Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Hallinn innan óvissusvigrúms

Ríkissjóður verður rekinn með tæplega tíu milljarða halla á næsta ári sé tekið mið af breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan í þinginu leggur fram fjölmargar tillögur til breytinga.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin, fiskurinn og tóbakið

Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna.

Skoðun
Fréttamynd

Herjólfur fái 100 milljónir

Fallið er frá áformum um 2,5 milljarða skattlagningu á ferðaþjónustuna og urðunarskattur ekki á dagskrá fyrr en innheimta hans hefur verið útfærð.

Innlent
Fréttamynd

Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum

Heilbrigðisráðherra segir sykurskatt einn besta hvata í kerfinu til að hjálpa fólki að velja hollan mat. Það ásamt heilsueflingu og geðrækt á öllum skólastigum sé góð leið til að stemma stigu við offitu.

Innlent
Fréttamynd

Skattaafsláttur vegna hlutabréfa á dagskrá

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stefna að því að leggja fram frumvarp í næstu viku sem miðar að innleiðingu skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa. Ætlað að hvetja til þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og auka þannig virkni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá

Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinn

Landlæknir getur veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er heimil, eða svo kölluð neyslurými, samkvæmt frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag.

Innlent