Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. Innlent 4. desember 2024 11:34
„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. Innlent 3. desember 2024 20:44
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. Innlent 3. desember 2024 16:28
Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, lætur af störfum sem bæjarstjóri um áramótin eins og til stóð. Samkvæmt málefnasamningi við Framsóknarflokksins verður Valdimar Víðisson oddviti flokksins og forseti bæjarráðs bæjarstjóri síðasta eina og hálfa ár kjörtímabilsins. Innlent 3. desember 2024 16:01
Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður VR. Hann var sem kunnugt er kjörinn á Alþingi á laugardag. Halla Gunnarsdóttir, varaformaður, tekur þegar við starfinu ef honum. Innlent 3. desember 2024 13:25
Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna. Innlent 3. desember 2024 10:38
Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Innlent 3. desember 2024 08:08
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. Innlent 3. desember 2024 07:04
„Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Innlent 2. desember 2024 20:33
Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 2. desember 2024 15:51
Dagur strikaður niður um sæti Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Innlent 2. desember 2024 15:51
Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur legið yfir niðurstöðum kosninga með reiknistokkinn á lofti og niðurstöðurnar liggja nú fyrir. Dauð atkvæði í nýliðnum kosningum eru næstflest frá upphafi. Innlent 2. desember 2024 13:52
Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. Innlent 2. desember 2024 11:45
Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Innlent 2. desember 2024 10:57
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. Innlent 2. desember 2024 08:02
Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Fundir Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, með formönnum flokkanna hefjast klukkan níu en fyrst til að sækja hana heim verður Kristrún Frostadóttir. Innlent 2. desember 2024 06:46
Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1. desember 2024 23:03
Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir. Innlent 1. desember 2024 21:36
Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Formenn og leiðtogar flokka sem náðu inn á þing eða féllu af þingi í kosningunum í gær mæta í spjall hjá Heimi Má á Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Stjórnarflokkarnir þrír biðu afhroð í kosingunum en þrír stjórnarandstöðuflokkar með Samfylkinguna í broddi fylkingar unnu stóra sigra. Innlent 1. desember 2024 17:47
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. Innlent 1. desember 2024 16:24
Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður segist, í grátklökku kveðjubréfi, líklega vera að setja Íslandsmet í að hætta í pólitík en nú er komið að leiðarlokum hjá þessari Facebookstjörnu Sjálfstæðisflokksins. Innlent 1. desember 2024 16:22
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Viðburðarík kosningahelgi er senn á enda. Klisjan um að hvað sem er geti skeð í beinni útsendingu átti svo sannarlega við í kosningasjónvarpi gærkvöldsins. Lífið 1. desember 2024 15:46
VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti Snærós Sindradóttir spyr þeirrar spurningar sem margir velta fyrir sér: Hvernig standa fjármálin hjá Vinstri grænum? Ekki vel segir Sunna Valgerðardóttir en kosningabaráttan var þó ekki rekin á yfirdrætti. Innlent 1. desember 2024 15:37
31 snýr ekki aftur á þing Af 63 þingmönnum síðasta kjörtímabils hverfa 30 á braut þegar nýtt þing tekur til starfa. Innlent 1. desember 2024 15:07
Halla forseti hittir alla formennina á morgun Halla Tómasdóttir forseti Íslands segist ætla að hitta alla formenn flokkanna á morgun, það er þeirra sem náðu inn á þing, með það fyrir augum að taka afstöðu til stjórnarmyndunarumboðs. Innlent 1. desember 2024 14:56
„Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna þakkar stuðningsfólki og samstarfsfólki sínu fyrir samvinnuna í færslu á Facebook fyrr í dag. Samkvæmt niðurstöðum úr Alþingiskosningum þurrkast flokkurinn alveg út af þingi og missir rétt sinn til árlegra fjárframlaga til stjórnmálasamtaka úr ríkissjóði. Innlent 1. desember 2024 14:49
Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Aldursforsetinn á næsta þingi, sú sem kom inn síðust sem jöfnunarþingmaður í Suðvestur, er Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Hún segist ekki hafa séð þetta fyrir. Innlent 1. desember 2024 13:42
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. Innlent 1. desember 2024 13:28
Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Formaður Sjálfstæðisflokksins segist klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins sem fjármálaráðherra til langs tíma. Margt sem flokkurinn hafi talað fyrir myndi kosta ríkissjóð verulega. Bjarni segir æskilegt að hægt yrði að sjá nánara niðurbrot atkvæða í kjördæmunum. Innlent 1. desember 2024 11:52
„Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er hvergi nærri af baki og lýsir því yfir að það séu ýmis stjórnarmynstur inni í myndinni. Hann lítur ekki á niðurstöður kosninganna sem einhvern sigur vinstrisins. Innlent 1. desember 2024 11:51