Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Sighvatur Jónsson skrifar 18. nóvember 2018 15:00 Eftir samtöl fréttastofu við hóp fyrrverandi þingmanna má skipta reynslusögum þeirra í þrennt. Í fyrsta lagi eru það þeir sem hafa horfið til fyrri starfa eftir þingmennsku. Í öðru lagi eru það þingmenn sem hafa ákveðið að prófa eitthvað nýtt eftir veruna á þingi, til dæmis fara í nám eða hefja eigin rekstur. Í þriðja lagi eru það fyrrverandi þingmenn sem hafa sótt um ýmis störf en ekki fengið. Þór Saari er lærður hagfræðingur.vísir/gva Á annað hundrað umsóknir Þór Saari hagræðingur sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Hann hætti á þingi fyrir fimm árum og segist haf sótt um vel á annað hundrað störf. „Ég hef ekki fengið starf ennþá, hef fengið nánast jafnmörg nei og ekki verið boðaður nema held ég í þrjú viðtöl,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Þór bendir á að burtséð frá áliti almennings á þingmönnum sé starfið þess eðlis að fólk öðlast reynslu og þekkingu sem það fær ekki á öðrum vinnustöðum. „Í tvö til þrjú ár eftir að ég hætti á þingi þá var ég mjög mikið að rekast á fyrrverandi samþingmenn sem voru enn atvinnulausir og stóðu allir í því nákvæmlega sama og ég, voru að leita sér að vinnu eða að búa sér til eitthvað sjálfir.“ Nám eða eigin rekstur Af samtölum fréttastofu við fyrrverandi þingmenn má greina að margir hafa gert breytingar eftir þingstörf. Sumir hafa farið í nám og aðrir hafið eiginn rekstur, í einhverjum tilfellum eftir að hafa gefist upp á atvinnuleit. Fæstir fyrrverandi þingmanna vildu koma fram undir nafni. Einn þeirra tók þannig til orða að fólk gengi ekki af þingi í betri störf. „Fólk þarf að búa til hluti sjálft.“ Annar fyrrverandi þingmaður segist vera sáttur við stöðuna þótt hann sé ekki í fastri vinnu. „Ég er ekki að leita að vinnu, það hentar mér vel að vera í ráðgjafastörfum.“ Sigmundur Ernir við störf í myndveri Hringbrautar.Vísir/Sighvatur Aftur í fjölmiðlana Margt fólk úr fjölmiðlum hefur tekið sæti á Alþingi. Sigmundur Ernir Rúnarsson var þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðausturkjördæmi árin 2009 til 2013. Aðspurður um hvernig hafi gengið að finna vinnu eftir veruna á þingi segir Sigmundur Ernir að hann hafi ekki tekið sénsinn og því stofnað sína eigin sjónvarpsstöð. Sigmundur Ernir starfar enn á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. „Æði margir kollegar mínir hafa átt erfitt með að komast að vinnu eftir að hafa setið inni, eins og sumir segja, á þingi.“ Karlar og fjórflokkurinn Fyrrverandi þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa nefnt ýmsar skýringar á því hversu erfitt sé að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Einnig hafa þeir skýringar á því af hverju sumum hefur tekist það fyrr en öðrum. Nokkrir þingmenn nefna að fólk úr gömlu stjórnmálaflokkunum, hinum svonefnda „fjórflokki“, fái frekar störf en aðrir. Fyrrverandi þingmaður úr yngri stjórnmálaflokkunum segir þannig að „fjórflokkurinn hugsi um sína.“ Annar nefnir kynjamun og tekur svo til orða að „strákarnir hugsi um vinina.“ Ólína Þorvarðardóttir sinnir ýmsum verkefnum og segist vera hætt að sækja um störf að sinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fáir fastráðnir nokkrum árum síðar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur hætti á þingi fyrir fimm árum fyrir Samfylkinguna. Hún sat aftur á þingi árin 2015 og 2016 en að undanskildum þeim tíma á þingi hefur hún ekki verið í föstu starfi síðan hún hætti á þingi 2013. „Ég hef sótt um allmörg stórf án árangurs. Af þeim 20 þingmönnum sem hafa hætt eða fallið út af þingi frá því að ég sat á Alþingi þá eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem hafa fengið fastráðningu.“ Ólína vinnur nú að ýmsum verkefnum sem sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur. Hún segist vera hætt að sækja um stöður að sinni eftir að hafa verið hafnað þrátt fyrir hæfni hennar og reynslu. Vísar hún þar meðal annars til umsóknar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, þar sem „karlmaður með réttu vinatengslin“ hlaut starfið, eins og hún tók til orða í færslu á Facebook.Rætt verður við fyrrverandi þingmenn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 og í beinni útsendingu á Vísi. