Sigurður Ingi segir fortakslaust góðæri á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira