Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Spurði Bjarna hvort hann skuldaði ekki þinginu afsökunarbeiðni út af skýrslunum tveimur

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um skýringar á því hvers vegna tvær skýrslur sem unnar voru í tíð hans í fjármálaráðaneytinu hefðu ekki birst "fyrr en seint og um síðir,“ eins og Katrín orðaði það í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Líkir kosningaloforðum ríkistjórnarflokkanna við kjötloku án kjöts

Logi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtaka í málum Innness og Sælkeradreifingar gegn ríkinu

Fyrstu dómsmálin sem rekja má til ákvarðana nokkurra innflutningsfyrirtækja um að stefna ríkinu, og krefast endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða mál höfðuð af Innnes og Sælkeradreifingu en samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings

Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn.

Innlent