar frá lögfræðideildinni um að henni væri nær, hún hefði aldrei kært ákvarðanir þeirra. Ósk um endurgreiðslu útlagðs kostnaðar var svarað með harðsnúinni sveit lögfræðinga sem í málavafstri sínu síðan hafa sennilega kostað margfalda þá leiðréttingu sem farið var fram á. Eftir flóknar krókaleiðir um myrkviði kerfisins hefur enn ekki fengist önnur niðurstaða en sú að mikilvægt er að vera við hestaheilsu í glímunni við stofnun sem vera á veikum skjól og vörn. Í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu um bóta- og tryggingasvik játar forstjóri TR að sífelldur ótti við svindl kveiki tortryggni starfsfólks sem bitni aðallega á saklausum skjólstæðingum. Heiðarleikinn fer forstjóranum vel. Ef til vill heldur hann næst ráðstefnu um réttláta málsmeðferð.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun