Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Allt sem er raunhæft verið reynt

Miðju- og vinstriflokkarnir fimm freista þess aftur að mynda ríkisstjórn. Á þeim þrjátíu og þremur dögum sem liðnir eru frá alþingiskosningum hafa nær allir raunhæfir valkostir við stjórnarmyndun verið reyndir. Í dag slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna meðal annars vegna ágreinings um skattamál.

Innlent
Fréttamynd

For­maður Við­reisnar: Stjórn­mála­flokkarnir verið of fljótir á sér í stjórnar­myndunar­við­ræðunum

„Á svona stundum er nú kannski best að segja sem fæst og snúa sér sem hægast,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi aðspurður um það hvort að flokkurinn hans og Björt framtíð snúi sér nú til vinstri eða hægri eftir að það slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk

Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára

Innlent