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Eftir samtöl fréttastofu við hóp fyrrverandi þingmanna má skipta reynslusögum þeirra í þrennt. Í fyrsta lagi eru það þeir sem hafa horfið til fyrri starfa eftir þingmennsku. Í öðru lagi eru það þingmenn sem hafa ákveðið að prófa eitthvað nýtt eftir veruna á þingi, til dæmis fara í nám eða hefja eigin rekstur. Í þriðja lagi eru það fyrrverandi þingmenn sem hafa sótt um ýmis störf en ekki fengið. Þór Saari er lærður hagfræðingur.vísir/gva Á annað hundrað umsóknir Þór Saari hagræðingur sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Hann hætti á þingi fyrir fimm árum og segist haf sótt um vel á annað hundrað störf. „Ég hef ekki fengið starf ennþá, hef fengið nánast jafnmörg nei og ekki verið boðaður nema held ég í þrjú viðtöl,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Þór bendir á að burtséð frá áliti almennings á þingmönnum sé starfið þess eðlis að fólk öðlast reynslu og þekkingu sem það fær ekki á öðrum vinnustöðum. „Í tvö til þrjú ár eftir að ég hætti á þingi þá var ég mjög mikið að rekast á fyrrverandi samþingmenn sem voru enn atvinnulausir og stóðu allir í því nákvæmlega sama og ég, voru að leita sér að vinnu eða að búa sér til eitthvað sjálfir.“ Nám eða eigin rekstur Af samtölum fréttastofu við fyrrverandi þingmenn má greina að margir hafa gert breytingar eftir þingstörf. Sumir hafa farið í nám og aðrir hafið eiginn rekstur, í einhverjum tilfellum eftir að hafa gefist upp á atvinnuleit. Fæstir fyrrverandi þingmanna vildu koma fram undir nafni. Einn þeirra tók þannig til orða að fólk gengi ekki af þingi í betri störf. „Fólk þarf að búa til hluti sjálft.“ Annar fyrrverandi þingmaður segist vera sáttur við stöðuna þótt hann sé ekki í fastri vinnu. „Ég er ekki að leita að vinnu, það hentar mér vel að vera í ráðgjafastörfum.“ Sigmundur Ernir við störf í myndveri Hringbrautar.Vísir/Sighvatur Aftur í fjölmiðlana Margt fólk úr fjölmiðlum hefur tekið sæti á Alþingi. Sigmundur Ernir Rúnarsson var þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðausturkjördæmi árin 2009 til 2013. Aðspurður um hvernig hafi gengið að finna vinnu eftir veruna á þingi segir Sigmundur Ernir að hann hafi ekki tekið sénsinn og því stofnað sína eigin sjónvarpsstöð. Sigmundur Ernir starfar enn á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. „Æði margir kollegar mínir hafa átt erfitt með að komast að vinnu eftir að hafa setið inni, eins og sumir segja, á þingi.“ Karlar og fjórflokkurinn Fyrrverandi þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa nefnt ýmsar skýringar á því hversu erfitt sé að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Einnig hafa þeir skýringar á því af hverju sumum hefur tekist það fyrr en öðrum. Nokkrir þingmenn nefna að fólk úr gömlu stjórnmálaflokkunum, hinum svonefnda „fjórflokki“, fái frekar störf en aðrir. Fyrrverandi þingmaður úr yngri stjórnmálaflokkunum segir þannig að „fjórflokkurinn hugsi um sína.“ Annar nefnir kynjamun og tekur svo til orða að „strákarnir hugsi um vinina.“ Ólína Þorvarðardóttir sinnir ýmsum verkefnum og segist vera hætt að sækja um störf að sinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fáir fastráðnir nokkrum árum síðar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur hætti á þingi fyrir fimm árum fyrir Samfylkinguna. Hún sat aftur á þingi árin 2015 og 2016 en að undanskildum þeim tíma á þingi hefur hún ekki verið í föstu starfi síðan hún hætti á þingi 2013. „Ég hef sótt um allmörg stórf án árangurs. Af þeim 20 þingmönnum sem hafa hætt eða fallið út af þingi frá því að ég sat á Alþingi þá eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem hafa fengið fastráðningu.“ Ólína vinnur nú að ýmsum verkefnum sem sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur. Hún segist vera hætt að sækja um stöður að sinni eftir að hafa verið hafnað þrátt fyrir hæfni hennar og reynslu. Vísar hún þar meðal annars til umsóknar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, þar sem „karlmaður með réttu vinatengslin“ hlaut starfið, eins og hún tók til orða í færslu á Facebook.Rætt verður við fyrrverandi þingmenn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 og í beinni útsendingu á Vísi.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira