Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Hækkaði í verði á meðan aðrir lækkuðu

Verð óskráðra félaga Landsbankans var hækkað í reikningum bankans á sama tíma og markaðsverð eigna á Vesturlöndum var almennt á niðurleið. Bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þannig hafi málum verið háttað í lok árs 2007 og allt þar til bankinn féll.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg hafði gleymt samráðshópi

Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fag­ráðuneyta.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþingsmenn vildu „taka út pening strax“

Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ármann Kr, Ólafsson: Engar skuldir afskrifaðar

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki afsökun heldur afneitun

"Þetta er ekki afsökun heldur afneitun," segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands um bréf Björgólfs Thor Björgólfssonar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Í bréfinu segist Björgólfur biðjast afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég biðst afsökunar“

"Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó koma auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar.“

Innlent
Fréttamynd

Baugur hafði tangarhald á bönkunum

"Varla þarf að ræða það að Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmundsson og Bakkabræðurnir réðu ekki við eignarhald á bönkunum. Sjálfir voru þeir í fararbroddi við hömlulausa þenslu útlána sem felldu bankana.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Henti kókaíni á harðahlaupum

Maður á fertugsaldri var handtekinn í Árbæ þegar hann reyndi að flýja á hlaupum og henti frá sér fíkniefnum sem reyndust vera kókaín.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgðin hjá bönkunum

Mannfæð og fjárskortur stóðu Fjármálaeftirlitinu helst fyrir þrifum á árunum fyrir hrun, segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri eftirlitsins. Hann sér eftir að hafa ekki reynt að stækka og efla eftirlitið hraðar en segir eigendur og stjórnendur bankanna bera höfuðábyrgð á hruni þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hélt að Davíð væri að grínast

"Ég hélt fyrst að hann væri að grínast,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um það þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði honum frá því að ákveðið hefði verið að lækka stýrivexti úr 15,5 prósentum í 12 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Geir og Davíð oftast nefndir

Flestir helstu fjölmiðlar Vesturlanda hafa sagt frá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. "Íslenskir ráðamenn sekir um vanrækslu“ er algengasta fyrirsögnin, og oftast minnst í því samhengi á Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ég bið ykkur afsökunar

Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar.

Skoðun
Fréttamynd

Hljóðritaði án leyfis

Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hljóðritaði án heimildar trúnaðarsamtal sitt við breska seðlabankastjórann, Mervyn King, í byrjun október 2008.

Innlent
Fréttamynd

„Rosalegt vesen“ að taka

Rannsóknarnefnd Alþingis segir illskiljanlegt að Seðlabankinn hafi ekki tekið traustari veð vegna lána til viðskiptabankanna. Það sé ekki málefnaleg ástæða fyrir því að gera það ekki að "rosalega mikið vesen“ hafi verið að taka skuldabréf á pappír.

Innlent
Fréttamynd

Bankastjórnendur féllu í allar freistingar

Siðvæðingar er þörf í íslensku samfélagi, segir vinnuhópur um siðferði sem kemst að þeirri niðurstöðu að siðferði og starfshættir hafi víða verið bágbornir í aðdraganda bankahrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Sömu mistök en ekki sama ábyrgð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk sömu upplýsingar og þeir ráðherrar sem taldir voru sýna vanrækslu í starfi. Meiri raunar en viðskiptaráðherrann. Þar sem efnahagsmál eru ekki á hennar verksviði telst hún ekki hafa sýnt vanrækslu í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Lofrolla varð dýrkeypt

Hagsmunir viðskiptalífsins voru teknir fram yfir fræðilega hlutdrægni í skýrslum háskólamanna í aðdraganda bankahrunsins. Vinnuhópurinn um starfshætti og siðferði segir að skýrsla Frederics Mishkin, prófessors við Columbia-háskóla, og Tryggva Þórs Herbertssonar, þáverandi forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, frá árinu 2006 hafi beinlínis unnið íslensku samfélagi ógagn.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir lausan graðfola

Nær fimmtugur maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að sleppa ógeltum fola í beitiland í Garðsárdal í Eyjafjarðarsveit. Þetta flokkast undir brot á búfjárlögum. Folinn fyljaði margar hryssur sem þar voru í hagagöngu.

Innlent
Fréttamynd

Risna bankans áttfaldaðist á fjórum árum

Kostnaður við ýmiss konar risnu, boðsferðir, veisluhöld og veiði, var margfalt hærri í Landsbankanum þegar mest var en í hinum stóru bönkunum. Árið 2007, þegar lengst var gengið í slíkum kostnaði, varði Landsbankinn 751 milljón í risnu, Glitnir 336 milljónum og Kaupþing 200 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

FME mannað af krökkum án reynslu

Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin.

Innlent
Fréttamynd

Aðhald ríkisins var of lítið í uppsveiflunni

Þótt töluvert hafi dregið úr skuldum ríkissjóðs á árunum 1995 til 2005 í hlutfalli við verga landsframleiðslu þá lækkuðu þær ekki mikið að nafnvirði. Árið 1998 voru heildarskuldir ríkissjóðs 381 milljarður krónur en 2001 höfðu þær aukist í 491 milljarð krónur. Þetta er meðal annars það sem kemur fram í sjöunda bindi rannsóknarskýrslunnar og snýr að hagstjórn ríkisstjórnarinnar frá 1995 til 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Regluverðir kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál

Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni.

Innlent