Risessa tryllir borgarbúa 16. maí 2007 00:01 Ekki man ég eftir viðlíka stemningu í höfuðborginni og þegar grænklædda risessan leið um stræti og torg með föður sinn í eftirdragi. Mikið var gaman. Svona á Listahátíð í Reykjavík að vera. Hún á nefnilega ekki aðeins að fara fram í tónleikasölum eða leikhúsum heldur teygja sig um götur borgarinnar og sinna börnunum ekki síður en þeim fullorðnu. Áhugi barnanna beindist að hverjum krók og kima risessunnar ef mark er takandi á svolítilli umfjöllun sem birtist í Blaðinu. Þar er sagt frá því að „forvitnir smástrákar" hefðu gerst „svo dónalegir að kíkja undir pils hennar svona rétt að athuga hvort ekki væri allt í „réttum hlutföllum"." Áhuginn á því sem skessur fela undir pilsum sínum er síður en svo nýr af nálinni hér á landi. Í íslenskum þjóðsögum er sagt frá einmana skessum sem taka það til bragðs að ræna karlmönnum til að fjölga sér. Ein þeirra hét Loppa og stal hún manni að nafni Jón. „Hún hafði hann heim í helli sinn þar sem systir hennar var fyrir ... Hugðu þær að hafa Jón þennan til fylgilags við sig, svo þær gætu aukið kyn sitt. Þær tóku hann oft og mökuðu hann í eins konar smyrslum og teygðu hann á milli sín. Líka orguðu þær í eyru honum til að trylla hann," segir í þjóðsagnasafni Sigurðar Nordal. Þrátt fyrir meðferðina komst Jón undan á flótta en lifði bara í þrjá daga sem frjáls maður. Þá gaf hjartað sig og er talið að hann hefði sprungið af mæði. Hann varð nefnilega svo sílspikaður hjá systrunum að um margt minnir á Hans í búri nornarinnar. Í ljósi alls þess sem borið hefur verið upp á skessur í gegnum tíðina veit ég ekki alveg hvort ég óska þess að mamma risessunnar, og þá barnsmóðir skapvonda risans, mæti til leiks á næstu Listahátíð. Þau feðginin hafa líka alveg gert sitt gagn. Að minnsta kosti virðist heimsókn þeirra hafa þurrkað út síðustu leifarnar af minningum borgarbúa um Japanann sem eitt sinn kom hingað á vegum Listahátíðar og stóð á haus í Austurstræti á typpinu. Vissulega fór list hans líka fram úti á götu eins og atriðið með risessunni en það sem hann hafði helst fram að færa teygði sig þó ekki út um allan miðbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun
Ekki man ég eftir viðlíka stemningu í höfuðborginni og þegar grænklædda risessan leið um stræti og torg með föður sinn í eftirdragi. Mikið var gaman. Svona á Listahátíð í Reykjavík að vera. Hún á nefnilega ekki aðeins að fara fram í tónleikasölum eða leikhúsum heldur teygja sig um götur borgarinnar og sinna börnunum ekki síður en þeim fullorðnu. Áhugi barnanna beindist að hverjum krók og kima risessunnar ef mark er takandi á svolítilli umfjöllun sem birtist í Blaðinu. Þar er sagt frá því að „forvitnir smástrákar" hefðu gerst „svo dónalegir að kíkja undir pils hennar svona rétt að athuga hvort ekki væri allt í „réttum hlutföllum"." Áhuginn á því sem skessur fela undir pilsum sínum er síður en svo nýr af nálinni hér á landi. Í íslenskum þjóðsögum er sagt frá einmana skessum sem taka það til bragðs að ræna karlmönnum til að fjölga sér. Ein þeirra hét Loppa og stal hún manni að nafni Jón. „Hún hafði hann heim í helli sinn þar sem systir hennar var fyrir ... Hugðu þær að hafa Jón þennan til fylgilags við sig, svo þær gætu aukið kyn sitt. Þær tóku hann oft og mökuðu hann í eins konar smyrslum og teygðu hann á milli sín. Líka orguðu þær í eyru honum til að trylla hann," segir í þjóðsagnasafni Sigurðar Nordal. Þrátt fyrir meðferðina komst Jón undan á flótta en lifði bara í þrjá daga sem frjáls maður. Þá gaf hjartað sig og er talið að hann hefði sprungið af mæði. Hann varð nefnilega svo sílspikaður hjá systrunum að um margt minnir á Hans í búri nornarinnar. Í ljósi alls þess sem borið hefur verið upp á skessur í gegnum tíðina veit ég ekki alveg hvort ég óska þess að mamma risessunnar, og þá barnsmóðir skapvonda risans, mæti til leiks á næstu Listahátíð. Þau feðginin hafa líka alveg gert sitt gagn. Að minnsta kosti virðist heimsókn þeirra hafa þurrkað út síðustu leifarnar af minningum borgarbúa um Japanann sem eitt sinn kom hingað á vegum Listahátíðar og stóð á haus í Austurstræti á typpinu. Vissulega fór list hans líka fram úti á götu eins og atriðið með risessunni en það sem hann hafði helst fram að færa teygði sig þó ekki út um allan miðbæ.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun