Rannsókn á fimmtán milljarða undanskotum í réttum farvegi Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira