Mannshvörf - Sverrir Kristinsson

Brot úr þriðja þætti Mannshvarfa, Stúdentinn sem hvarf. Sverrir Kristinsson var 22 ára líffræði stúdent við Háskóla Íslands þegar hann hvarf sporlaust frá Nýja garði á háskólasvæðinu eftir að hafa komið heim frá Klúbbnum, skömmu fyrir páskaleyfi árið 1972. Systkyni Sverris leituðu hans í margar vikur en aldrei fannst hvorki tangur né tetur af honum. Fjölskyldan hefur aldrei fengið svör við hvarfi hans rúmum 40 árum síðar. Skiptar skoðanir eru um hvað gerðist þessa örlagaríku nótt eftir að Sverrir kom heim af klúbbnum. Rannsókn málsins tók stefnu í margar áttir án þess að nokkur svör fengjust við hvarfi hans. Úr Mannshvörfum á Stöð 2.

81417
03:15

Vinsælt í flokknum Mannshvörf