Samantekt - „Ég er í skýjunum“ - fimmgangur

Keppnin í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum var galopin og engin leið að spá fyrir um hver færi með bikarinn heim, en von var á þrautreyndum stjórstjörnum í braut í bland við óreynda keppnishesta. Eftir forkeppnina leiddi Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Héðni Skúla frá Oddhóli, en sýning þeirra einkenndist af léttleika og samspili. Ljóst var að menn voru búnir að brýna sverðin í hlénu milli forkeppninnar og B-úrslita, knapar mættu beittir til leiks enda sæti í A-úrslitum í boði fyrir þann efsta. Sigurður Matthíasson á Gusti frá Lambhaga tók forystuna strax, hélt henni og sigraði B-úrslitin. „Ég er í skýjunum,“ sagði Sylvía þegar lokatölur lágu fyrir eftir A-úrslitin, en hún hélt sínum hlut og hampaði eftirsóttum bikar. Meðfylgjandi er samantekt eftir fimmgangskeppni Meistaradeildarinnar, auk þess sem farið er í heimsókn í Oddhól til Sylvíu og Árna Björns Pálssonar.

7755
42:46

Vinsælt í flokknum Hestar