Sjáið stemmarann baksviðs (það mátti heyra saumnál detta)
Það var vægast sagt rafmögnuð stemning í græna herberginu í gærkvöldi á úrslitakeppni fyrir Eurovision keppnina sem fram fer í Dusseldorf í Þýskalandi í vor. Jógvan var klæddur í snákaskó og Magni, sem varð í öðru sæti, viðurkenndi að hann myndi gráta í koddann sinn ef hann sigraði ekki og það í beinni.