Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög

Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legar auka­verkanir ís­lensku krónunnar

Fjár­fest­ing stjórn­valda í heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi er minni en á öðrum Norður­lönd­um. Og fátt ein­kenn­ir heil­brigðis- og öldrun­arþjón­ustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyr­ir að hér á landi sé starf­andi frá­bært heil­brigðis­starfs­fólk. Fjár­fest­ing­ í heilbrigðisþjónustu er lít­il á sama tíma og skatt­heimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veld­ur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi?

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu

Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. 

Innlent
Fréttamynd

Fæðuöryggi á krossgötum

Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum.

Skoðun
Fréttamynd

Styttum skulda­hala stúdenta

Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám.

Skoðun
Fréttamynd

„Á­hyggj­ur var­a­seðl­a­bank­a­stjór­a eru ó­þarf­ar ef út­gjald­a­regl­u verð­ur kom­ið á“

Áhyggjur varaseðlabankastjóra um að mikil aukning tekna ríkissjóðs umfram áætlanir fari sjálfkrafa í meiri útgjöld, sem hún vill leysa með sérstakri tekjureglu, eru „óþarfar“ ef þess í stað verður tekin upp útgjaldaregla í lögum um opinber fjármál, að sögn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Rannsóknir hafa sýnt að frumástæða hallarekstrar ríkissjóða sé framúrkeyrsla á útgjaldahlið en ekki skortur á tekjum.

Innherji
Fréttamynd

At­vinnu­öryggi vegna barn­eigna

Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur sárs­aukann og á­föllin að baki neyslunni

Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­­menn flytja og hús­­gögnin sett á sölu

Stefnt er að því að ný bygging Alþingis verði tekin í notkun fyrir mánaðamót. Starfsmenn þingsins eru orðnir spenntir að flytja starfstöðvar sínar en gert er ráð fyrir að byggingin spari ríkið níutíu milljónir á hverju ári. 

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún segir hækkun launa í krónu­tölu ekki málið

Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Leita hug­mynda að nafni nýs hús­næðis Al­þingis

Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Hannað hér – en sigrar heiminn

Hvern hefði órað fyrir því að íslenskir eikarvaðfuglar gætu flogið svo víða? Eða að íslenskt geimhagkerfi yrði til þess að tengja saman milljónir manna? Eða að íslenskt grjót yrði eftirsóknarvert í nytjahluti. Einhverja – en þó fæsta.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðin er núna!

Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd.

Skoðun
Fréttamynd

Harmar að mann­skæðir brunar eigi sér stað reglu­lega

Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. 

Innlent
Fréttamynd

Líf ís­lensk land­búnaðar hangir á blá­þræði

Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf.

Skoðun
Fréttamynd

Leggur til 1400 prósenta hærri niður­greiðslu vegna tækni­frjóvgunar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða stöðug­leika er ríkis­stjórnin að tala um?

„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um?

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­ríki banna sam­komur til stuðnings Palestínu­mönnum

Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu.

Innlent